Fréttir

Malbikun hafin á Skagaströnd

Í gær hófust malbikunarframkvæmdir á Skagaströnd en þá lagði malbikunarflokkur fyrstu fermetrana á útsýnisstaðinn á Spákonufellsöfða. Á næstu dögum er ætlunin að malbika alls um 15.700 m2,, bæði plön og götur. Þar af verða 8.500 m2 nýlagnir á plön og götur og 7.200 m2 yfirlagnir á gamalt og lélegt slitlag gatna að því segir á vef Skagastrandar.
Meira

Rabb-a-babb 166: Sólborg Una

Nafn: Sólborg Una Pálsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Alin upp í Austur-Húnavatnssýslu og er reglulega minnt á það hér í Skagafirði. Foreldrar eru þau Páll Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stórbændur á Sauðanesi. Starf / nám: Héraðsskjalavörður Skagfirðinga. Er sagnfræðingur og fornleifafræðingur. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Man eiginlega bara eftir bleika dressinu og hárgreiðslunni. Hlýt að hafa misst meðvitund út af stórkostlegu magni hárlakks. Hvernig slakarðu á? Sötra kaffi, smjatta á súkkulaði og les eitthvað gáfulegt.
Meira

Bryndís Lilja ráðin mannauðsstjóri HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra. Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.
Meira

Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn

Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dómkirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar.
Meira

Níu til viðbótar sækjast eftir stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd rann út þann 27. ágúst sl. en á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. júlí sl. var sú ákvörðun tekin eftir mat á umsóknum að auglýsa stöðuna að nýju.
Meira

Flutningabíll valt á Siglufjarðarvegi.

Flutn­inga­bíll með rækjuskel innanborðs valt á Siglu­fjarðar­vegi, skammt frá Keti­lási um klukk­an 12 á há­degi í gær. Samkvæmt heimildum Feykis var bílstjórinn fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur en hann mun vera talsvert slasaður.
Meira

Skotfélagið Markviss fagnar 30 árum

Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988.
Meira

MND félagið heldur fræðslu- og félagsfund á Sauðárkróki

„Fundurinn er opinn öllum, hvort sem um er að ræða fagfólk, þeim sem eru með MND sjúkdóminn, fjölskyldum þeirra og öllum áhugasömum,“ segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi en félagið efnir til fræðslu- og félagsfundar í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. september. Dagskráin hefst á hádegi með hádegisverði í mötuneyti Árskóla síðan verður blönduð fræðsla í Húsi frítímans.
Meira

Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði um umsóknir um styrki úr Húnasjóði á fundi sínum þann 31. júlí sl. Að þessu sinni bárust sjö umsóknir um styrk en fimm þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Meira

Antje mætt til að flytja hey til Noregs

Í gær hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma eða um 1000 stórbagga.
Meira