Reiknað með vonskuveðri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.11.2018
kl. 13.30
Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira