Norðurland vestra lenti í 3. sæti á Kjördæmamóti Bridgesambandsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.05.2018
kl. 15.00
Kjördæmamót Bridgesambands Íslands var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi í boði Bridgefélags Sauðárkróks. Þátttakendur voru um 160 manns, bæði Íslendingar og Færeyingar. Mótið er landshlutakeppni þar sem gamla kjördæmaskipanin afmarkar liðssveitirnar. Lið Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari með 496,38 stig en fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig. Gestgjafarnir á Norðurlandi vestra enduðu í því þriðja með 383,12 stig.
Meira