Ný útgáfa af íslenskum vegabréfum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.01.2019
kl. 08.48
Framleiðsla nýrra vegabréfa hefst hjá Þjóðskrá Íslands á morgun 1. febrúar en samkvæmt tilkynningu halda eldri vegabréf gildi sínu þar til þau renna út. Handhafar þeirra þurfa því ekki að sækja um ný fyrr en eldri vegabréf eru runnin út. Ný útgáfa vegabréfa hefur verið í undirbúningi síðan 2015. Stofnkostnaður er um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands.
Meira
