Fréttir

Aldrei gefast upp verður Battleline í kvöld

Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar keppa í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk.
Meira

Fjölskyldan er helsta áhugamálið -

Þingmaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Meira

Það er búið að fylla á tankinn

Ef einhvern vantar lesefni yfir helgina (eða í framtíðinni) þá tilkynnist það hér með að búið er að fylla á Feykistankinn dágóðum skammti af Rabb-a-babbi og Tón-lyst. Um er að ræða efni sem birst hefur í pappírsútgáfu Feykis síðasta eitt og hálfa árið eða svo og gæti mögulega glatt einhverjar leitandi sálir.
Meira

Svínavatn 2018 á morgun

Ísmót hestamanna á Svínavatni verður haldið laugardaginn 3. mars og hefst stundvíslega klukkan 12 á B-flokki, síðan kemur A-flokkur og endað er á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Ráslistar, aðrar upplýsingar og úrslit þegar þar að kemur eru birtar á heimasíðu mótsins is-landsmot.is
Meira

Stefnir í hörkuleik í Síkinu í kvöld – Tindastóll KR

Það má búast við hörkuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld er erkifjendurnir í Domino´s deildinni, Tindastóll og KR eigast við. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast á toppinn í deildinni. Eins og staðan er nú sitja Haukar í efsta sætinu með 32 stig en ÍR í því öðru með 28 stig, jafnmörg og Tindastóll sem situr í því þriðja með verri stöðu í innbyrðis viðureignum við Haukana. Þriðja sætið verma svo KR-ingar sem gætu jafnað Stólana að stigum með sigri í kvöld.
Meira

Hellisbúinn í Varmahlíð - „Ófá samböndin sem hafa styrkst eftir sýninguna“

Í kvöld, föstudaginn 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýninguna, í túlkun ýmissa leikara.
Meira

Átak til að efla byggð á Hofsósi

Á fundi byggðaráðs Skagafjarðar í síðustu viku var lögð fram og samþykkt tillaga þess efnis að hleypt skuli af stað atvinnuþróunarátaki á Hofsósi til að fjölga þar atvinnutækifærum og efla byggð. Í tillögunni er einnig lagt til að sveitarfélagið beiti sér fyrir að sérstökum byggðakvóta verði úthlutað til Hofsóss til að leitast við að tryggja áframhaldandi smábátaútgerð á staðnum.
Meira

Rúnar Þór safnar fyrir ferð á slóðir Lord of the Rings

Rúnar Þór Njálsson frá Blönduósi á sér þann draum að ferðast á vit ævintýra, alla leið til Nýja-Sjálands í 14 daga skoðanatúr og bralla ýmislegt tengt sagnaveröld Lord of the Rings. Rúnar Þór er 26 ára gamall og bundinn hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, aðeins 4 merkur/1kg og er með CP fjórlömun. Til þess að geta fjármagnað drauminn hefur hann stofnað fjámögnunarsíðu á netinu en ferðin fyrir hann og aðstoðarfólk kostar um 27.000, evrur.
Meira

Ertu að grínast í mér?

Nk. fimmtudag, 8. mars, stendur Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir námskeiði um þátttöku í sveitarstjórn undir yfirskriftinni, Ertu að grínast í mér? Nei, okkur er full alvara! Við viljum að þú takir þátt! Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi, hvort sem þeir hafa þegar hlotið einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga eða ekki.
Meira