Fréttir

Rætt um skólaþróun og upplýsingatækni á UTís á Sauðárkróki

Þriðja UTís, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi, var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi en viðburðurinn er ætlaður kennurum og skólafólki af öllu landinu. Alls tóku 126 aðilar þátt og að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar, skipuleggjanda viðburðarins, voru að auki 170 á biðlista.
Meira

Vilja Húnavallaleið og Vindheimaleið á samgönguáætlun

Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings við að tvær hugmyndir Vegagerðarinnar frá árinu 2010 um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra verði teknar upp í samgönguáætlun. Leiðirnar sem um ræðir eru annars vegar Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Fjallað er um málið á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

Auglýst eftir vitnum

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er sagt frá því að skemmdarverk hafi verið unnin á ljósastaurum sem standa meðfram Sauðá á Sauðárkróki en þar voru fimm staurar skemmdir. Lýsir lögreglan eftir vitnum að skemmdarverkunum og biður hvern þann er kann að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Tekið er fram að farið verður með nöfn upplýsingaaðila sem trúnaðarmál sé þess óskað.
Meira

NFNV frumsýnir söngleikinn Grease á morgun

Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir nk.föstudag hinn sívinsæla söngleik Grease í leikstjórn Péturs Guðjónssonar. Með aðalhlutverk fara þau Róbert Smári Gunnarsson, sem leikur Danny Zuko og Valdís Valbjörnsdóttir sem leikur Sandy.
Meira

Íbúafundur með samgönguráðherra í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:00, er boðað til íbúafundar á Hótel Hvítserk í Vesturhópi vegna slæms ástands Vatnsnesvegar. Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mætir á fundinn.
Meira

Langar þig að vera óstöðvandi?

Farskólinn á Norðurlandi vestra leitar nú þátttakenda í námskeið sem er öllum opið og ber heitið Langar þig að vera óstöðvandi? Áhugavert er að stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.
Meira

Rabb-a-babb 170: Freyr Rögnvalds

Nafn: Freyr Rögnvaldsson. Búseta: Bý í Vesturbæ Reykjavíkur. Starf: Síðasta rúman áratug hef ég starfað við blaðamennsku á ýmsum miðlum, þar á meðal 24 stundum, Bændablaðinu og Eyjunni. Í dag er ég blaðamaður á Stundinni. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég dró á eftir mér gulan bangsa hvert sem ég fór þegar ég var smákrakki. Hann hét hinu virðulega nafni Guli bangsi, ekkert verið að flækja hlutina þar. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Aroni Einari Gunnarssyni. Svo Axel Kárasyni.
Meira

Afmælishátíð fullveldisins í Varmahlíðarskóla

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til afmælishátíðar í Varmahlíðarskóla á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember milli kl. 13:00 og 15:30 undir yfirskriftinni Fullveldi – frelsi – lýðræði – hvað er nú það? Þar munu nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi leitast við í stuttum leikþáttum að skyggnast aftur í tímann en einnig verður horft til framtíðar með hugtökin fullveldi, frelsi og lýðræði að leiðarljósi.
Meira

Bílvelta í Skagafirði

Bíll fór út af veginum í Skagafirði, skammt frá bænum Réttarholti í Blönduhlíð, laust upp úr klukkan átta í gærkvöldi,. Fjórir voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla.
Meira

Skoða Alexandersflugvöll sem mögulega útstöð flugkennslu

Skagfirðingar hafa óneitanlega orðið varir við aukna flugumferð á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki undanfarna daga þar sem litlar flugvélar taka á loft og lenda í sífellu. Þarna er um kennsluvélar að ræða frá Flugskólanum Keili en verið er að kanna aðstæður með hugsanlega útstöð skólans í Skagafirði í framtíðinni.
Meira