Golfkennsla á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
28.05.2018
kl. 09.48
Golfkennarinn þekkti, John Garner sem heimsótti golfklúbbana á Blönduósi og Sauðárkróki í fyrra og kenndi íþróttina, er nú væntanlegur aftur á Blönduós þar sem hann mun bjóða upp á kennslu í golfi fyrir börn frá 10 ára aldri. Fyrsti kennsludagur verður sunnudagurinn 3. júní en í framhaldi af því kemur hann á þriggja vikna fresti. Æfingatímar með leiðbeinanda verða tvisvar í viku. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga kostar 7.500 krónur. Fyrsti tíminn er ókeypis og geta allir sem áhuga hafa komið og prófað. Golfklúbburinn i lánar kylfur.
Meira