Fréttir

Hugleiðingar um venjur fólks - Áskorendapenninn Þórey Edda Elísdóttir Hvammstanga

Við fjölskyldan fluttumst á Hvammstanga haustið 2014 og hafði ég þá aldrei búið úti á landi áður. Sambýlismaður minn er frá Húnaþingi vestra en sjálf er ég uppalin í Hafnarfirði. Þegar ég var 21 árs gömul flutti ég til Malmö í Svíþjóð, bjó svo um stuttan tíma í Athens í Bandaríkjunum og síðan í Leverkusen í Þýskalandi í 4 ár. Hver staður hefur sín sérkenni og þykir mér vænt um þá alla. Á öllum stöðum hef ég lært marga nýja hluti og hafa þeir allir haft áhrif á það hver ég er í dag.
Meira

Stúlkurnar úr Grindavík sterkar í Síkinu

Lið Tindastóls og Grindavíkur mættust í dag í 1. deild kvenna og var spilað í Síkinu. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir reyndust sterkari aðilinn og unnu að lokum sannfærandi sigur, 69-84, þrátt fyrir að Stólastúlkur, með Tess Williams í sérflokki, ættu nokkur áhlaup í leiknum þar sem þær komust í seilingarfjarlægð frá gestunum.
Meira

Perla Ruth valin íþróttakona Umf. Selfoss

Frammistaða Perlu Ruthar Albertsdóttur, handknattleikskonu frá Eyjanesi í Hrútafirði, er glæsileg í boltanum en hún leikur með Umf. Selfoss og íslenska kvennalandsliðinu. Í gær var hún valin íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er það annað árið í röð sem hún hlýtur þann heiður. Þar með bætist enn einn íþróttamannstitillinn í safnið því um áramótin var hún valin íþróttamaður USVH árið 2018 og íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar.
Meira

Tindastóll semur aftur við P.J. Alawoya en King kveður

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að KKD Tindastóls hefur samið við leikmanninn P.J. Alawoya um að leika með liðinu út tímabilið. Þá er ljóst að bæði Urald King og Michael Ojo spiluðu í gærkvöldi sinn síðasta leik með liði Tindastóls.
Meira

Vegan núðlusúpa

Umsjónarmaður matarþáttar Feykis leitaði í smiðju Eldhússystra í þessum þætti sem birtist í 6. tbl. ársins 2017. Matur sem flokkast undir að vera vegan er mjög í tísku um þessar mundir. Reyndar er umsjónarmaður þessa þáttar meira fyrir súrmat en súrkál, ekki síst á þessum árstíma, og hefur ekki ennþá rekist í vegan þorramat. Hins vegar hefur heyrst að smákökur undir vörumerkinu Veganesti séu orðnar ákaflega vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem misskilja vörumerkið eilítið! Að þessu sinni leitum við enn á ný í smiðju eldhússystranna Rannveigar og Þorbjargar Snorradætra. Gefum þeim orðið:
Meira

Lét eitt gott spark vaða í óæðri enda mótherja síns - Liðið mitt Sunna Ingimundardóttir

Sunna Ingimundardóttir, tannlæknir og brottfluttur Króksari, er Púllari af lífi og sál. Nú býr hún í útjaðri Kópavogs, eins nálægt náttúrunni og hægt er að vera í borg óttans, eins og hún segir sjálf. Hún er bjartsýn á gengi Liverpool þetta tímabil, eins og margir aðrir Púllarar, og teluur að liðið fari alla leið. Sunna svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Hjörtu, lifur og lungu óskast

Góðu fréttirnar eru þær að það eru þrjár vikur í næsta leik. Vondu fréttirnar aftur á móti að lið Tindastóls átti engin svör gegn frábæru Stjörnuliði í Síkinu í kvöld. Það var pínlegt að horfa á þessi ósköp og lengi vel leit út fyrir að Stólarnir kæmust ekki yfir 50 stigin en eftir að bæði lið sendu varamenn sína inn á þá slaknaði á varnarleik gestanna. Lokatölur reyndust 58-79 og ekki hátt risið á Tindastólsmönnum innan sem utan vallar.
Meira

Sannleikurinn er sagna bestur

Að gefnu tilefni ætla ég að fjalla lítillega um rekstur Iceproteins ehf. og Protis ehf. síðustu árin, þ.e. frá 2013 til 2017, en ég hef ekki niðurstöðu ársins 2018. Á árinu 2012 eignaðist FISK-Seafood ehf. allt hlutafé í rannsóknar og þróunarfyrirtækinu Iceprotein. Starfsemin það ár var mjög takmörkuð vegna sérstakra aðstæðna. Í mars 2013 er dr. Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tók að sér það verkefni að byggja upp fyrirtækið að nýju og veita því forstöðu og hefur gegnt því starfi af miklum myndarskap allt fram að síðustu helgi.
Meira

Sjálfstæðisflokkurinn - Á réttri leið

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir. Boðað hefur verið til tveggja funda á Norðurlandi vestra nk. sunnudag auk þess sem farið verður í vinnustaðaheimsóknir á Skagaströnd.
Meira

Samningar vegna styrkja til fjarvinnslustöðva undirritaðir

Sl. þriðjudag undirritaði forstjóri Byggðastofnunar samninga um styrki til fjarvinnslustöðva í tengslum við byggðaáætlun 2018-2024. Undirritunin fór fram í fundarsal Byggðastofnunar og við það tækifæri kynntu styrkþegar þau verkefni sem styrk hlutu.
Meira