Stólarnir nældu í gott stig á Ísafirði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.08.2018
kl. 18.39
Átjanda umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í dag. Stólarnir fengu það strembna verkefni að heimsækja Vestra á Ísafirði en lærisveinar Bjarna Jóh eru í toppbaráttu deildarinnar, enda með vel skipað lið en þar eru m.a. átta erlendir leikmenn. Þrátt fyrir að spila einum færri megnið af leiknum náðu Stólarnir í dýrmætt stig í fallbaráttunni en lokatölur voru 1-1.
Meira