Fréttir

Opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar

Félag íslenskra safna og safnmanna hafa birt opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar á heimasíðu sinni þar sem skorað er á eigendur Byggðasafns Skagfirðinga að setja faglegt safnastarf ekki í uppnám vegna óvissu um aðbúnað starfsfólks og varðveislu safngripa. Bréfið er eftirfarandi:
Meira

Skíðagöngumót í Fljótum um páskana

Árlegt skíðagöngumóti í Fljótum verður haldið föstudaginn langa, þann 30. mars næstkomandi. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Mótið er haldið af Ferðafélagi Fljóta sem skorar á alla fjölskylduna, unga sem aldna, að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar.
Meira

Skagaströnd kaupir hlut í Ámundakinn ehf.

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 15. mars, var lagt fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið keypti 5 milljóna króna hlut í Ámundakinn ehf. á genginu 1,8 og nemur kaupverðið því 9 milljónum króna. Ástæða beiðnarinnar er að þörf er á viðhaldi og endurbótum á húsnæði félagsins að Bogabraut 1 á Skagaströnd sem Samkaup leigir undir verslunarrekstur sinn.
Meira

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru vill reisa skála við Arnarvatn

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. mars sl. var tekið fyrir og samþykkt erindi frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar og Tvídægru þar sem óskað var leyfis til að reisa skála við Arnarvatn. Um er að ræða 80m2 hús með aðstöðu fyrir starfsmenn í öðrum endanum og sal ásamt eldunaraðstöðu, salernisaðstöðu og sturtum í hinum. Einnig gæti verið að möguleiki yrði á gistingu á svefnlofti ofan við aðstöðu starfsmanna.
Meira

Ársþing USAH á sunnudaginn

Ungmennasambands Austur-Húnvetninga heldur 101. ársþing sitt á Húnavöllum næstkomandi sunnudag, þann 18. mars, og hefst það klukkan 10:00. Á dagskrá þingsins verða hefðbundin þingmál eins og framlagning skýrslu stjórnar og endurskoðaðra reikninga, skipun þingnefnda og kosningar. Einnig verða Hvatningarverðlaun USAH afhent og kjöri Íþróttamanns USAH lýst.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga og atvinnulífssýning framundan

Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Dagskrá Sæluviku er að jafnaði fjölbreytt þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan, vítt og breytt um héraðið. Í tengslum við Sæluviku verður einnig haldin atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.-6. maí nk. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en á þessu ári eru liðin 20 ár síðan ellefu sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt.
Meira

Upplýsingavefur um sameiningarmál í Austur-Húnavatnssýslu

Húni.is segir frá því að nú hefur verið opnaður upplýsingavefur um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem er að finna fréttir og tilkynningar, fundargerðir, minnisblöð og aðrar upplýsingar sem tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Húnavatnssýslu; Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sem nú eiga í viðræðum um sameiningu. Slóðin á vefinn er:sameining.huni.is.
Meira

Vel heppnað námskeið fyrir ferðamálafélaga

Síðastliðinn þriðjudag var félagsmönnum í Ferðamálafélagi Austur-Húnavatnssýslu og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði boðið á námskeið í Húnaveri þar sem fjallað var um þjóðerni og þjónustu. Á námskeiðinu fjallaði Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur um þjónustu, ólíka menningarheima og hvernig best sé að uppfylla þarfir ólíkra gesta. Margrét hefur sérhæft sig í námskeiðahaldi um þjónustu og hefur meðal annars gefið út fimm bækur um þjónustu og sex íslensk þjónustumyndbönd. Námskeiðið skipulagði Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi Austur-Húnavatnssýslu ásamt Margréti Reynisdóttur.
Meira

Hefjum nýjar hefðir og viðhöldum gömlum - Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís í viðtali

Í umfjöllun um námskeið Farskólans, Opin smiðja – Beint frá býli, í 8.tölublaði Feykis var greint frá því að til standi að opna matarmarkað í gamla pakkhúsinu á Hofsósi í sumar á vegum Matís. Umsjón með því verkefni hefur starfsmaður Matís sem nú er búsettur á Hofsósi, Rakel Halldórsdóttir sem stofnaði og rak verslunina Frú Laugu um árabil ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. Feykir leit við hjá Rakel í Frændgarði, einu af húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi, þar sem hún hefur skrifstofuaðstöðu.
Meira

Hugmynd um að byrja kennslu síðar að deginum næsta vetur

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra óskar, á fésbókarsíðu skólans, eftir viðbrögðum, athugasemdum og skoðunum foreldra og hagsmunaaðila við þá hugmynd að byrja kennslu kl. 9:00 í stað 8:30 næsta vetur. Jákvæður vilji er fyrir hugmyndinni meðal starfsmanna skólans en mikilvægt er að fá fram sjónarmið sem langflestra foreldra við hugmyndinni áður en hún verður tekin til frekari skoðunar, eða slegin út af borðinu.
Meira