Vilko hefur vinnslu og pökkun fyrir Ölgerðina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.11.2018
kl. 13.29
Nýlega undirrituðu Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, og Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, samning um vinnslu og pökkun á nokkrum vörutegundum fyrir Ölgerðina. Verkefni þessi munu skapa ný framtíðarstörf há Vilko og nýta þann vélakost sem Vilko hefur fjárfest í undanfarin ár að því er segir á Facebooksíðu Vilko og er hér um mjög jákvætt skref að ræða fyrir fyrirtækið.
Meira