Fréttir

Þrjú spennandi námskeið hjá Farskólanum

Á næstunni ætla stéttarfélögin Aldan, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki (SFR), Samstaða og Kjölur að bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjú skemmtileg og fræðandi námskeið sem haldin verða á þremur stöðum á Norðurlandi vestra; Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. Námskeiðin eru öllum opin en ókeypis fyrir félagsmenn þesssara félaga.
Meira

Sögu- og pizzukvöld á Sólgörðum í Fljótum

Sögu- og pizzukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 22. febrúar. Þetta er þriðja sögukvöldið sem haldið er á Sólgörðum í vetur. Að þessu sinni ætlar Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, kennari og frásögukona á Hofsósi, að segja magnaðar draugasögur úr Fljótum en eitthvað mun vera um magnaða drauga á þeim slóðum, s.s. Þorgeirsbola og Barðsgátt. Sagnastundin hefst kl. 19:30.
Meira

Varað við holum í vegum

Vegagerðin vekur athygli á því að nú er sá tími ársins samhliða tíðarfari sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að þegar þíða komi í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar séu aukist hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
Meira

Kynningarfundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 25. febrúar er boðað til kynningarfundar á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hann klukkan 20:00.
Meira

Öruggur sigur Stólanna í æfingaleik gegn Sköllum

Tindastóll og Skallagrímur mættust í laufléttum æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla strengina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á, ekki verið að fara á kostum að undanförnu. Borgnesinar eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði.
Meira

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Föstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.
Meira

Enn meira af Rabbi og Tón-lyst

Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Meira

Vilja ekki 20 metra há rafmagnsmöstur í garðinn sinn

Í Feyki, sem kom út í dag, er viðtal við Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttur sem býr í Saurbæ í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Sagafirði. Þar rekur hún áhyggjur sínar gagnvart fyrirhugaðri leið Blöndulínu 3 sem samkvæmt nýjustu uppdráttum liggur rétt við íbúðar- og útihús á jörðinni og nánast yfir Systrasel, frístundahús sem staðsett er skammt frá bænum. Hún vill að farið verði hægt í sakirnar með ákvörðun línulagnarinnar og vill að skoðað verði betur að leggja línuna í jörð.
Meira

Rabb-a-babb 173: Katharina

Nafn: Katharina Angela Schneider Árgangur: 1980. Hvernig slakarðu á? Í sundlauginni á Blönduósi, eflaust ein besta sundlaug landsins, ekki bara af því þar er alltaf heitt kaffi í boði. Við laugina, sko. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Þetta reddast“. Þurfti að læra allt um það þegar ég flutti til Íslands.
Meira

Félagsvist á Hofsósi á morgun

Þau leiðu mistök urðu við gerð Sjónhornsins, auglýsingabæklings Nýprents, að ein smáauglýsing gleymdist um félagsvist á Hofsósi en spilað verður á morgun fimmtudag.
Meira