Fréttir

Stólarnir eins og létt ídýfa fyrir Þróttara í Vogunum

Lið Tindastóls spilaði í gær þriðja leik sinn í 2. deildinni í sumar og var þá leikið við Þrótt úr Vogunum á Vogabæjarvelli og reyndust Stólarnir varla meira en létt Vogaídýfa fyrir heimamenn. Þeir náðu forystunni strax í byrjun og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Þátttakan var geysigóð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga en úrslit voru kynnt á setningu Sæluviku sem fram fór um mánaðamótin síðustu. Eftirfarandi pistill var fluttur þar af því tilefni.
Meira

Brúðuleikhúsið Handbendi í leikferð um Ísland og Pólland

Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endurvakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.”
Meira

Mannbjörg varð er trilla sökk á Skagafirði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í gærkvöldi neyðarkall frá bát í vanda á Skagafirði. Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að báturinn hafði farið á hliðina. Samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Gæslunnar voru tveir menn um borð í bátnum og varð þeim báðum bjargað.
Meira

Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi á Norðurlandi vestra

Um þessar mundir eru tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi og koma við á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkrók. „Við byrjuðum á Akranesi, Grundarfirði, Búðardal, Hólmavík, Bíldudal, Þingeyri og núna í kvöld erum við á Bolungarvík,“ segir Jogvan.
Meira

Björgvin farinn í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms segir frá því á heimasíðu sinni að bræðurnir Björgvin og Bergþór Ríkharðssynir munu leika með liðinu í Domino´s deildinni næsta vetur. Björgvin hefur leikið með Tindastól tvö síðustu tímabil við góðan orðstír.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að gagnaveri í næstu viku

Loksins er komið að því að skóflustunga verður tekin að byggingu gagnavers við Svínvetningabraut á Blönduósi. Það er íslenska hýsingarfyrirtækið Borealis Data Center sem ráðgerir að reisa tvö hús á lóðinni á þessu ári en áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Meira

Verðandi sveitarstjórnarfólk

Nú er ljóst að allnokkrar mannabreytingar verða í komandi sveitarstjórn Skagafjarðar. Allir þeir sem þar gefa kost á sér eiga þakkir skyldar fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og sýna þann áhuga og vilja sem þarf til að stjórna okkar ágæta samfélagi. Kröfur íbúa eru mismunandi eftir aldri og búsetu og rísa þar hæst samkvæmt venju atvinnu og skólamál. En miklu fleira skapar gott samfélag og þar eru fjölbreytileiki þess, félagsvitund og metnaður fyrir heimabyggðinni mikilvægir þættir.
Meira

Fjölgun starfa hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga í gær sem annast umsýslu Fæðingarorlofssjóðs. Við það tækifæri undirrituðu hann og Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar samstarfsyfirlýsingu þar sem kemur fram að tvö stöðugildi munu bætast við skrifstofuna á staðnum.
Meira