Fréttir

Fluiding myndlistarnámskeið á Norðurlandi

Föndurskólinn Óskastund er að fara í hringferð um landið með fluiding myndlistarnámskeið og munu gera stans á Norðurlandi. Fyrstu námskeiðin verða á Hvammstanga 11. maí kl. 14. og Blönduósi sama dag kl.18. Þá er haldið á Sauðárkrók daginn eftir þann 12. maí og hefst námskeið þar kl.11 áður en farið er til Siglufjarðar kl. 14 og Dalvíkur kl.16. Á Akureyri verða þrjú námskeið mánudaginn 13. maí kl. 12, 13 og 18.
Meira

Námskeið í Textíl Fab Lab

Vikuna 13.-17. maí fer fram alþjóðlegt námskeið í Textíl Fab Lab og kynning á Fabricademy, sem er Fab Lab nám sérmiðað að tækni og textíl og hvernig hægt er að gera snjallan textíl. Mánudaginn 13. maí mun hópurinn leggja af stað norður í land og heimsækja fyrirtæki sem tengjast textíl s.s. Álafoss, Textílsetrið á Blönduósi og Gestastofu Sútarans.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Skagastrandar

Hjá sveitarstjórn Skagastrandar er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í nóvember á síðasta ári var haldinn kynningarfundur um verkefnið þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nú er lýsing á endurskoðun aðalskipulags Skagastrandar 2010-2022 kynnt á vef sveitarfélagsins.
Meira

„Í mínum vinahópi myndi aldrei klikka að setja 50cent á fóninn“ / HÓLMAR EYJÓLFS

Að þessu sinni er það Hólmar Örn Eyjólfsson sem svarar Tón-lystinni en auk þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu er hann besti gítarleikarinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu – að mati Feykis. Þar sem Hólmar er búinn að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði var ákveðið að senda honum spurningalista Tón-lystarinnar til að stytta honum stundirnar í endurhæfingunni í Búlgaríu þar sem hann er á mála hjá stórliði Levski Sofia.
Meira

Baldur Þór nýr þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára en jafnframt mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun beggja meistaraflokka, kvenna og karla. Baldur kemur til Tindastóls frá Þór Þorlákshöfn, þar sem hann náði mjög góðum árangri með liðið á síðasta tímabili.
Meira

Sigurður Líndal í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn á Fosshótel Húsavík í gær. Meðal dagskrárliða var stjórnarkjör þar sem kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra og eina á Norðurlandi vestra. Aðalmenn í stjórn Markaðsstofu Norðurlands eru kosnir til tveggja ára í senn og varamenn á hverju ári.
Meira

Norðlægar áttir og kalt hjá spámönnum Dalbæjar

Í gær, þriðjudaginn 7. maí kl. 14, komu saman til fundar átta félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar sem sýndi að í raun og sannleika varð veðrið miklu betra en gert var ráð fyrir!
Meira

Guðný Hrund hættir sem sveitarstjóri Húnaþings vestra

Á 1000. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var sl. mánudag, var lagt fram bréf frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra, þar sem hún segir upp starfi sínu sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá og með næstu mánaðamótum. Uppsögnin er með þriggja mánaða fyrirvara og miðast því starfslok við 31. ágúst nk.
Meira

Heilbrigðisráðherra falið að móta heildstæða stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala

Alþingi samþykkti í gær að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Markmið stefnunnar verði að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa eða í öðrum neyðartilvikum.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar á ný eftir endurbætur

Sundlaug Sauðárkróks hefur verið opnuð aftur eftir endurbætur en vegna skólasunds verður opnunartími aðeins frábrugðinn hefðbundnum opnunartíma.
Meira