Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilegt umhverfi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.08.2018
kl. 13.34
Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar í 20. sinn þann 16. ágúst síðastliðinn en þær eru veittar árlega þeim aðilum sem þykja til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Sveitarstjórn skipar nefnd sem heldur utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
Meira