Fréttir

Jóladagskrá á bókasafninu á Blönduósi

Það verður margt skemmtilegt um að vera á Héraðsbókasafninu á Blönduósi fyrir jólin fyrir hina ýmsu aldurshópa, s.s. bókakynningar, bókabíó og jólaföndur.
Meira

Á Sauðarkrók vantar stærra hótel og meira að gera í bænum

Nemendur 8. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki afhentu fyrir skömmu Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, skjal sem innihélt niðurstöður vinnu þeirra úr heimabyggðarvali. Í valgreininni gerðu nemendur verkefni þar sem reynt var að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta. Það er ýmislegt sem krakkarnir komast að en meðal þess sem þeim þykir gott við Krókinn er hve íþróttaaðstaða er góð sem og hafnarsvæðið og góðir veiðistaðir.
Meira

Vefur um náttúru Skagafjarðar

Námsvefurinn Náttúra Skagafjarðar var opnaður formlega við hátíðlega athöfn í Háskólanum á Hólum á degi íslenskrar tungu. Það er Háskólinn á Hólum sem gefur vefinn út en höfundur hans er Sólrún Harðardóttir, kennari og námsefnishöfundur, og kynnti hún vefinn við athöfnina sem Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor, stýrði.
Meira

Íþróttamaður USVH 2018

Stjórn Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2018. Í samræmi við 1. grein reglugerðar um íþróttamann USVH er óskað eftir sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2018.
Meira

Verum snjöll - Verslum heima!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfum. Það er afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Matvælastofnun vekur athygli á heimasíðu sinni að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til og með 2. desember 2018. Umráðamenn hrossa, sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.
Meira

Frítekjumark eflir smábátaútgerð

Það er ánægjulegt að samstaða náðist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með verulega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra útgerðarfyrirtækja sem margar hverjar eru burðarásar í sínum byggðarlögum. Leggjum við til að frítekjumarkið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu 6 m.kr. sem þýðir að hámarksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2.4 m.kr. en er í dag um 1.5 m.kr. þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að 6 m.kr.
Meira

Erindi um hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða

Á morgun, miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 13:00, flytur Davíð Arnar Stefánsson, verkefnisstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, erindi í Háskólanum á Hólum. Erindið nefnist Aukin fagþekking við hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða og er það hluti af fyrirlestrarröð Vísinda og grauts við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fyrirlesturinn er opinn öllum.
Meira

Fögnum saman 100 ára fullveldi!

Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira

Enn golfað á Króknum

Veðrið hefur leikið við hvert andlit á Norðurlandi undanfarið og notuðu golfarar á Sauðárkróki sér blíðuna í gær og brugðu sér í hádegisgolf á Hlíðarendavelli. Þar var 8 gráðu hiti og stafalogn.
Meira