Austfirðingur ársins býr á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
04.02.2019
kl. 11.26
Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi á Sauðárkróki, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurgluggans/Austurfréttar. Steinar, sem er uppalinn Norðfirðingur, gaf lögreglunni á Austurlandi fíkniefnaleitarhundinn Byl í fyrra. „Ástæðan fyrir gjöfinni er að ég hef miklar taugar austur. Þar eru mínar heimaslóðir og ég er alinn upp í lögreglunni þar,“ segir Steinar í viðtali við Austurfrétt. Kosið var á Austurfrétt á milli ellefu einstaklinga og hópa og varð Steinar hlutskarpastur eftir jafna og tvísýna kosningu.
Meira
