Afmælishátíð fullveldisins í Varmahlíðarskóla
feykir.is
Skagafjörður
14.11.2018
kl. 13.48
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til afmælishátíðar í Varmahlíðarskóla á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember milli kl. 13:00 og 15:30 undir yfirskriftinni Fullveldi – frelsi – lýðræði – hvað er nú það? Þar munu nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi leitast við í stuttum leikþáttum að skyggnast aftur í tímann en einnig verður horft til framtíðar með hugtökin fullveldi, frelsi og lýðræði að leiðarljósi.
Meira