Fréttir

Norðurland vestra lenti í 3. sæti á Kjördæmamóti Bridgesambandsins

Kjördæmamót Bridgesambands Íslands var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi í boði Bridgefélags Sauðárkróks. Þátttakendur voru um 160 manns, bæði Íslendingar og Færeyingar. Mótið er landshlutakeppni þar sem gamla kjördæmaskipanin afmarkar liðssveitirnar. Lið Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari með 496,38 stig en fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig. Gestgjafarnir á Norðurlandi vestra enduðu í því þriðja með 383,12 stig.
Meira

Skólasamfélagið Skagafjörður

Sveitarfélagið Skagafjörður ber heitið skólasamfélag með rentu því það er eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem státar af því að hafa öll skólastigin innan sinna marka, frá leikskóla og upp í háskóla. Auk hefðbundinna skólastiga starfar hér einnig öflugur Farskóli – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, sem veitir íbúum aðgang að námskeiðum af ýmsu tagi en er einnig miðstöð fólks sem stundar háskólanám í fjarnámi. Við erum stolt af því að kalla okkur skólasamfélag því fátt er dýrmætara hverjum einstaklingi en það að þroska hæfileika sína með menntun við hæfi.
Meira

Hvar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði og kynna sér kjörskrá?

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. er nú hafin fyrir nokkru og hægt er að greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Meira

Stytting vinnuvikunnar hjá sveitarfélaginu Skagafirði

Íslendingar eru þekktir fyrir langa vinnudaga og um leið langan vistunartíma barna. Við Skagfirðingar erum þar engin undantekning. Löngum hefur það verið talin dyggð að vera vinnusamur. En raunin er sú að álagstengd veikindi geta fylgt mikilli vinnu. Vinnutengt stress getur leitt til verri svefns sem svo getur orsakað verri samskipti á vinnustöðum. Tími fyrir fjölskylduna, tómstundir eða hreyfingu verður minni á löngum vinnudögum og getur það leitt til þunglyndis og kvíða.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Fimmtudagana 17. maí og 24. maí 2018 verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018.
Meira

Fyrsti sameiginlegi framboðsfundurinn í Skagafirði í kvöld

Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí verða alls þrír og hefst sá fyrsti í kvöld á Sauðárkróki. Fulltrúar flokkanna verða með framsögur og síðan verða leyfðar fyrirspurnir úr sal.
Meira

Ég er íbúi í Skagafirði

Það er svo margt sem ég elska við Skagafjörð, við eigum magnaðar náttúruperlur sem við erum svo heppin að fá að njóta á hverjum degi, við eigum stórkostlegt mannlíf og afar mörg virk starfandi félagssamtök. Við getum verið afar stolt af allri uppbyggingunni sem á sér stað í Skagafirði í íþrótta og tómstundastarfi. Við eigum endalaust af glæsilegum viðburðum og glæsilegu fólki sem er tilbúið að gefa tíma sinn og vinnu í óeigingjarnt starf fyrir samfélagið sitt, hvort sem það er í þágu menningar, íþrótta, einstaklinga, fjölskyldu eða sérstaks málefnis. Samfélagið okkar hefur þá sérstöðu að vera umhugað um hvert annað, þá sérstöðu þurfum við að passa upp á.
Meira

Vinnuskólalaun hækka í Skagafirði

Lagðar voru fram tvær tillögur um hækkun launa í Vinnuskóla Svf. Skagafjarðar á fundi félags- og tómstundanefndar í gær eftir að ábendingar bárust um að tímakaup í skólanum væri lægra en almennt gerist í sveitarfélögum landsins. Annars vegar kom tillaga um 15% hækkun og hins vegar um krónutöluhækkun. Áður hafði nefndin ákveðið að hækka laun um 3% frá árinu á undan og vísaði m.a. til uppfærðrar launatöflu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Íþróttasamfélagið Skagafjörður

Ég vil byrja á því að þakka íbúum Skagafjarðar fyrir stuðninginn við okkur strákana í Tindastól á nýliðnu tímabili. Það er ekki sjálfgefið að fólk hafi áhuga á því sem maður fæst við og ekki hægt annað en að vera auðmjúkur yfir stuðningnum og áhuganum sem við höfum fundið fyrir í vetur og í vor.
Meira

Vinnuskóli og sláttuhópur í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-17 ára ungmenni og hefst hann miðvikudaginn 6. júní nk. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að verkbækistöð verði í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga en mögulega verði starfsstöð á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár.
Meira