Fréttir

Nemendur fá val um endurtöku könnunarprófa

Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður í liðinni viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð, samkvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust.
Meira

Dalalíf vinsælasta bókin á bókasöfnum landsins

Ótrúlegt, en alveg satt, þá er þetta ekki frétt frá fimmta áratug síðustu aldar. Það er nefnilega þannig að skáldsagan Dalalíf, eftir skagfirska rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi, reyndist vera sú bók sem oftast var lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins árið 2017, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fengu vel á fimmta þúsund manns Dalalíf lánaða.
Meira

Mottumarshátíð í Miðgarði í kvöld

Kiwanisklúbburinn Drangey og Krabbameinsfélag Skagafjarðar stendur fyrir mottumarshátíð í menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 15. mars. Hátíðin hefst klukkan 19 og er aðgangur ókeypis en þeir sem vilja styrkja Krabbameinsfélag Skagafjarðar geta látið fé af hendi rakna í þar til gerðan kassa er verður í anddyrinu í Miðgarði.
Meira

Styttist í frumsýningu Adrift hjá Baltasar Kormáki

Skagfirski kvikmyndabóndinn, Baltasar Kormákur frá Hofi, frumsýnir í byrjun júni sína nýjustu Hollywood stórmynd, Adrift (Á reki), en myndin er heljarins drama. Adrift byggir á sönnum atburðum og segir af siglingu Tami Oldham og Richard Sharp um Kyrrahafið sem reyndist ekki bera nafn með rentu.
Meira

Stefán Vagn á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi var einn þeirra fimm varamanna er tóku sæti á Alþingi sl. mánudag. Hann kemur í stað Ásmundar Einars Daðasonar, félags - og jafnréttismálaráðherra, sem situr 62. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Stefán Vagn fær innsýn í nefndarstarf Alþingis sem þingmaður og hefur nú tekið sæti í velferðarnefnd og utanríkismálanefnd Alþingis.
Meira

Öflugt umferðareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit undanfarna daga og hafa ökumenn sem ekki fara að lögum verið sektaðir. Lögreglan biður ökumenn að virða hámarkshraða á vegum og sýna tillitssemi í umferðinni. Um liðna helgi voru 101 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Meira

Feykir inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra

Fermingarblað Feykis kemur út í dag, stútfullt af skemmtilegu efni sem tengist fermingum og páskahátíðinni beint og óbeint. Einnig er að finna efni sem tengist þessum viðburðum ekki neitt, en er forvitnilegt engu að síður. Blaðið ætti að rata inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra áður en vikan er úti sem og til áskrifenda utan svæðisins.
Meira

Rabb-a-babb 159: Halldór Gunnar

Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson. Árgangur: 1972. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst.
Meira

Hellulagt um miðjan mars - Áfram milt í veðri

Það hefur verið vorilmur í lofti norðan heiða, og vestan Tröllaskaga, síðustu daga og veðurblíðan tilvalin til ýmissa hluta. Á Sauðárkróki nýttu drengirnir hjá Þórði Hansen sér snjóleysið, og sólina, sl. mánudag og hellulögðu myndarlega stétt og voru snöggir að.
Meira

Félagsmaður 2017 valinn fyrir árshátíð Skagfirðings

Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardagskvöld í Ljósheimum þar sem hlaðborð mun svigna undan kræsingum. Væntanlega mun söngur og gleði verða allsráðandi enda tilefni til. Einnig verður upplýst hver hlýtur titilinn Félagi ársins 2017.
Meira