Fréttir

Fresta opnunarhátíð skíðasvæðisins í Tindastól

Það hefur ríkt sannkallað vetrarríki á landinu undanfarnar vikur með kulda og ofankomu svo ætla má að skíðasvæðið í Tindastóli færi að verða tilbúið að taka á móti gestum. Viggó Jónsson, staðarhaldari, dró samt seiminn er hann var spurður í gær hvort mikill snjór væri kominn á svæðið.
Meira

Febrúarmánuður verður rysjóttur

Þriðjudaginn 5. febrúar komu ellefu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar, til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og spá fyrir um veðrið í febrúar. Heldur meiri snjókoma var í janúar en klúbburinn hafði gert ráð fyrir en að öðru leyti voru fundarmenn nokkuð sáttir við hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Nýsköpunarmiðstöð dregur sig út úr rekstri Fab Lab á Sauðárkróki

Aðkoma Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Fab Lab smiðjunni á Sauðárkróki mun breytast næsta haust að því leyti að greiða ekki laun verkefnisstjóra eins og verið hefur frá stofnun smiðjunnar. Óvíst er hvað tekur við en vonast er til að ásættanleg lausn finnist í tíma. Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, verkefnisstjóri, segir í Feykisviðtali vikunnar að ákjósanlegasti kosturinn væri að samfélagið myndi sjá sér hag í því að hafa Fab Lab í þeirri mynd sem það er í dag og leggja í púkk þar sem margt smátt gerir eitt stórt.
Meira

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi

Önnur REKO afhendingin á Norðurlandi verður nk. fimmtudag og föstudag, 7. og 8. febrúar, á Blönduósi, Sauðárkróki og á Akureyri. REKO stendur fyrir milliliðalaus viðskipti milli framleiðenda og kaupenda og fara þau viðskipti fram í gegnum Facebook.
Meira

Vatnsveitur á lögbýlum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum. Á heimasíðu MAST kemur fram að umsóknum um stuðning skal skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars og verður umsóknarfrestur ekki framlengdur.
Meira

Upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna

Mánudaginn 11. febrúar verður haldinn opinn upplýsingafundur vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna í Húnaþingi vestra. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst hann klukkan 17:00.
Meira

Íbúar Svf. Skagafjarðar orðnir 4001

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru komnir yfir 4000 manna múrinn eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár og fjölgaði í sveitarfélaginu um 11 manns eða um 0,3% frá 1. des 2018 til 1. feb. 2019. Eru Skagfirðingar því samtals orðnir 4203, 4001 í Svf. Skagafirði og 202 í Akrahreppi. Á Norðurlandi vestra búa nú samtals 7.228 íbúar og hefur fjölgað um einn á þessum tveimur mánuðum.
Meira

Framkvæmdastjóra Iceprótein og Protís sagt upp störfum

Dr. Hólmfríði Sveinsdóttur, sem stýrt hefur IceProtein og Protis á Sauðárkróki, hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra en fyrirtækin eru í eigu Fisk Seafood. Hluti af ýmsum skipulagsbreytingum sem gerðar hafa verið innan Fisk Seafood á undanförnum mánuðum, segir Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum

Sunnudaginn 3. febrúar voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Ávörp fluttu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs. Skagfirski kammerkórinn söng tvö lög undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og fiðlu- og slagverkshópur flutti tvö lög undir stjórn Kristínar Höllu Bergsdóttur. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Nekt skal hulin!

Eins og kunnugt er hefur skapast mikil umræða í þjóðfélaginu undanfarið um listaverk Seðlabankans og þá umdeildu ákvörðun að fjarlægja málverk af berbrjósta konu af veggjum bankans. Margir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hverjum.
Meira