Fréttir

Björgvin Schram í hluthafahóp Fjölnets

Björgvin Schram hefur tekið við nýrri stöðu forstöðumanns hugbúnaðardeildar hjá Fjölneti og í hluthafahóp Fjölnets. Björgvin hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjöf og þróun hugbúnaðar í Dynamics Nav bæði hér á landi og erlendis. Síðustu ár hefur Björgvin meðal annars unnið í Bretlandi hjá einu stærsta Navision fyrirtæki heims, þar sem hann tók meðal annars þátt í þróun og uppsetningu á Navision lausnum fyrir Volvo Trucks víðs vegar um Evrópu.
Meira

Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks verður haldinn í Tjarnarbæ í dag, fimmtudag 23. ágúst, klukkan 18:00. Nú eru æfingar að hefjast á haustverkefni félagsins og óskar leikfélagið eftir fólki til hinna margvíslegu starfa sem fylgja uppsetningu á leikriti.
Meira

Fjölmennur fundur landbúnaðarráðherra með sauðfjárbændum

Fundur Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með sauðfjárbændum á Norðurlandi vestra var haldinn í Víðihlíð þann 15. þ.m. og var hann vel sóttur. Á fundinn mættu einnig Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og nýkjörinn formaður samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.
Meira

Erfitt að segja til um hvað veldur minni veiði

Nýjustu tölur um veiði í laxveiðiám landsins eru nú komnar á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is en þar birtast nýjar tölur vikulega. Þar er gert að umræðuefni að veiðin í nokkrum ám norðan heiða er fremur dræm og er það að mörgu leyti frábrugðið því sem gerist í öðrum landshlutum en þar hafa margar ár verið með meiri, eða jafnvel mun meiri veiði en í fyrra.
Meira

Þóranna Ósk frjálsíþróttamaður mánaðarins á Silfrinu

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar á vefsíðunni Silfrið.is er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem keppir undir merkjum Tindastóls og UMSS. Segir á síðunni, sem fjallar einkum um frjálsíþróttir, að þessi knái hástökkvari hafi staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 sm og er nú í komin 6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.
Meira

Afmælisfagnaður Húnaþings vestra

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá sameiningu hreppa í Vestur Húnavatnssýslu í það sveitarfélag sem í dag ber nafnið Húnaþing vestra. Af því tilefni er efnt til afmælisveislu 24. til 26. ágúst 2018. Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem skipuleggur afmælið.
Meira

Á leið í land eftir strand

Björgunarsveitir voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipum frá Skagaströnd og Siglufirði er bátur strandaði við Reykjadisk í Skagafirði fyrr í dag. Einn maður var um borð og sakaði ekki. Áður en björgunarbátar komu á svæðið náðist að losa bátinn með aðstoð annars fiskibáts og eru þeir samferða á leið til Sauðárkróks. Ekki er Feyki kunnugt um skemmdir.
Meira

Meira spenntur fyrir þessu gamla góða / ÞORSTEINN RÓBERTS

Ungur maður er nefndur Þorsteinn Snær Róbertsson, fæddur 1994, og er frá sveitabýlinu Hvalshöfða í Hrútafirði. Hann er alinn upp á Reykjaskóla í Hrútafirði og fluttist síðar yfir á Hvalshöfða, sonur Hadísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Þorsteinn spilar á kassagítar og munnhörpu og segir það hafa verið sitt stærsta afrek á tónlistarsviðinu þegar hann spilaði nokkur kántrýlög sem hann hafði sett saman en með honum spiluðu bræður hans, Júlíus og Daníel...
Meira

Gæsaveiðimenn ánægðir með eftirlit lögreglunnar

Lögreglan á Norðurlandi vestra og Lögreglan á Suðurlandi hafa það sem af er sumri átt mjög gott samstarf um eftirlit á hálendinu en umdæmin ná saman. Hefur lögreglan m.a. sinnt eftirliti á Kjalvegi sem er afar fjölfarinn vegur og liggur um bæði umdæmin.
Meira

Um 300 sauðfjárbændur höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma

Í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 er sett skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.
Meira