Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í kynningarmyndbandi um söfn
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
20.08.2018
kl. 12.01
Kvikmyndateymið MASH var á ferðinni í Skagafirði fyrir helgina þar sem það var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) en félagið hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn. Myndbandið, sem verður frumsýnt í haust, er annað myndbandið sem FÍSOS lætur gera og er sjálfstætt framhald af myndbandi sem birt var á Safnadeginum, 18. maí síðstliðinn. Yfirskrift myndbandanna er „Komdu á safn!“ Frá þessu er sagt á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Meira