Nemendur Húnavallaskóla vinna að fullveldisverkefni
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.03.2018
kl. 09.50
Húnavallaskóli er þátttakandi í verkefni á vegum Textílseturs Íslands sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta fyrir sér mikilvægi fullveldisins og prjónaskapar fyrir okkur Íslendinga. Jafnframt er þekking nemenda á prjóni og mikilvægi þess þjóðararfs í sögu þjóðarinnar aukin. Frá þessu er sagt á vef Húnavallaskóla.
Meira