Fréttir

Umhverfisvæn orka eða hvað?

Nýtingarflokkur eða verndarflokkur Umhverfismál og orkunýting er mikið til umfjöllunar þessi dægrin enda er um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir þjóðina í aðsteðjandi orkuskiptum. Ein er sú tegund orku sem við gefum hins vegar of lítinn gaum og það er starfsorkan, ekki síst sú nýting sem snýr að öryrkjum og eldri kynslóðinni. Hér getum við virkjað betur, virkjunarkostirnir eru margir og góðir hringinn í kringum landið og allir eru þeir umhverfisvænir. Svo líkingamálinu sé haldið áfram, þá má einnig spyrja sig hvort þessir hópar séu í nýtingarflokki eða verndunarflokki stjórnvalda. Fulltrúar bæði eldri borgara og öryrkja láta að því liggja í ræðu og riti að stjórnvöld hunsi hagsmuni þeirra og setji þá í raun í einhvers konar afgangsflokk. Þar megi hvorki með góðu móti afla sér tekna eða spara fé í banka án þess að grófar skerðingar komi til og ávinningur verði að engu.
Meira

Hvað finnst ykkur um þetta?

Þrátt fyrir að afgreiðslutími Flokku, endurvinnslumóttökustöðvarinnar á Sauðárkróki, sé rúmur hvern dag gerist það ansi oft, sérstaklega um helgar, að rusl er skilið eftir fyrir utan girðinguna hjá fyrirtækinu. Er það gert utan opnunartíma.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 2. sæti

Um nýliðna helgi fór fram fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga 2018-19, í Rimaskóla, í Reykjavík og sendi Skákfélag Sauðárkróks sveit til keppni í 3. deild. Fyrsta umferð fór fram á föstudagskvöldið og mætti skagfirska sveitin B sveit Vinaskákfélagsins og vann 5-1.
Meira

Neyðarkallinn seldist vel á Króknum

Salan á Neyðarkallinum fór fram um helgina 1.-3. nóvember og gekk vel og vill Skagfirðingasveit, björgunarsveitin á Sauðárkróki, koma þökkum á framfæri fyrir góðar móttökur sem sölufólk fékk hjá fyrirtækjum og íbúum við kaup á neyðarkallinum í ár.
Meira

Samband A-Húnvetnskra kvenna heldur skemmtikvöld

Í tilefni 90 ára afmælis SAHK, Sambands Austur Húnvetnskra Kvenna, ætlar sambandið að standa fyrir skemmtikvöldi fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allur ágóði mun renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi til kaupa á baðlyftu en hún kostar um 1,2 milljónir kr.
Meira

Sina Scholz er knapi ársins hjá Skagfirðingi

Árshátíð og uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldin laugardaginn 3. nóvember í Melsgili í fyrrum Staðarhreppi. Margir voru sæmdir verðlaunum fyrir góðan árangur á keppnisvellinum og félagi ársins var valinn í fyrsta sinn. Veislustjóri kvöldsins var Ingimar Ingimarsson á Ytra- Skörðugili.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Botnastaðir í Svartárdal

Þess er getið til í Safni t. s. Ísl. IV., að rjetta nafnið sje Botta- og það sje stytting úr Bótólfsnafni. Tilgáta þessi hefir verið tekin upp í Árbók Fornl.fjel. 1923, sem sennileg, og gefur það mjer ástæðu til að taka þetta nafn með nú. Nafnið er þannig ritað í elztu skjölum: Auðunarbók (frá 1318) Botta-; Auðunarmáldagi er endurritaður 1360 - Jónsmáldagi - og þá er ritað Botna-. 1394 er máldagabókin ennþá afrituð og aukin og þá er einnig ritað Botna- (DI. II. 472, DI. III. 158, DI. III. 545). Í kaupbrjefi frá 1528: Botnastaðir (DI. IX. 454); Á. M. (um 1700): Botta, en bætir við þeirri athugasemd, að alment sje kallað Botna-. J. B. 1696: Botna- og Ný. Jb. báðar Botna-.
Meira

Tómatsúpa með pasta og bananabrauð

„Þar sem við fjölskyldan erum frekar upptekin við vinnu, skólagöngu, hestamennsku og fótbolta veljum við okkur yfirleitt eitthvað fljótlegt í matinn. Við sendum hér tvo rétti sem eru vinsælir á okkar borðum,“ sögðu þau Kristín Jóna Sigurðardóttir og Valur Valsson á Blönduósi, sem voru matgæðingar Feykis í 43. tbl. 2016. „Um helgar á húsfreyjan það til að baka eitthvað með kaffinu. Vinsælast hjá heimilisfólkinu eru pönnukökur og þetta fljótlega bananabrauð.“
Meira

Máttur þjóðsagna - Áskorandinn Bylgja Guðrún Brynjólfsdóttir Brandsstöðum

Hvað hugsar þú fyrst þegar þú heyrir orðið „þjóðsögur“? Álfar og huldufólk? Óvættir? Góður boðskapur? Það sem ég hugsa þegar ég heyri orðið er: „Þjóðarstolt“. Við Íslendingar erum snillingar í því að segja og semja þjóðsögur og við eigum risastórt safn af alls konar frásögnum og skáldskap, hvort sem það eru ljóðrænar frásagnir, draumkenndar eða göldrum glæddar - og svo lengi mætti telja.
Meira

Áfram unnið að útfærslu viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra hefur nú unnið með tillögu VA arkitekta en hún var valin var eftir samanburðartillögukeppni um viðbyggingu við skólann og er henni jafnframt ætlað að hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Meira