Fréttir

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu og bókakynning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi

Höfundarnir Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, frá Æsustöðum og Sigurður Pétursson frá Merkjalæk, munu kynna nýútkomnar bækur sínar og lesa upp úr þeim í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Meira

Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu

ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira

Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Fyrirtækin í gamla bænum á Blönduósi ætla að bjóða gestum og gangandi að koma og eiga notalega vetrarstund laugardaginn 24. nóvember nk. frá kl: 12 – 16. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum:
Meira

Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.
Meira

Á Sauðarkrók vantar stærra hótel og meira að gera í bænum

Nemendur 8. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki afhentu fyrir skömmu Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, skjal sem innihélt niðurstöður vinnu þeirra úr heimabyggðarvali. Í valgreininni gerðu nemendur verkefni þar sem reynt var að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta. Það er ýmislegt sem krakkarnir komast að en meðal þess sem þeim þykir gott við Krókinn er hve íþróttaaðstaða er góð sem og hafnarsvæðið og góðir veiðistaðir.
Meira

Vefur um náttúru Skagafjarðar

Námsvefurinn Náttúra Skagafjarðar var opnaður formlega við hátíðlega athöfn í Háskólanum á Hólum á degi íslenskrar tungu. Það er Háskólinn á Hólum sem gefur vefinn út en höfundur hans er Sólrún Harðardóttir, kennari og námsefnishöfundur, og kynnti hún vefinn við athöfnina sem Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor, stýrði.
Meira

Íþróttamaður USVH 2018

Stjórn Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2018. Í samræmi við 1. grein reglugerðar um íþróttamann USVH er óskað eftir sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2018.
Meira

Verum snjöll - Verslum heima!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfum. Það er afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira