Fréttir

Stefnt að opnun Norðurstrandarleiðar í júní

Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way verður opnuð í sumar en verkefnið fékk nýlega úthlutað hæsta styrk ársins úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra eða fimm milljónir króna. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarin ár en hér er um að ræða 800 km leið meðfram strandlengju Norðurlands.
Meira

Leitað eftir þátttakanda í Norðurslóðaverkefni

SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market, sem útfærst gæti á íslensku sem stafræn leið til markaðar. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika og þróa viðskiptamódel sem stuðlar að umhverfisvænum rekstri. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja.
Meira

Kynning á dreifnámi Austur-Húnavatnssýslu

Á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður dreifnáms í A-Hún, Margrét Helga Hallsdóttir, námsráðgjafi FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu dreifnáms í A- Hún og FNV. Fundurinn fer fram í húsnæði dreifnámsins, Húnabraut 4, Blönduósi. klukkan 17:00.
Meira

Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld

Þá er komið að fyrsta keppnisdegi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fer í reiðhöllinni á Sauðárkróki en þá verður keppt í gæðingafimi. Fjörið hefst klukkan 18:30 á liðskynningu og hálftíma síðar mætir fyrsti keppandi í brautina, Guðmar Freyr Magnússon og Sátt frá Kúskerpi. Þeir sem ekki komast í höllina er bent á að hægt er að kaupa aðgang að beinni útsendingu VJ mynda á netinu. Átta lið taka þátt í mótinu og hefur Feykir nú þegar birt kynningu þriggja liða Meistaradeildarinnar á vef sínum og hér fyrir neðan má sjá þau fimm lið sem eftir eru.
Meira

Milljarður rís á Sauðárkróki

Dansviðburðurinn Milljarður rís verður haldinn á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar, klukkan 12:15-13:00. Tilgangurinn með viðburðinum er að sýna samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis og segir í fréttatilkynningu að hann sé haldinn í um 200 löndum víðsvegar um heim.
Meira

Jarðgöng á Tröllaskaga

Það var ánægjulegt að heyra af sameiginlegri ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum þar sem stjórnvöld eru hvött til að tryggja fjármagn svo hefja megi vinnu við að skoða möguleg veggöng milli byggðarlaganna. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa hugmyndir um þessi jarðgöng verið uppi á borðum í skipulagsvinnu í Skagafirði gegnum tíðina og eins hafa Skagfirðingar áður hvatt stjórnvöld til að skoða þessa vegabót.
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir móttöku flóttafólks

Eftir kynningarfund samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar á fundi sínum í gær að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu. Sveitarstjórn lýsti jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni. Í fundargerð kemur fram að áætlað er að halda íbúafund á næstunni, þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.
Meira

Hvað veldur? Hver heldur?

Ég var eins og flestir orðlaus þegar fregnir bárust af uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur hjá Iceprotein og Protis. Ekki varð ég minna undrandi þegar ég las í Feyki skýringar hins nýráðna framkvæmdastjóra Fisk Seafood á brottrekstrinum. Þegar fráfarandi framkvæmdastjóri, skrifaði svargrein við þeirri fyrri, vöknuðu enn fleiri spurningar.
Meira

Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.
Meira

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
Meira