Fréttir

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Árskóla færð góð gjöf

Frá því segir á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki að skólinn hafi nýlega fengið góða heimsókn þegar nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks mættu þangað og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil af bestu gerð. Spilin eru gefin í tilefni af 20 ára afmæli Árskóla og eru þau sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin muni nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum segir á vef Árskóla þar sem Lionsmönnum er þökkuð höfðingleg gjöf.
Meira

Mikilvægir leikir hjá meistaraflokkum Tindastóls í kvöld

Það verður fótbolti spilaður á Króknum í kvöld. Þá mætir lið Kára frá Akranesi í heimsókn á Sauðárkróksvöll og spilar við lið Tindastóls í 2. deild karla kl. 19:15. Á sama tíma verða Stólastúlkur í eldlínunni í 2. deild kvenna en þær spila utan héraðs – nánar tiltekið við lið Einherja á Vopnafirði en leikurinn hefst kl. 18:15.
Meira

Gæsaveiðar í Húnaþingi vestra

Á vef Húnaþings vestra er að finna tilkynningu um fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2018 en það er með eftirfarandi hætti:
Meira

Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn í Kakalaskála

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Um 200 starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði voru samankomnir í Miðgarði í gær þegar Fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og segir Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að ekki hafi verið annað að merkja en starfsmenn skólanna væru ánægðir með daginn og þættu erindin sem flutt voru áhugaverð og gott veganesti inn í nýtt skólaár.
Meira

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.
Meira

Valdimar tekinn til starfa á Blönduósi

Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl.
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Borgin gerir borð fyrir borgina

Nú í byrjun vikunnar samdi Reykjavíkurborg við Trésmiðjuna Borg ehf. á Sauðárkróki um að smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins við Reykjavíkurtjörn. Eins og kunnugt er sérhæfir Borg sig í smíði vandaðra innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki og trésmiðjan sá einmitt um smíði borðsins sem borgarstjórnarfulltrúar hafa hingað til setið við.
Meira