Fréttir

Gjöf sem gefur áfram

Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki lét hanna, prenta og troðfylla fallega jólakassa af dýrindis gotteríi frá sælgætisgerðinni Freyju og ætlar að selja hér og þar fyrir jólin en aðallega þó í gegnum Facebook. Fyrirtæki bæjarins hafa lagt verkefninu lið með því að kaupa auglýsingar á kassann og er þeim þakkaður stuðningurinn.
Meira

Brunavarnir A-Hún, auglýsa starf slökkviliðsstjóra

Brunavarnir A-Hún., leitar að slökkviliðsstjóra og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar. Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru m.a. rekstur slökkviliðs, menntun og æfingar slökkviliðsmanna, ásamt eldvarnareftirliti sveitarfélaganna og öðru því er snýr að rekstri slökkviliðs A-Hún. Um er að ræða hlutastarf, samkvæmt nánara samkomulagi 60% (-100%) og verður leitast við að finna starf á móti, sem fellur að starfskyldum slökkviliðsstjóra, samhliða ráðningunni, ef við á.
Meira

Skemmtiferðaskip væntanlegt til Sauðárkróks 2020

Nýverið barst Sauðárkrókshöfn fyrsta bókunin um skemmtiferðskip til Sauðárkróks og er áætlað að það komi 6. júlí 2020. Skipið ber nafnið Seabourn Quest og er 200 metrar að lengd, 32.477 brt og ristir 6,5 metra.
Meira

Ferðamönnum á Skagaströnd hefur fjölgað mikið

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur látið vinna samantekt um ferðamenn á Skagaströnd árin 2004-2017 og hefur hún verið birt á vef sveitarfélagsins. Skýrsluhöfundur er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónstunnar ehf.
Meira

„Ég vil bara heyra eitthvað brjálað stuð“ / GEIRMUNDUR VALTÝS

Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur...
Meira

Reiknað með vonskuveðri

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira

Nemandi Varmahlíðarskóla hlaut verðlaun í myndakeppni Forvarnardagsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti sl. sunnudag verðlaun í myndakeppni Forvarnardagsins. Verðlaunin hlutu þau Jóhanna Inga Elfarsdóttir, Leó Einarsson og Magnús Bjarki Jónsson. Jóhanna er nemandi við Seljaskóla í Reykjavík, Magnús í Álftamýrarskóla - Háaleitisskóla og Leó er í Varmahlíðarskóla.
Meira

Húnaklúbburinn tekur þátt í alþjóðlegri vinnustofu

Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra. Það er Jessica Faustini Aquino, starfsmaður Selasetursins, sem leiðir verkefnið. Klúbburinn hefur verið starfandi í 2 ár við góðar undirtektir.
Meira

Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, undirrituðu sl. mánudag samning sín á milli um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi. Rannsóknin hefur það meginmarkmið að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum að því er greint er frá á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Sjálfsafgreiðslukassi kominn í Skagafirðingabúð

Settur hefur verið upp sjálfsafgreiðslukassi í Skagfirðingabúð sem vonir standa til að létti á afgreiðslu á mestu annatímum. Að sögn Árna Kristinssonar, verslunarstjóra, myndast t.d. oft miklar raðir við kassana í hádeginu og ætti sjálfsafgreiðslan þá að vera kærkomin. Afgreiðslukassinn er ekki flókinn að sögn Árna, þar sem hann er myndrænn og talar til viðskiptavinarins og leiðir í gegnum ferlið.
Meira