Fréttir

Upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 11. febrúar verður haldinn opinn upplýsingafundur vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna í Húnaþingi vestra. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst hann klukkan 17:00.
Meira

Íbúar Svf. Skagafjarðar orðnir 4001

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru komnir yfir 4000 manna múrinn eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár og fjölgaði í sveitarfélaginu um 11 manns eða um 0,3% frá 1. des 2018 til 1. feb. 2019. Eru Skagfirðingar því samtals orðnir 4203, 4001 í Svf. Skagafirði og 202 í Akrahreppi. Á Norðurlandi vestra búa nú samtals 7.228 íbúar og hefur fjölgað um einn á þessum tveimur mánuðum.
Meira

Framkvæmdastjóra Iceprótein og Protís sagt upp störfum

Dr. Hólmfríði Sveinsdóttur, sem stýrt hefur IceProtein og Protis á Sauðárkróki, hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra en fyrirtækin eru í eigu Fisk Seafood. Hluti af ýmsum skipulagsbreytingum sem gerðar hafa verið innan Fisk Seafood á undanförnum mánuðum, segir Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Nekt skal hulin!

Eins og kunnugt er hefur skapast mikil umræða í þjóðfélaginu undanfarið um listaverk Seðlabankans og þá umdeildu ákvörðun að fjarlægja málverk af berbrjósta konu af veggjum bankans. Margir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum.
Meira

Austfirðingur ársins býr á Sauðárkróki

Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurgluggans/Austurfréttar. Steinar, sem er uppalinn Norðfirðingur, gaf lögreglunni á Austurlandi fíkniefnaleitarhundinn Byl í fyrra. „Ástæðan fyrir gjöfinni er að ég hef miklar taugar austur. Þar eru mínar heimaslóðir og ég er alinn upp í lögreglunni þar,“ segir Steinar í viðtali við Austurfrétt. Kosið var á Austurfrétt á milli ellefu einstaklinga og hópa og varð Steinar hlutskarpastur eftir jafna og tvísýna kosningu.
Meira

Hundrað stig í hausinn í Röstinni

Tindastólsmenn spiluðu við lið Grindavíkur í gærkvöldi og þurftu að rífa sig upp eftir sálarsvekkjandi skell gegn KR í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Leikurinn var lifandi og fjörugur og leiddu Stólarnir lengstum en þeim tókst aldrei að hrista baráttuglaða gestgjafana af sér. Það voru síðan Grindvíkingar sem höfðu betur í fjórða leikhluta og lögðu lánlausa Stóla í Rastarparket. Lokatölur 100-96.
Meira

Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins völdu Guðjón Ragnarsson á Blönduósi sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2018, ásamt hundinum Tinna. Þeir Guðjón og Tinni gerðu fjölskyldu við Heiðarbraut á Blönduósi viðvart þegar eldur kom upp í hjólhýsi þeirra snemma morguns síðastliðið sumar og mátti teljast mildi að ekki fór verr en rúður sprungu í húsinu vegna hita frá eldinum og þá logaði um stund í þakskeggi bílskúrs hússins. Húni.is segir frá valinu á vef sínum.
Meira

Ljóni snapar sér nudd hjá albínóa

Hundurinn Ljóni og hryssan Gletta náðu ágætlega saman í hesthúsi einu á Sauðárkróki þegar Ljóni náði að snapa sér smá nudd hjá Glettu. „Hundurinn er mikill nautnaseggur og notar hvert tækifæri til að fá klór eða nudd,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, eigandi hans.
Meira

Krabbameinsfélagið fagnar samþykkt fyrstu íslensku krabbameinsáætlunarinnar

Í vikunni urðu stór tímamót þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að fyrsta íslenska krabbameinsáætlunin, sem gildir til ársins 2030, hefði verið samþykkt. Krabbameinsfélagið fagnar þessum mikilvægu tímamótum, en félagið hefur allt frá árinu 2010 beitt sér fyrir því að gerð yrði íslensk krabbameinsáætlun. Árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að hafin yrði vinna við áætlunina.
Meira