Fréttir

Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar

Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0.
Meira

Líklegt að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá

Líkur eru taldar á að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá sl. föstudag. Greint er frá þessu á mbl.is á laugardag og rætt við Björn K. Rúnarsson, leigutaka og staðarhaldara í Vatnsdalsá.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokar tímabundið

Frá og með deginum í dag, 3. september, verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð tímabundið þar sem komið er að vinnu við lokafrágang rennibrautar og sundlaugar.
Meira

Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður.
Meira

Göngur og réttir framundan

Nú eru göngur og réttir á næsta leiti, annasamur tími til sveita en jafnframt tími mannamóta og gleði. Því fylgir væntanlega eftirvænting hjá flestum bændum að sjá fé sitt koma af fjalli og hvernig það er haldið eftir dvöl í sumarhögunum.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Það sem ömmur gera…… - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir Syðri – Löngumýri

Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni.
Meira

Seinkun á dýpkunarframkvæmdum

Dýpkunarskipið Galilei hóf að dæla sandi af sjávarbotni við höfnina á Sauðárkróki þann 21. sl. þar sem dýpka átti snúningssvæði stórra skipa er leggjast að bryggju. Búist var við að vekið tæki fimm daga en en nú hefur það verið að störfum í tíu þar sem tafir urðu á verkinu.
Meira

Vatnsdalsá og Skarðsá metnar sem hagkvæmustu virkjunarkostirnir

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um niðurstöðu skýrslu um virkjunarkosti á Norðurlandi vestra sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Á vef SSNV segir að tæplega 60 manns hafi sótt kynningarfund á vegum samtakanna sem haldinn var á Blönduósi í gær en þar kynnti höfundur skýrslunnar, Bjarki Þórarinsson frá Mannviti efni hennar.
Meira

Borað eftir köldu vatni á Nöfum

Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafabrúnum ofan við Lindargötu. Holan er staðsett á landi í eigu Sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðinn í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum Orkurannsóknum.
Meira