Fréttir

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Matvælastofnun vekur athygli á heimasíðu sinni að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til og með 2. desember 2018. Umráðamenn hrossa, sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.
Meira

Frítekjumark eflir smábátaútgerð

Það er ánægjulegt að samstaða náðist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með verulega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra útgerðarfyrirtækja sem margar hverjar eru burðarásar í sínum byggðarlögum. Leggjum við til að frítekjumarkið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu 6 m.kr. sem þýðir að hámarksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2.4 m.kr. en er í dag um 1.5 m.kr. þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að 6 m.kr.
Meira

Erindi um hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða

Á morgun, miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 13:00, flytur Davíð Arnar Stefánsson, verkefnisstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, erindi í Háskólanum á Hólum. Erindið nefnist Aukin fagþekking við hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða og er það hluti af fyrirlestrarröð Vísinda og grauts við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fyrirlesturinn er opinn öllum.
Meira

Fögnum saman 100 ára fullveldi!

Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira

Enn golfað á Króknum

Veðrið hefur leikið við hvert andlit á Norðurlandi undanfarið og notuðu golfarar á Sauðárkróki sér blíðuna í gær og brugðu sér í hádegisgolf á Hlíðarendavelli. Þar var 8 gráðu hiti og stafalogn.
Meira

Margir fá hærri hitaveitureikninga en öllu jafna

Um miðjan október sl. var lesið af öllum hitaveitumælum notenda Skagafjarðarveitna í Skagafirði og var sá álestur notaður til uppgjörs á um tólf mánaða tímabili, frá miðjum október 2017 til miðs október 2018. Notendur hafa því fengið raunnotkun sína leiðrétta fyrir þetta tímabil og eiga ýmist inneign eða eru í skuld.
Meira

Stefnt á að byggja um 50 nýjar íbúðir

Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er nú á Blönduósi og helst það í hendur við hraða íbúafjölgun síðustu mánuðina. Rætt var við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra á Blönduósi, i kvöldfréttum RÚV í gær um þann viðsnúning sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu.
Meira

Nýja holan á Reykjum stelur vatni frá veitunni

Byrjað var á framkvæmd á borun vinnsluholu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði sl. fimmtudag en jarðborinn Trölli hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Á fundi veituráðs í morgun kom fram að borun hafi gengið vel og fljótlega komið niður á mjög heitt vatn.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsnæði Byggðastofnunar

Síðast liðinn föstudag tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins, sem er jarðvinna en á allra næstu vikum verður bygging hússins boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.
Meira

Húnavatnshreppi hugnast ekki Húnavallaleið

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tók fyrir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. bréf frá Samgöngufélaginu, dagsett 23. október 2018 og varðaði ábendingar í samgöngumálum. Bréfið var lagt fram til kynningar og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi:
Meira