Verkalýðsdagurinn er á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.04.2019
kl. 13.21
Verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er á morgun, 1. maí. Dagurinn á sér 130 ára sögu en það var á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 sem samþykkt var tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Lögðu þeir til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Meira
