Fréttir

Sveitarstjórn Skagastrandar markar sér stefnu í úrgangsmálum

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar, sl. miðvikudag, var tekin fyrir tillaga að stefnu sveitarstjórnar í úrgangsmálum. Lögð er aukin áhersla á endurnýtingu og endurvinnslu í takt við vilja íbúafundar þann 15. nóvember sl. Í stefnumörkun sem samþykkt var á fundinum segir m.a.:
Meira

Heppnir lestrarhestar

Jólasveinalestur er skemmtilegt verkefni fyrir börn í 1.-7. bekk sem Menntamálastofnun, Félag fagfólks á skólasöfnum, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimili og skóli og KrakkaRÚV stóðu fyrir í vetur með það að markmiði að stuðla að yndislestri í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestrarmenningu almennt. Tíu heppnir þátttakendur fengu svo bókavinning.
Meira

Kristofer Acox beðinn afsökunar á ummælum sem féllu í leik Tindastóls og KR

Stjórn KKD Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í gærkvöldi (fimmtudag) í Síkinu á Sauðárkróki. „Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Helsúrt þorrablót í Síkinu

Það var hart barist í Síkinu í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR kíktu í heimsókn. Eftir sigur í Njarðvík voru stuðningsmenn Stólanna bjartsýnir fyrir leikinn. Eftir slæma byrjun spiluðu Stólarnir glimrandi körfubolta í 15 mínútur en létu eiginlega þar við sitja því gestirnir höfðu völdin lengstum í síðari hálfleik, jöfnuðu í blálokin og sigruðu síðan í framlengingu. Þetta var helsúr ósigur og ekki var það að kæta Síkisbúa að það var kóngurinn (því miður ekki Urald) sem kom, sá og sigraði. Jón Arnór er því miður bara til í einu eintaki. Lokatölur 88-91.
Meira

Mikilvægt að tilkynna strax séu hross á vegi

Vátryggingafélag Íslands vill vekja athygli á því að undanfarna mánuði hefur slysum þar sem ekið hefur verið á hross fjölgað nokkuð. Slíkum slysum hefur reyndar farið fækkandi undanfarin ár en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting á. Hvetur VÍS ökumenn til að nota háu ljósin sé enginn bíll fyrir framan og að tilkynna strax til Neyðarlínunnar ef hross eru sjáanleg utan girðingar.
Meira

Vilja virkja samfélagið betur í aðkomu að Húnavöku

Menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd Blönduósbæjar kom saman til fundar sl. þriðjudag. Gestur fundarins var Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem séð hefur um framkvæmd Húnavöku undanfarin ár. Á fundinum tilkynnti Kristín formlega að hún hygðist ekki taka að sé umsjón með hátíðinni í ár og þakkaði nefndin henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku en hún þykir hafa staðið sig með prýði.
Meira

Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum

Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira

Greiddu 12 milljónir með sjúkraflutningum á síðasta ári

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sagt upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara. Byggðarráð samþykkti uppsögnina með tölvupóstum fyrir 31. desember 2018 en á síðasta sveitarstjórnarfundi kom fram að sveitarfélagið sé reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings.
Meira

Murr verður með Stólunum í sumar

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.
Meira

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn til Brunavarna A-Húnavatnssýslu

Stjórn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019. Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp tíu ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu, eða frá árinu 2009, en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSu á árinu 2015.
Meira