Fréttir

Mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu og kennslu fyrir textílnemendur

Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi kemur fram að mikil eftirspurn er eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir textílnemendur í Kvennaskólanum á Blönduósi en eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðustu árin hefur verið uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla.
Meira

Thelma ráðin verkefnastjóri Landsmótsins

Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins sem fram fer á Sauðárkróki í sumar. Á heimasíðu UMFÍ kemur fram að Thelma sé með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Marymount University í Virginíu í Bandaríkjunum. Einnig er hún á heimavelli þar sem hún býr á Sauðárkróki.
Meira

Hver er munurinn á safni, setri og sýningu og fyrir hvað stendur Byggðasafn Skagfirðinga?

Í ljósi frétta um sýndarveruleikasafn, -setur eða -sýningu á Sauðárkróki, eftir því hvaða fjölmiðill hefur fjallað um þann veruleika, er ekki úr vegi að útskýra hver munurinn á þessu þrennu er. Sömuleiðis langar mig til að benda á hvaða áhrif uppsetning og rekstur sýndarveruleikasafns, -seturs eða -sýningu á Aðalgötu 21 a-b mun hafa á Byggðasafn Skagfirðinga. Ef Byggðasafnið missir húsnæðið sem það átti að fara inn í, af því að búið er að selja Minjahúsið þar sem safnið hefur haft safngeymslu, rannsóknaraðstöðu, skrifstofur og sýningar, mun það þrengja mjög að starfsemi þess. Í framhaldi er mér ljúft og skylt að útskýra fyrir hvað Byggðasafn Skagfirðinga stendur.
Meira

Glanni glæpur – Síðasta sýning í dag

Leikhópur 10. bekkjar Árskóla ákvað að fá Glanna glæp til að mæta einu sinni enn í Bifröst í dag en hann hefur rækilega slegið í gegn að undanförnu. Sem sagt aukasýning í dag, mánudag 19. mars, kl.17:00.
Meira

Gísli Einars fer yfir málin – Annáll frá Króksblóti

Á Króksblótinu fyrr í vetur skautaði sjónvarpsmaðurinn, og tengdasonur Skagafjarðar, yfir það helsta sem hægt er að minnast á frá liðnu ári ásamt öðrum málum sem vert er að rifja upp í annál. Þar sem örlítil þoka er farin að leggjast yfir minni fólks frá Króksblóti er alveg tilvalið að rifja pistilinn hér upp.
Meira

Samkeppni um fullveldispeysu

Textílsetur Íslands efnir til hönnunarsamkeppni þar sem hanna skal peysu með þemanu 100 ára fullveldi Íslands í tilefni þess að á þessu ári er öld liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Samkeppnin er haldin í tengslum við Prjónagleði 2018 sem verður á Blönduósi dagana 8.-10. júní í sumar.
Meira

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Meira

Veitt viðurkenning fyrir skyndihjálparafrek

Í tengslum við aðalfund Rauða krossins í Skagafirði í síðustu viku var Pétri Erni Jóhannssyni veitt sérstök viðurkenning frá Rauða krossinum vegna skyndihjálparafreks hans á síðasta hausti þegar hann veitti vinnufélaga sínum, Richard Zarikov, fyrstu hjálp þegar hann fór í hjartastopp.
Meira

Bleikjuterrína, engiferfyllt önd og páskaterta

„Það er nú ekki komin hefð í matargerð hjá okkur hjónaleysunum (nema þá kannski grilluð samloka með osti) enda einungis þrír mánuðir síðan við fórum að búa sjálf. Við erum því ekki enn búin að finna okkar sameiginlega uppáhaldsmat en við ætlum að gefa lesendum færi á að eiga jafn girnilega páska og við ætlum að eiga. Hvern þessara rétta hefur betri helmingurinn einungis gert einu sinni á ævinni, með margra ára milli bili, en með miklum ágætum þó,“ sagði Heiða Haralds. í 10. tbl Feykis 2016 en hún og Böðvar Friðriksson voru þá matgæðingar vikunnar og buðu upp á uppskriftir að herlegum veisluréttum fyrir páskamatseðilinn en nú styttist í að fólk fari að huga að honum.
Meira

Að þora að taka skrefið

Áskorandi María Eymundsdóttir Sauðárkróki og Huldulandi Eitt af hlutverkum manneskjunnar er að finna sinn stað í lífinu þar sem henni líður sem best. Snýr það að búsetu og ekki síður hvernig manneskja maður vill ver(ð)a og hvað á að gera. Það er ekki eitthvað verkefni sem klárast á einu kvöldi eða degi heldur lýtur stöðugum breytingum eftir, auknum, þroska einstaklinga og þeim áskorunum sem tekist er á við. Þá er gott að reyna reglulega á sig og stíga út fyrir þægindarammann.
Meira