Stelpurnar með sigur í fyrsta leik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.05.2019
kl. 22.25
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik í Incasso-deildinni þetta sumarið síðastliðinn föstudag. Þær héldu í víking suður í Hafnarfjörð þar sem þær spiluðu við lið Hauka á Ásvöllum. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimastúlkur 0-1 og eru því komnar af stað í stigasöfnun sumarsins.
Meira
