Fréttir

Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í kynningarmyndbandi um söfn

Kvikmyndateymið MASH var á ferðinni í Skagafirði fyrir helgina þar sem það var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) en félagið hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn. Myndbandið, sem verður frumsýnt í haust, er annað myndbandið sem FÍSOS lætur gera og er sjálfstætt framhald af myndbandi sem birt var á Safnadeginum, 18. maí síðstliðinn. Yfirskrift myndbandanna er „Komdu á safn!“ Frá þessu er sagt á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Meira

Fjöldi gesta á Sveitasælu um helgina - Myndir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin sl. laugardag í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Fjöldi gesta lagði leið sína um svæðið og kynnti sér hvað Skagfirðingar hefðu upp á að bjóða.
Meira

Kári hirti öll stigin á föstudaginn

Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina.
Meira

Húnaþing vestra fagnar 20 árunum

Sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli á þessu ári. Því verður fagnað með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á dagskrá með ýmsum menningartengdum viðburðum dagana 24.-26. ágúst þar sem lögð er áhersla á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Meðal þesss sem í boði er má nefna harmonikudansleik í Ásbyrgi, nytjamarkað Gæranna, kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga, fótboltaleik og hestamannamót, tónleika, ljóðalestur, brekkustemningu í Kirkjuhvammi, sögugöngu um Borðeyri og margt fleira.
Meira

Pælingin - Áskorendapenninn Magnús Magnússon Húnaþingi vestra

Birta: Afi! Ég var pæla – er í lagi að pæla? Afi: Pæling er aldrei einskisnýt! Pæling heldur heilanum virkilega í gangi. Það hollt og gott að pæla um hið jarðbundna og vanafasta. En það er líka gott hugsa út fyrir það. Hugsa um endanleikann og óendanleikann. Ekki hugsa aðeins um vanaganginn. Hugsun og heili í vanagangi gengur aðeins í hægagangi.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Krúttlegt veitingahús á sjávarbakkanum

Ferðamenn sem leið eiga um Norðurland láta það gjarnan ógert að líta við á Skagaströnd. Það er þó ekki langur krókur, hvort sem um er að ræða vegalengdina frá þjóðvegi 1 á Blönduósi eða spottann frá afleggjaranum á Þverárfjallsveginum sem er ekki nema u.þ.b. 13 kílómetrar. Skagaströnd er lítill en fallegur bær sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars rekin veitingasala í litlu og afskaplega fallegu gömlu húsi sem ber nafnið Bjarmanes.
Meira

Stólastelpur komnar í 1. deildina

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls í fótbolta gerði góða ferð til Vopnafjarðar í gær er þær unnu Einherja í 2. deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti í Inkasso-deildinni næsta tímabil.
Meira

Biopol vaktar Víkur fyrir Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur frá árinu 2016 séð um vöktun á ströndum samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR en það er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest. Fyrirfram afmarkað svæði er tekið fyrir á hverri strönd og er tilgangurinn með vöktuninni að finna uppruna þess rusls sem safnast mest fyrir á svæðinu, meta magn þess yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja það af svæðinu.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Árskóla færð góð gjöf

Frá því segir á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki að skólinn hafi nýlega fengið góða heimsókn þegar nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks mættu þangað og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil af bestu gerð. Spilin eru gefin í tilefni af 20 ára afmæli Árskóla og eru þau sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin muni nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum segir á vef Árskóla þar sem Lionsmönnum er þökkuð höfðingleg gjöf.
Meira