Fréttir

Ungur Húnvetningur fékk verðlaun í ritlistarsamkeppni

Hersteinn Snorri Baldursson nemandi í leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi vestra hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasamband Íslands efndi til í tilefni af degi leikskólans sem haldinn var hátíðlegur þann 6. mars sl. Samkeppnin er liður í vitundavakningu sem Kennarasambandið hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara í haust. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess.
Meira

Opinn fundur Framsóknar í gær

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmenn Norðvesturskjördæmis, voru gestir Framsóknarfélags Skagafjarðar í gærkvöldi en boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Vel var mætt í salinn og sköpuðust fínar umræður um hin ýmsu málefni.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hofstorfan

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er lið Hofstorfunar. Liðið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Norðurland vestra í gær

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú á ferð um landið undir yfirskriftinni Á réttri leið og sannarlega má segja flokkurinn hafi verið á réttri leið í gær þar sem fundaherferðin hófst á Norðurlandi vestra. Fyrsti fundurinn var haldinn á Laugarbakka í Húnaþingi en seinna um daginn var rennt í Skagafjörðinn og haldinn fundur í Ljósheimum. Þess á milli var komið við á bæjarskrifstofunum á Blönduósi og í Spákonuhofi á Skagaströnd og púlsinn tekinn á atvinnulífi staðanna og bæjarbragnum almennt.
Meira

Útstöð Flugakademíu Keilis verður á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis mun á ný koma með kennsluflugvélar á Krókinn þar sem kennsla fer fram frá skólanum til framtíðar litið. Í nóvember síðastliðnum var gerð tilraun með verkefnið, sem tókst vel að sögn Arnbjörns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis, og í framhaldinu ákveðið að á Sauðárkróki verði ein af útstöðvum skólans.
Meira

Ekki tímabært að kjósa um sameiningu í haust

Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 4. febrúar sl. þar sem meðal annars var rætt um stöðu sameiningarferlisins og næstu skref. Niðurstaða fundarins var sú að ekki sé tímabært að kjósa um sameiningu í haust eins og rætt hafði verið áður en þess í stað stefnt að kosningum á síðari hluta kjörtímabilsins. þ.e. á árinu 2020 eða í síðasta lagi 2021. Verði sameining samþykkt muni ný sveitarstjórn taka við eftir almennar sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Þetta kemur fram í fundargerð sameiningarnefndar.
Meira

Steinar Óli fulltrúi Tindastóls á afmælismót JSÍ

Laugardaginn síðasta var haldið afmælismót Júdósambands Íslands (JSÍ) í yngri flokkum sem er fyrir iðkendur frá ellefu til tuttugu ára. Tindastóll var með þrjá keppendur skráða til leiks en einungis einn skilaði sér á keppnisstað. Á heimasíðu Tindastóls segir að þeir Þorgrímur Svavar Runólfsson, Steinar Óli Sigfússon og Veigar Þór Sigurðarson hafi allir verið skráðir til leiks en vegna slæmrar færðar um morguninn komumst þeir Þorgrímur Svavar og Veigar Þór ekki á mótið og urðu að sætta sig við að sitja heima.
Meira

Könnun á stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV stendur nú fyrir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæði samtakanna. Nefndin var skipuð á haustþingi SSNV í október og hefur það hlutverk að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Á vef SSNV segir að til þess að hægt sé að setja saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum þurfi að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar og greining á þáttum varðandi samgöngu- og innviðamál.
Meira

Meistaradeild KS - Þúfur

Annað liðið sem kynnt hefur verið til leiks í Meistaradeild KS er lið Þúfna. Það er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.
Meira

Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks vegna Sæluvikuverkefnis

Leikfélag Sauðárkróks ræðst í frumsamið verk Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar í Sæluviku sem ber heitið Fylgd. Í leikritinu er fjöldi nýrra laga og texta eftir skagfirska höfunda svo það má segja að sæluvikustykkið í ár verði heimafengið. Boðað hefur verið til fyrsta fundar í kvöld og allir áhugasamir hvattir til að mæta í nýja húsnæði félagsins að Borgarflöt 19.
Meira