Jafntefli á Hvammstangavelli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
31.07.2018
kl. 08.00
Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tók á móti liði Kríu á Hvammstangavelli á laugardaginn. Aðstæður voru ekki góðar en mígandi rigning og hávaðarok var þegar leikurinn hófst. Stuttu seinna hætti að rigna en vindurinn ákvað að ferðast aðeins hraðar. Fjöldi áhorfenda var á leiknum en óformleg talning gaf 90 áhorfendur.
Meira