Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
14.08.2018
kl. 09.28
Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega á tólfta hundrað birkiplöntur til endurheimtar Brimnesskóga vestan við ána Kolku Skagafirði. Þar af voru 380 plöntur í tveggja lítra pottum og um 800 í fimmtán gata bökkum. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“.
Meira