Fréttir

Sala á heimaslátruðu lambakjöti kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi 30 september sl. Um svokallaða örslátrun var að ræða og til þess gerð að vekja athygli á þeim möguleika að bændur gætu slátrað heima á löglegan hátt.
Meira

Að vera fjölburaforeldri - Áskorandapenni Stefanía Sigurðardóttir Sauðárkróki

Inga María skoraði á mig að taka við pennanum og eins og öllum áskorunum í lífinu þá tek ég henni. Mér finnst það viðeigandi að skrifa um mína stærstu áskorun hingað til, að verða fjölburaforeldri!
Meira

Þórdís Kolbrún og Vilhjálmur í Skagafirði á sunnudag

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, verða gestir í morgunverðarkaffi hjá sjálfstæðismönnum í Skagafirði á morgun, sunnudaginn 18. nóvember.
Meira

Veisla í Mathúsi Garðabæjar höllinni

Tindastólsmenn buðu stuðningsmönnum sínum upp á létta veislu í Mathús Garðabæjar höllinni í gærkvöldi. Þar mættust þau tvö lið sem spáð hafði verið tveimur efstu sætunum fyrir tímabilið, Stjarnan og Tindastóll, og er skemmst frá því að segja að Stólarnir tættu forréttinn í sig og Garðbæingar voru aldrei nálægt því að komast með tærnar þar sem Tindastólsmenn höfðu hælana við þetta hlaðborð. Eins og góðum gestum sæmir þá gáfu Stjólarnir heimamönnum nokkra bita af eftirréttinum þannig að lokatölurnar voru ekki verulega meiðandi, 69–78 fyrir Tindastól, sem situr nú í efsta sæti Dominos-deildarinnar ásamt Keflvíkingum og Njarðvíkingum.
Meira

Steiktur fiskur í karrý og fleira góðgæti

„Róbert Kristjánsson og Þórlaug Svava Arnardóttir heitum við og búum við á Þórshamri á Skagaströnd. Við störfum bæði á Olís, Róbert sem verslunarstjóri og Þórlaug sem vaktstjóri. við eigum fjögur börn, Emblu, Kristján Örn, Rebekku Heiðu og Viktor, á aldrinum tveggja ára til tuttugu ára og eitt barnabarn, Ívar, sem er eins árs." sögðu matgæðingar 33. tölublaðs ársins 2013 en uppskriftirnar sögðu þau vera í lágkolvetna-lífstíl (LKL) þar sem þau fylgdu þeim lífstíl.
Meira

Frumtamningar - Kristinn Hugason

Því sem svo hnyttilega er lýst í vísunni hér að ofan er jú inntak tamningar og þjálfunar hrossa, þ.e. að þeim fari fram jafnt og þétt og henti að tamningunni lokinni í þau verkefni sem þeim eru ætluð. Kynbætur hafa hliðstætt inntak, að rækta gripi sem taka vel tamningu og hafa til að bera stærð, fegurð og myndarskap auk eðlisgróinna kosta. Ekki er nokkur vafi á að ræktuninni hefur fleygt svo fram síðustu áratugina að líkja má við byltingu en mikilvægi tamningarinnar er þó alltaf samt. Ekki er þó ætlunin í þessum pistli að rita um kynbótastarfsemi eða tamningar sem slíkar, heldur datt mér í hug að bera lítilega saman frumtamningar fyrr og nú.
Meira

Eiríkur Rögnvaldsson fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent í dag, á degi íslenskrar tungu, í menningarmiðstöðinni Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Skagfirðingnum Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emerítus, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2018.
Meira

Fundað með samgönguráðherra um vegamál á Vatnsnesi

Rúmlega 80 manns sóttu íbúafund um vegamál á Vatnsnesi sem haldinn var á Hótel Hvítserk sl. miðvikudagskvöld. Til fundarins mætti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og fór yfir hugsanlega möguleika í stöðunni ásamt heimamönnum.
Meira

Ekki láta áramótabrennur brenna inni

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi en samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit tekur leyfisveitingin a.m.k. 5 vikur. Ástæðan er sú að það ber að auglýsa eftir athugasemdum í fjórar vikur og taka síðan saman greinargerð um útgáfuferil starfsleyfisins.
Meira

120 milljónir í verkefnastyrki til að efla byggðir landsins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. M.a. fara 20 milljónir í innviðauppbyggingu vegna gagnavers á Blönduósi árið 2018 og 25 milljónir á ári næstu þrjú ár á eftir.
Meira