Fréttir

Golfkennsla á Blönduósi

Golfkennarinn þekkti, John Garner sem heimsótti golfklúbbana á Blönduósi og Sauðárkróki í fyrra og kenndi íþróttina, er nú væntanlegur aftur á Blönduós þar sem hann mun bjóða upp á kennslu í golfi fyrir börn frá 10 ára aldri. Fyrsti kennsludagur verður sunnudagurinn 3. júní en í framhaldi af því kemur hann á þriggja vikna fresti. Æfingatímar með leiðbeinanda verða tvisvar í viku. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga kostar 7.500 krónur. Fyrsti tíminn er ókeypis og geta allir sem áhuga hafa komið og prófað. Golfklúbburinn i lánar kylfur.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó fór fram á Sauðárkróki á kjördag

Meira

Rangt talið í Skagafirði

Við yfirferð yfirkjörstjórnar í dag kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í samlagningu atkvæða í gærkvöldi, þannig að 10 atkvæðum var bætt við L-lista Byggðalistans og heildarfjölda greiddra atkvæða. Þessi mistök breyta engu um lokaniðurstöðu kosninganna og kjörna fulltrúa, segir í tilkynningu frá yfirkjörstjórn í Skagafirði.
Meira

Taka vikulega sýni til að meta magn örplasts

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd hefur allt frá árinu 2012 fylgst með eðlis- og líffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd yfir vor- og sumarmánuðina. Tekin hafa verið sýni vikulega í því skyni að mæla hitastig og seltu sjávar á mismunandi dýpi og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Þá hafa einnig verið tekin sérstök sýni tilað fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Sérstakur starfsmaður var þjálfaður í upphafi til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi.
Meira

Víðir hafði betur í garði Tindastóls

Karlalið Tindastóls lék fjórða leik sinn í 2. deildinni í sumar í gærdag við frekar blautar aðstæður. Leikið var á Sauðárkróksvelli sem er nú enn ekki kominn í sína fagurgrænu fegurð heilt yfir. Það var lið Víðis í Garði sem heimsótti Stólana og líkt og í fyrri leikjum sumarsins fóru Stólarnir halloka. Lokatölur 1-3 fyrir Víði.
Meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra

Nú er rykið farið að setjast eftir spennandi sveitarstjórnarkosningar og fólk víða farið að spá í spilin með framhaldið. Sumstaðar náðu framboð hreinum meirihluta eins og í Húnaþingi, Blönduósi og Skagaströnd en í Húnavatnshreppi og í Skagafirði þurfa menn að setjast niður og ræða samstarf. Í Akrahreppi og Skagabyggð var óhlutbundin kosning.
Meira

Fyrstu göngurnar - Áskorendapenninn Ásmundur Óskar Einarsson Grænuhlíð

Ég fór í mínar fyrstu göngur á Auðkúluheiði árið 1998, seinni göngur, sem farnar eru eftir réttir til að smala því fé sem eftir hefur orðið eftir fyrri göngur. Við fórum saman við pabbi heitinn en hann hafði ekki farið í mörg ár og langaði til að líta á heiðina aftur.
Meira

87 nemendur brautskráðust frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 25. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 87 nemendur frá skólanum að þessu sinni en í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979.
Meira

Kosið á fjórtán stöðum á Norðurlandi vestra

Í dag ganga landsmenn að kjörborði og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Valmöguleikarnir eru mismargir, allt frá einum sem þá telst sjálfkjörinn upp í meters langan lista með 16 framboðum líkt og gerist í höfuðborginni okkar. Í landinu er 71 sveitarfélag og eru um 248 þúsund manns á kjörskrá.
Meira

Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins

„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Meira