Fréttir

Hvað hefur verið gert á síðasta kjörtímabili - Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta!

Eins og aðrir flokkar fór Sjálfstæðisflokkurinn af stað í kosningabaráttu fyrir fjórum árum og er nú vert að skoða hvað hefur tekist og hvað ekki.
Meira

Átta ár frá því að Dreifarinn komst í fréttirnar

Margt hefur verið brallað á Feyki.is frá því að vefurinn dúkkaði upp haustið 2008. Til að mynda var strax ákveðið að vera með pínu djók þar sem spilað væri með lesendur vefsins og kallaðist sá þáttur Dreifarinn – að öllum líkindum með vísan í Dreifbýlisliðið. Búnar voru til platfréttir, oft í stuttu viðtalsformi, sem forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur gefið nafnið Fake News. Dreifurum var fyrst laumað inn á milli frétta á Feykir.is og átti fólk stundum erfitt með að átta sig á að hér væri um grín að ræða, enda er góð lygasaga stundum of góð til að trúa henni ekki.
Meira

Helgi Freyr með körfuboltanámskeið á Blönduósi

Helgi Freyr Margeirsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls, ætlar ekki að sitja auðum höndum fram að næsta tímabili því hann er að setja upp körfuboltanámskeið á Blönduósi laugardaginn 26. maí næstkomandi fyrir 12-16 ára krakka frá klukkan 11-14. Námskeiðið er sérstaklega miðað að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga.
Meira

Ég treysti Bjarna best

Snemma í vor kom mér nokkuð á óvart þegar Bjarni Jónsson, oddviti Vg og óháðra, bauð mér að vera á framboðslista með sér. Vissulega höfðum við þá nýverið staðið þétt saman um áframhaldandi uppbyggingu Byggðasafns Skagfirðinga og gegn því að safnið yrði sett á hrakhóla með óábyrgri leyndarsamningagerð núverandi meirihluta við einkahlutafélagið Sýndarveruleika ehf.
Meira

Útbjuggu túristatröppur í sjúkrahúsbrekkuna

Í brekkunni austan sjúkrahússins á Sauðárkróki hefur verið komið fyrir tröppum sem vakið hafa athygli þeirra er um hana fara. Var þeim komið fyrir þar sem brattast er í tröðinni sem myndast hefur og mikið notuð af gangandi fólki sem um göngubrúna fara.
Meira

Val þitt skiptir máli

Laugardaginn 26. maí fara fram sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í flestum sveitarfélögum eru framboðslistar að kynna sín kosningamál og áherslur fyrir næstu fjögur ár. Í því samhengi er nauðsynlegt að huga að því að meta fyrir hvað þessi framboð standa, hver eru þeirra gildi og sýn á samfélagið sitt. Á hverju byggja stefnuskrár framboðanna sem liggja til grundvallar þeirra framtíðarsýn á sitt samfélag.
Meira

Skemmtileg ferð til Danmerkur - Skólaferðalag 10. bekkjar Árskóla

Þann 14. maí fór 10. bekkur Árskóla í sitt árlega skólaferðalag til Danmerkur. Við lögðum snemma af stað og keyrðum suður til Keflavíkur og þaðan beinustu leið til Danmerkur. Frá flugvellinum keyrðum við í vinaskóla okkar, Højelse skole, og hittum 8. bekk þar og var okkur skipt niður í gistihópa því við gistum á heimilum þeirra.
Meira

Öflugt og vel skipulagt íþróttastarf í Sveitarfélaginu öllu

Góð heilsa er eitt það dýrmætasta sem við eigum og því er mikilvægt að við leggjum okkur fram um að viðhalda henni eins og kostur er. Mataræði er grunnur að góðri heilsu og þar sem börn í nútíma samfélagi verja bróðurpartinum af deginum í leik- eða grunnskólum, er sérstaklega mikilvægt að slíkar stofnanir bjóði upp á hollan og staðgóðan mat (þótt það sé ekki lagaleg skylda sveitarfélaga).
Meira

Vel mætt á framboðsfundi í Skagafirði

Vel var mætt á alla þrjá framboðsfundi sem haldnir voru í Skagafirði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Fimmtudaginn 17. maí var fyrsti fundurinn haldinn á Sauðárkróki og hinir tveir sl. mánudag á Hofsósi og Varmahlíð. Áskell Heiðar Ásgeirsson stjórnaði fundunum af mikilli röggsemi og var hann ánægður með mætingu og málefnalega umræðu. Feykir hafði samband við Heiðar og forvitnaðist um fundina.
Meira

Ungt fólk í Skagafirði – Hvað skiptir okkur máli

Í Sveitarfélaginu Skagafirði býr margt ungt fólk með mismunandi áhugasvið. Mitt áhugasvið liggur helst inn á svið íþrótta- og félagslífs. Sjálfur spila ég knattspyrnu með meistaraflokk Tindastóls en ég hef æft knattspyrnu frá fimm ára aldri. Á líðandi skólaári hef ég setið í stjórn nemendafélags FNV og tekið virkan þátt í öllu því félagslífi sem fram fer í skólanum og utan hans.
Meira