Fréttir

Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki sl. mánudag þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 14. -16. september næstkomandi fer fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og síðustu ár eru allir hjartanlega velkomnir en helgin er svo sannarlega stórhátíð heimamanna þar sem reiðmenn og aðrir gestir skemmta sér eins og þeim einum er lagið!
Meira

Hefur Guð ekkert brýnna að gera?

Aðeins hefur verið rætt og ritað um heppnisskot og/eða hæfileika séra Hjálmars Jónssonar á grænum golfgrundum landsins. Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að sérann væri nú þrisvar sinnum búinn að fara holu í höggi, sem þykja nú vanalega töluverð tíðindi í golfheimum. Þó svo að það að fara holu í höggi sé kannski algengara en margan grunar þá eru örugglega einhverjir, jafnvel fjölmargir, kylfingar sem hafa beðið Guð að hjálpa sér við þessi afreksverk í gegnum tíðina en ekki verið bænheyrðir.
Meira

Töskur til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Handverksfyrirtækið Skrautmen hóf nú í sumar sölu á töskum til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Lilju Gunnlaugsdóttur sem rekur fyrirtækið. Í septemberbyrjun var söfnunin komin í 83.000 kr. sem Lilja lagði inn á félagið og vonar hún að peningarnir muni nýtast vel. Töskurnar eru enn til sölu og verða áfram, á Eftirlæti í Aðalgötu 4 á Sauðárkróki og í netverslun Skrautmena á www.skrautmen.com
Meira

Laxinn var eldislax

Rannsókn á laxinum sem veiddist í Vatnsdalsá sl. föstudag, og sagt var frá á Feyki.is á á mánudag, leiddi í ljós að hér var um eldislax að ræða. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun til skoðunar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís.
Meira

Slys við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól

Maður var fluttur með sjúkraflugi á bráðamóttökuna við Fossvog í gær eftir að hafa lent í slysi við uppsetningu skíðalyftu í Tindastól. Verið var að koma endahjóli fyrir á endamastur, gírnum á drifstöðina, þegar spotti slitnaði með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á manninn.
Meira

Fiskmarkaður Íslands opnaði á Króknum á mánudaginn

Fiskmarkaður Íslands hf. opnaði starfsstöð á Sauðárkróki sl. mánudag til viðbótar við þær átta sem félagið hefur rekið víða um land. Til þessa hefur ekki verið aðgengilegt að selja afla frá Sauðárkróki með endurvigt og verður það stærsta breytingin, að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira

Hreindís Ylva er nýr formaður Ungra vinstri grænna

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og við hana bætist landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Náms- og starfsráðgjafi ráðinn að Grunnskóla Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra segir frá því að Eiríkur Steinarsson hafi verið ráðinn í nýtt starf náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira