Fréttir

Sigur gegn Borgnesingum í fyrsta æfingaleik haustsins

Körfuknattleikslið Tindastóls lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi keppnistímabil á Hvammstanga í gær. Mótherjarnir voru lið Skallagríms en þeir Borgnesingar komust í vor á nýjan leik upp í Dominos-deildina og hafa verið að styrkja sig að undanförnu líkt og önnur lið. Þeir áttu þó ekki roð í lið Tindastóls að þessu sinni en Stólarnir unnu góðan sigur, lokatölur 91-66.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Axel tekur sér frí frá körfuboltanum

Það voru einhverjir sem spáðu því eftir að Körfu-Stólarnir versluðu nokkra lipra leikmenn í vor að það væri næsta víst að nú færi Íslandsmeistaratitillinn norður á Krók að ári. Eitthvað sló á bjartsýnina þegar Sigtryggur Arnar gekk úr skaftinu og í lið Grindavíkur en Stólarnir nældu í staðinn í Dino Butorac. Sá orðrómur að Axel Kára hyggðist taka sér pásu frá körfuboltanum hefur hins vegar valdið mörgum stuðningsmanni Stóla áhyggjum og nú í vikunni staðfesti Axel, í viðtali við Vísi.is, að hann yrði ekki með Stólunum í vetur.
Meira

Skýrsla um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna skýrslu um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Var hún unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri en vinnsla hennar var áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017.
Meira

Húnavatnshreppur opnar nýja heimasíðu

Húnavatnshreppur hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.hunavatnshreppur.is. Í samtali við Húna.is segir Einar K. Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, að markmiðið með nýjum vef sé að bæta aðgengi fyrir íbúa Húnavatnhrepps og aðra þá sem þurfa að leita eftir upplýsingum um starfsemi sveitarfélagins. Einnig sé verið að stuðla að auknum rafrænum samskiptum, t.d. varðandi umsóknir um styrki og fleira og vonast Einar til þess að íbúagátt muni líta dagslins ljós á vefnum á næstu misserum.
Meira

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Níu nöfn bættust við hóp umsækjendua um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd sem auglýst var að nýju í ágúst. Umsóknarfrestur rann út þann 27. ágúst og hefur sveitarstjórn unnið að því undanfarið að ræða við valda einstaklinga úr hópnum.
Meira

Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.
Meira

Þarf heilt þorp til að ala upp barn

Kæru foreldrar barna í yngri flokkum Tindastóls. Að eiga barn í yngri flokkum er ábyrgðarhlutverk. Með því að skrá barn í yngri flokka skuldbindur maður sig til þess að taka þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Flestir líta á þá skuldbindingu sem gleðiefni enda fátt meira gefandi en að eyða tíma í börnin sín. Um leið vil ég auðvitað taka fram að ég geri mér grein fyrir að við höfum misjafnlega mikinn tíma og tækifæri til þess að eyða með börnum okkar.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ - hæglætis veður áfram út mánuðinn

Þriðjudaginn 4. september komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í septembermánuði. Fundurinn hófst kl. 13:10 og voru fundarmenn níu talsins. Farið var yfir sumarmánuðina og veðurfar þessa mánuði sem veðurklúbburinn var í frí frá spádómi og fundum – þó svo alltaf spái menn í veðrið.
Meira

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík

Unnin hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík en Sveitarfélagið Skagabyggð fékk á árinu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna vinnu við deiliskipulag og hönnun til uppbyggingar göngustíga en staðurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem um svæðið fara.
Meira