Fréttir

Heilsueflandi samfélag - vellíðan fyrir alla

Góð heilsa er gulli betri. Heilsa snýst um líkamlega, andlega og félagslega vellíðan og þegar samfélag leggur heilsu og líðan íbúa til grundvallar í heildarstefnumótun er hægt að tala um heilsueflandi samfélag.
Meira

Er Skuldahlutfall mikilvæg tala?

Umræður hafa verið í gangi um skuldir sveitarfélagsins Skagafjarðar að undanförnu og hafa þær umræður snúist um krónutölur skulda en ekki getu sveitarfélagsins til að standa undir þessum skuldum eða tilurð þeirra. Skuldahlutfall er einmitt mælikvarði á getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum sínum og það gerir okkar sveitarfélag mjög vel og má benda á, því til staðfestingar, að í skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaganna frá 2017 segir um sveitarfélagið Skagafjörð: „Lítil skuldsetning og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu“.
Meira

230 stelpur af öllu Norðurlandi kynna sér tækninám og tæknistörf á Stelpum og tækni

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sækja vinnustofur í HA og heimsækja tæknifyrirtæki á Akureyri í dag. Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.
Meira

Skagafjörður til framtíðar – gerum gott samfélag enn betra

Þar sem yfirstandandi kjörtímabil er senn á enda, er vert að staldra við og horfa yfir farinn veg. Mikill uppgangur hefur átt sér stað í íslensku samfélagi og er Skagafjörður engin undantekning frá því. Atvinnulíf hefur blómstrað, mikil uppbygging hefur verið í firðinum og íbúðarhúsnæði hafa risið upp úr moldinni sem aldrei fyrr – lífið hefur verið svo sannarlega gott í Skagafirði.
Meira

Aukasýningar á Einn koss enn

Vegna góðrar aðsóknar hefur Leikfélag Sauðárkróks bætt við nokkrum aukasýningum á leikritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Sýningarnar hafa fengið mjög góða dóma áhorfenda og alltaf mikil stemning í salnum.
Meira

Skellur í Mosfellsbænum

Tindastóll lék annan leik sinn í 2. deildinni þetta sumarið sl. laugardag. Að þessu sinni var leikið við lið Aftureldingar í Mosfellsbænum og þurftu strákarnir að þola stóran skell, fengu á sig sjö mörk, en hafa nú leikið við tvö af sterkustu liðum deildarinnar í upphafi móts á útivelli.
Meira

Í FÍNU FORMI á Hvammstanga á morgun

Kór eldri borgara á Akureyri “Í FÍNU FORMI” heldur tónleika í Félagsheimili Hvammstanga á morgun, þriðjud.15. maí kl. 17:00. Söngstjóri er Petra Björk Pálsdóttir, meðleikari Valmar Valjaots og einsöngvari Þór Sigurðsson. Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir, segir í tilkynningu frá kórnum.
Meira

Ráðið í stöðu forstöðumanns hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi

Á heimasíðu Þekkingarsetursins á Blönduósi segir frá því að Elsa Arnardóttir hafi verið ráðin forstöðumaður setursins frá og með 1. maí 2018. Var hún valin úr hópi fimm umsækjenda um stöðuna sem auglýst var í byrjun ársins.
Meira

Skipurit Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Það gætir einhvers misskilnings í aðdraganda kosninga um breytt verklag á fjölskyldusviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Álfhildur Leifsdóttir, starfsmaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og frambjóðandi á lista Vinstri grænna og óháðra, ritar grein sem birt er í fréttablaðinu Feyki. Þar fer hún yfir hvernig þessi tíðindi bárust henni og fullyrðir ranglega að stöður hjá sveitarfélaginu séu almennt ekki auglýstar. Sem sveitarstjóri og þar með æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins tel ég mig knúna til að leiðrétta þennan misskilning.
Meira

Bókartitlarnir um 8000 talsins

Örn Þórarinsson, 67 ára bóndi á Ökrum í Fljótum, er innfæddur Fljótamaður og hefur búið á Ökrum frá níu ára aldri. Ásamt búskapnum rekur Örn fornbókaverslun sem hann hefur starfrækt frá árinu 2008 og hefur umfang starfseminnar farið vaxandi ár frá ári og selur hann bækur um allt land, bæði til þeirra sem kaupa bók og bók á stangli en þó mest til safnara. Kveikjan að fornbókaversluninni var sú að Örn fór að huga að einhverju til að hafa fyrir stafni á efri árunum og hvað er þá betra en að sameina atvinnu og áhugamál? Örn svaraði spurningum í þættinum Bók-haldið í 7. tbl. Feykis 2017
Meira