Fréttir

Rótarýklúbburinn með sitt árlega jólahlaðborð næstu helgi

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið laugardaginn 1. desember nk. kl. 12:00 – 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Jólahlaðborð þetta hefur verið fastur liður í starfi Rótarýklúbbs Sauðárkróks undanfarin ár en klúbburinn fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Meira

Fjárgötur myndanna - Allt fram streymir ár og dagar

Fyrir 56 árum kom Reynir Karlsson Frammari, landsliðsmaður í knattspyrnu síðar íþróttafulltrúi ríkisins á Krókinn að kenna til þjálfunar í yngri flokkum knattspyrnunnar. Reynir lauk knattspyrnuþjálfaraprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1960. Hann þjálfaði á árunum 1954 -1971 meistaraflokka Fram, ÍBA, ÍBK, Breiðablik og landsliðið um hríð.
Meira

Við gefum líf – afar vel heppnaðir kynningarfundir á Norðurlandi

Embætti landlæknis efnir til funda með starfsfólki í heilbrigðisþjónustu um allt land í tilefni af breyttum lögum um líffæragjafir, sem taka gildi núna um áramótin. Landsmenn verða sjálfkrafa gefendur líffæra með nýju ári en samkvæmt þeim lögum sem falla úr gildi á gamlársdag þarf að taka upplýsta ákvörðun um að gefa líffæri.
Meira

Leiðsagnarmat - Áskorandinn Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu og bókakynning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi

Höfundarnir Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, frá Æsustöðum og Sigurður Pétursson frá Merkjalæk, munu kynna nýútkomnar bækur sínar og lesa upp úr þeim í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Meira

Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu

ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira

Notaleg vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Fyrirtækin í gamla bænum á Blönduósi ætla að bjóða gestum og gangandi að koma og eiga notalega vetrarstund laugardaginn 24. nóvember nk. frá kl: 12 – 16. Opið hús verður á eftirtöldum stöðum:
Meira

Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.
Meira