Fréttir

Verðandi sveitarstjórnarfólk

Nú er ljóst að allnokkrar mannabreytingar verða í komandi sveitarstjórn Skagafjarðar. Allir þeir sem þar gefa kost á sér eiga þakkir skyldar fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og sýna þann áhuga og vilja sem þarf til að stjórna okkar ágæta samfélagi. Kröfur íbúa eru mismunandi eftir aldri og búsetu og rísa þar hæst samkvæmt venju atvinnu og skólamál. En miklu fleira skapar gott samfélag og þar eru fjölbreytileiki þess, félagsvitund og metnaður fyrir heimabyggðinni mikilvægir þættir.
Meira

Fjölgun starfa hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga í gær sem annast umsýslu Fæðingarorlofssjóðs. Við það tækifæri undirrituðu hann og Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar samstarfsyfirlýsingu þar sem kemur fram að tvö stöðugildi munu bætast við skrifstofuna á staðnum.
Meira

Öflug grunnþjónusta fyrir fjölskyldufólk í Skagafirði

Í sveitarfélaginu okkar, Skagafirði, hefur ríkt óviðunandi ástand undanfarin ár í dagvistunar- og leikskólamálum og staðan einfaldlega verið sú að foreldrar koma börnum sínum ekki að vegna plássleysis og manneklu. Vandamálið nær allt niður í störf dagforeldra sem hefur reynst erfitt að manna og upp á leikskólastig þar sem börn komast jafnvel ekki að fyrr en um rúmlega 2 ára aldur.
Meira

Kuldi í kortunum

Nú fer í hönd sú helgi sem oft er talað um sem fyrstu ferðahelgi sumarsins. Þrátt fyrir að með breyttum tímum séu flestar helgar orðnar miklar ferðahelgar eru óneitanlega fleiri sem hugsa sér til hreyfings þær helgar sem eru lengri en gengur og gerist. Þá er ekki úr vegi að minna fólk á að fara varlega í umferðinni og að best er heilum vagni heim að aka.
Meira

H-eldri borgarar: mikilvægi góðrar heimaþjónustu

Þjóðin er að eldast og hópur eldri borgara fer sífellt stækkandi. Þó hefur hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða ekki fjölgað í takt við það síðustu ár. Töluvert hátt hlutfall eldri borgara er því tilneytt til að búa í eigin húsnæði mun lengur en þau hafa getu til sökum aldurs eða veikinda.
Meira

Vg og óháð opna kosningaskrifstofu

Í dag klukkan 16:30 munu VÓ (Vg og óháð Skagafirði) opna kosningaskrifstofu sína að Aðalgötu 20b (gamla Þreksport). Við lofum fjöri, góðum félagaskap og uppbyggilegum umræðum.
Meira

Gagnrýnin snýst eingöngu um verklag

Sveitarstjóri svaraði greinarkorni mínu um um breytingar á fjölskyldusviði og mannaráðningar á vegum sveitarfélagsins síðastliðinn mánudag. Þar segir hún mig ýja að því að starfsfólk sveitarfélagsins sé ekki hæft til að sinna sínum störfum. Það þarf talsverðan vilja til að skilja greinina á þennan veg. Þar er bent á að tilfærslur starfmanna án þess að auglýsa stöður og breytingar á skipuriti fjölskyldusviðs án þess að leggja fyrir fræðslunefnd eða byggðarráð, samræmast ekki góðum starfsháttum.
Meira

Ádrepa eða ekki ádrepa frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Svar hefur borist frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi kæru Sigurjóns Þórðarsonar, varafulltrúa Skagafjarðarlistans þar sem óskað var eftir aðkomu þess vegna ólögmætrar stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sigurjón segir á Facebooksíðu sinni að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi fengið ádrepu frá ráðuneytinu. Meirihlutinn ekki sammála þeirri túlkun.
Meira

Húnavatnshreppur ræður Verus til ráðgjafar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. maí sl. að ráða ráðgjafarfyrirtækið Verus til að veita ráðgjöf vegna framtíðaruppbyggingar á Þrístöpum sem ferðamannastað. Er það gert með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins.
Meira

Ótrúlegur undirlægjuháttur sveitarstjórnar Skagafjarðar gagnvart Landsneti

Það hefur ekki farið hátt en nú hefur meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar, skipaður B og D lista, ákveðið að festa Blöndulínu 3, sem 220 kV háspennuloftlínu í sessi í aðalskipulagi Skagafjarðar, með áætluðum 3 km jarðstrengsstubb þó. Flutningsgeta þessa fyrirhugaða stóriðjumannvirkis, sem hvergi á að tengjast í Skagafirði, er um 500 MW (megawött).
Meira