Fréttir

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

4000 íbúa markið handan við hornið í Skagafirði

Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru í dag 3.996, þannig að aðeins vantar fjóra íbúa til þess að sveitarfélagið nái tölunni fjögurþúsund. Um síðustu áramót voru íbúar sveitarfélagsins 3.944, þannig að þeim hefur fjölgað á árinu um samtals 52 og líklegt verður að teljast að íbúarnir verði fljótlega 4000. Sigfús Ingi Sigfússon nýráðinn sveitarstjóri greinir frá þessu í viðtali í þættinum Landsbyggðum á N4, sem tekinn var upp í gærmorgun.
Meira

Dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn

Dýpkunarskipið Galilei, sem skrásett er í Lúxemborg, er nú statt í Sauðárkrókshöfn þar sem það hóf í gær að dæla sandi af sjávarbotninum til að dýpka innsiglingu og snúningssvæði innan hafnarinnar.
Meira

Eitt núll fyrir Tindastól!

Það var gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Þar leiddu saman gæðinga sína lið Tindastóls og Hattar frá Egilsstöðum. Með sigri gátu Stólarnir rennt sér upp að hlið Hattar í deildinni en ósigur eða jafntefli hefði gert alvarlega stöðu enn erfiðari og því er óhætt að fullyrða að sigurmark Stefan Lamanna í uppbótartíma hafi heldur betur glatt Tindastólsmenn. Lokatölur voru 1-0.
Meira

Norðurlands Jakinn á Norðurlandi um helgina

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi um komandi helgi. Norðurlandsjakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt verður á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og við Mývatn.
Meira

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Nær úttektin til meira en 80 staða í landshlutanum. Verkefni þetta var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður því fram haldið á þessu ári og því næsta.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi leitar enn að erlendum ferðamanni

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í gær tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
Meira

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991.
Meira

Líney María Hjálmarsdóttir varð Fákameistari

Fákaflug, opið gæðingamót hestamannfélagsins Skagfirðings, var haldið á Sauðárkróki um helgina samhliða Sveitasælu. Riðin var sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig var boðið upp á C1, tölt,100m skeið og pollaflokk. Ný verðlaun voru veitt á mótinu, Hnokkabikarinn, og fylgdi nafnbótin Fákameistari þeim sem þau hlaut.
Meira