Fréttir

Nemendur Húnavallaskóla vinna að fullveldisverkefni

Húnavallaskóli er þátttakandi í verkefni á vegum Textílseturs Íslands sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta fyrir sér mikilvægi fullveldisins og prjónaskapar fyrir okkur Íslendinga. Jafnframt er þekking nemenda á prjóni og mikilvægi þess þjóðararfs í sögu þjóðarinnar aukin. Frá þessu er sagt á vef Húnavallaskóla.
Meira

Ekki þörf á framlengingu í Mustad-höllinni í Grindavík

Það voru nú flestir sem reiknuðu með að önnur viðureign Tindastóls og Grindavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, yrði mikill baráttuleikur og jafnvel æsispennandi. Stólarnir mættu hinsvegar vel stemmdir í leikinn og baráttan var að mestu þeirra því leikurinn var ekki verulega spennandi þegar á leið þar sem heimamenn í Grindavík voru hreinlega ekki á sömu blaðsíðu og Stólarnir. Þegar upp var staðið höfðu okkar menn sigrað með 31 stigs mun. Lokatölur 83-114.
Meira

Óska eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til samnings um gamla bæinn í Glaumbæ

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áhuga Þjóðminjasafns Íslands á gerð nýs samnings um safnstarfsemi í Glaumbæ og lýsir yfir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og uppbyggingu starfsemi á staðnum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá síðasta fundi hennar.
Meira

Textaland - nýtt fyrirtæki Skagfirðings

Textaland ehf. hóf nýlega starfsemi með formlegum hætti en fyrirtækið veitir fjölbreytta þjónustu á sviði ritaðs máls, m.a. textagerð, prófarkalestur og þýðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og háskólanema, svo eitthvað sé nefnt. Stofnendur Textalands eru Arnar Óðinn Arnþórsson og Skagfirðingurinn Halla Sigríður Bragadóttir. Þau eru bæði upplýsingafræðingar og hafa áralanga reynslu af margs konar skrifum og vinnu með texta hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.
Meira

Margir styrkir húsfriðunarsjóðs til Norðurlands vestra

Búið er að birta þau verkefni sem fengu styrk úr húsfriðunarsjóði í ár en mörg þeirra eru af Norðurlandi vestra. Fjöldi umsókna var 252, en veittir voru alls 215 styrkir. Úthlutað var 340.720.000 kr., en sótt var um styrki að upphæð tæplega 775 millj. króna. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem fengu styrk af Norðurlandi vestra.
Meira

Magnaður sigur í Grindavík í kvöld

Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu stórsigur á liði Grindavíkur suður með sjó en lokatölur voru 114-83. Staðan í einvígi liðanna er því 2-0 fyrir Tindastól en þriðji leikur liðanna verður í Síkinu á föstudaginn og þá gefst Stólunum færi á að klára rimmuna.
Meira

Skagafjörður verði leiðandi sveitarfélag í nýtingu sýndarveruleika

Í dag var, á táknrænan hátt, skrifað undir samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sýndarveruleika ehf. um uppbygginu og rekstur sýndarveruleikasýningar um atburði sem gerðust í Skagafirði á Sturlungaöld m.a. Örlygsstaðabardaga sem er fjölmennasta orrusta sem háð hefur verið á Íslandi. Undirritunin fór fram í Aðalgötu 21, í húsnæði því sem hýsa á sýninguna að viðstöddu sveitarstjórnar- og fjölmiðfólki sem og fulltrúum yngri kynslóðarinnar sem fengu að setja upp sýndargleraugu og prófa útbúnaðinn.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz á morgun

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur Lottan ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu. Sýnt verður í Miðgarði, Skagafirði, miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 17.30. Miða má nálgast á tix.is eða í gegnum leikhopurinnlotta.is
Meira

Fimmgangurinn fer fram á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Keppnin fer fram í Léttishöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19:00. Lið Hrímnis hefur forystu í liðakeppninni en það hefur sigrað í tveimur fyrstu keppnum vetrarins.
Meira

Ásdís Brynja Jónsdóttir valin íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga var haldið í gær á Húnavöllum. Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga, utan eins, auk gesta frá UMFÍ. Í máli Rúnars A. Péturssonar, formanns USAH, kom fram að starfsemi síðasta árs var blómleg, fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og má aðallega þakka það auknum tekjum af Lottói.
Meira