Fréttir

Kæru Skagfirðingar, kjósið heiðarleika

Nú er tækifæri til breytinga í Skagafirði. Of lengi hafa stjórnmálin snúist um skiptingu á völdum og greiðum milli manna. Ef þú klórar mér þá klóra ég þér hefur verið mottóið undanfarin tvö kjörtímabil og þar er enginn af forystumönnum hinna hefðbundnu flokka undanskilinn. Á öllum framboðslistum er að finna traust og gott fólk og margir þar vinir mínir og samstarfsfélagar en leiðtogar flestra flokkanna þurfa hvíld.
Meira

Varmahlíð – perla í héraði

Í aðdraganda kosninganna sem fram fara 26. maí nk. hafa framboðin haldið íbúafundi í Varmahlíð. Það hafa þeir gert áður, tekið samtalið við íbúa og haldið svo sína leið.
Meira

Úthlutað úr Sprotasjóði 2018

Nú á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði fyrir starfsárið 2018-2019 en sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Alls hlutu 38 verkefni styrki að þessu sinni og var heildarupphæð styrkjanna rúmlega 54 milljónir kr. Að þessu sinni voru áherslusvið sjóðsins þrjú, verklegt nám, vellíðan og menntun fyrir alla. Alls bárust 83 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 190 milljónir.
Meira

Fyrir fólkið í firðinum

Það er gott að búa í Skagafirði, fjölbreytt mannlíf, einstæð náttúra og sagan við hvert fótmál. Við eigum að gera samfélagið okkar þannig úr garði að hér sé umfram allt gott að lifa í hversdagsleikanum. Það gerum við með því að leggja áherslu á að grunnþjónustan sé góð og verðlagi á henni stillt í hóf. Margt er nú þegar gott, en ennþá má ýmislegt bæta.
Meira

Helgi Freyr ráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls

Helgi Freyr Margeirsson mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks Tindastóls í körfubolta næsta tímabil. Aðspurður sagðist hann ekki endilega vera hættur að spila og verði líklega spilandi aðstoðarþjálfari a.m.k. fyrst um sinn. „Ég ætla bara að sjá til. Ef ég get hjálpað liðinu eitthvað með því að leika einhverjar mínútur geri ég það. Annars kemur það allt í ljós næsta vetur,“ segir hann. Feykir henti nokkrum spurningum á Helga.
Meira

Fundur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi vestra

Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn í Eyvindarstofu á Blönduósi í síðustu viku. Það voru samstarfsvettvangur ferðamálafélaga á svæðinu og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem stóðu að viðburðinum.
Meira

Hvað var gert í dagvistunarmálum á kjörtímabilinu?

Í ljósi umræðunnar í aðdraganda kosninga þetta vorið mætti halda að ekkert hafi verið unnið að úrlausn dagvistunarmála í Sveitarfélaginu Skagafirði síðustu misserin. Það er þó fjarri sanni. Bráðabirgðalausnir hafa verið fundnar vegna húsnæðismála í leikskólunum á Hofsósi og í Varmahlíð og einnig þurfti að leysa bráðavanda á Sauðárkróki. En auðvitað þarf að gera betur og það er ætlun okkar sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar.
Meira

Norðurtak með lægsta boð í smábátahöfn á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar gengur að tilboði Norðurtaks á Sauðárkróki sem átti lægsta tilboð í gerð smábátahafnar á Skagaströnd. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 59.337.300.-.
Meira

Skagfirsk menning og fræði í öndvegi

Þau ánægjulegu tímamót urðu í tengslum við setningu atvinnulífssýningar fyrir um hálfum mánuði síðan að mennta- og menningarmálaráðherra og formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Meira

Skóflustunga tekin að gagnaveri við Blönduós

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að gagnaveri sem rísa mun við Svínvetningabraut á Blönduósi og á að hýsa starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borelias Data Center eh. Það voru fjórir vasklegir menn sem munduðu skóflurnar, þeir Arnar Þór Sævarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttisráðherra, Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar.
Meira