Fréttir

Deildarmyrkvi á laugardaginn

Á Stjörnufræðivefnum er sagt frá því að deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi, snemma morguns laugardaginn 11. ágúst.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Fiskréttir í fögru umhverfi

Ferðamenn sem aka um Húnavatnssýslurnar kvarta gjarnan yfir því að landslag sé þar tilbreytingarlaust og fátt að sjá og eiga margir það til að gefa hressilega í eins og hraðaksturstölur frá lögreglunni á svæðinu sýna. Þetta er þó ekki alls kostar rétt því Húnavatnssýslurnar geyma marga dýrgripi sem vert er að gefa sér tíma til að skoða nánar. Ein af þessum perlum er Vatnsnesið þar sem áhugaverðir staðir eru á hverju strái. Að vísu hefur Vatnsnesið verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna slæmra vega og það var því með hálfum huga sem blaðamaður Feykis lagði lykkju á leið sína í vikunni sem leið í því skyni að heimsækja veitingastaðinn Geitafell sem er staðsettur utarlega á nesinu vestanverðu, um 25 km utan við Hvammstanga.
Meira

Að meta árangur - Áskorandinn Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki

Einu sinni fyrir nokkuð löngu hitti ég Jón Hjörleifsson, vin minn út í búð. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Hann spurði mig alvarlegur í bragði: „Hefur þér tekist að kristna einhverja í dag?“ Eftir stutta umhugsun varð ég að viðurkenna að líklega hefði ég engan kristnað þann daginn. Þetta fannst okkur báðum fyndið, hlógum að slælegri frammistöðu og kvöddumst svo.
Meira

Óveðurskjúklingur og súkkulaðikaka með ganache kremi.

"Ég er nýkomin frá London þar sem ég var í Knightbrigde PME school of cake decorating. Þar útskrifaðist ég með diplomu í „Sugarpaste module.“ Þar sem áhugi minn liggur aðallega í kökuskreytingum vil ég bjóða uppá uppskrift að einföldu „sugarpaste“ sem hægt er að búa til heima og nota í skreytingar," sagði matgæðingur vikunnar, Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd, í 27. tölublaði Feykis árið 2013 sem bauð einnig upp á uppskrift að kjúklingarétti.
Meira

Dagsferð í Austur - Húnavatnssýslu

Blaðamaður Feykis hafði samband við upplýsingarmiðstöðvar á Norðurlandi vestra og fékk upplýsingar um skemmtilegar dagsferðir. Þórdís Rúnarsdóttir ferðamálafulltrúi og umsjónarmaður upplýsingamiðstöðvarinnar í Austur - Húnavatnssýslu leggur til eftirfarandi dagsferð:
Meira

Á ferð um Blönduós

Blaðamaður Feykis var á ferð um Blönduós nú í morgun. Þó nokkrar framkvæmdir eru í gangi á svæðinu, m.a. bygging gagnavers.
Meira

Melatún boðin út í lokuðu útboði

Eins og fjallað var um hér á Feyki þann 24. júlí sl. eru ekki fleiri lóðir til úthlutunar á Sauðárkróki og liggja fyrir umsóknir um lóðir hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa.
Meira

Ágætisveður á Norðurlandi um helgina

Íslendingar eru þekktir fyrir að elta veðrið en um helgina lítur allt út fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra ættu bara að halda sig heima. Veðurspáin fyrir Norðurland lítur vel, að minnsta kosti eins og staðan er núna.
Meira

Stærsta ferðhelgi ársins framundan

Versl­un­ar­manna­helg­in er ein af um­ferðarþyngstu helg­um árs­ins. Sem bet­ur fer hef­ur umferðin gengið ágæt­lega þá helgi und­an­far­in ár. Öll vilj­um við halda þeirri þróun áfram en til þess þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um. Mikilvægt er að huga að forvörnum sem tengjast umferðin á þessum tíma til að allt gangi eins vel og kostur er.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ hefst í dag í Þorlákshöfn. Þetta er í 21. skiptið sem mótið er haldið og hefur það verið haldið um verslunarmannahelgi ár hvert frá árinu 2002. Þátttakan er gríðarlega góð nú um helgina.
Meira