Fréttir

Stelpurnar með sigur í fyrsta leik

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik í Incasso-deildinni þetta sumarið síðastliðinn föstudag. Þær héldu í víking suður í Hafnarfjörð þar sem þær spiluðu við lið Hauka á Ásvöllum. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimastúlkur 0-1 og eru því komnar af stað í stigasöfnun sumarsins.
Meira

Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí.
Meira

Breiðhyltingar höfðu betur á Króknum

Karlalið Tindastóls spilaði annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR-ingum úr Breiðholti Reykvíkinga. Leikið var við ágætar aðstæður á gervigrasinu á Króknum, hitastigið kannski rétt ofan frostmarks en stillt. Ekki dugðu aðstæðurnar heimamönnum sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í gervigras. Gestirnir sigruðu 0-2 og hirtu því stigin sem í boði voru.
Meira

Mexíkanskt lasagna, sósa og salat

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson voru matgæðingar vikunnar í 18. tbl. Feykis 2017. Þá voru þau nýflutt frá Njarðvík til Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sáu ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ sögðu þau.
Meira

Litla samfélagið með stóra hjartað - Áskorandinn : Sara Diljá Hjálmarsdóttir Skagaströnd

Fyrir fjórum árum síðan tókum við hjónin þá ákvörðun að flytjast búferlum frá Stykkishólmi á Skagaströnd. Ákvörðunin var í sjálfu sér ekkert erfið, hér eru góð fiskimið fyrir manninn minn að sækja og ég sá fram á að geta fengið vinnu í skólanum á staðnum. Við settum húsið fyrir vestan á sölu og héldum norður í land með börnin okkar tvö.
Meira

Aukasýningar á Fylgd

Vegna glimrandi góðrar aðsóknar á leikritið Fylgd sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir þessa dagana hafa verið settar á aukasýningar í næstu viku. Fullt hefur verið á allar sýningar og uppselt í kvöld og á 10. sýningu sem er á sunnudaginn.
Meira

Tapað – fundið

Fyrir nokkru fannst silfurlitað MY LETRA hálsmen fyrir utan Landsbankann á Sauðárkróki og er í geymslu í afgreiðslu bankans. Eigandinn getur vitjað þess þar með því að upplýsa hvaða stafur er á framhlið mensins.
Meira

Jaka Brodnik genginn til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er í óðaönn að undirbúa úrvalsdeildarlið Tindastóls fyrir komandi vetur í körfunni. Nú fyrr í vikunni var tilkynnt um ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar sem þjálfara Tindastóls og nú í morgun sendi Kkd. Tindastóls frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Jaka Brodnik, Slóveninn sterki sem spilaði með Þór Þorlákshöfn síðastliðinn vetur, hafi einnig samið við Tindastól.
Meira

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum. Bakteríur sem bera þessi gen eru líklegri til að vera fjölónæmar.
Meira

Beint flug milli Akureyrar og Rotterdam

Nú hefur hollenska flugfélagið Transavia hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi. Ferðirnar sem um ræðir verða farnar í sumar og næsta vetur. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar og er flugið tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem býður upp á skipulögð ferðalög um Ísland frá Akureyri. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð Voigt Travel, þannig að segja má að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands.
Meira