Fréttir

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Nær úttektin til meira en 80 staða í landshlutanum. Verkefni þetta var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður því fram haldið á þessu ári og því næsta.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi leitar enn að erlendum ferðamanni

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í gær tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
Meira

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991.
Meira

Líney María Hjálmarsdóttir varð Fákameistari

Fákaflug, opið gæðingamót hestamannfélagsins Skagfirðings, var haldið á Sauðárkróki um helgina samhliða Sveitasælu. Riðin var sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig var boðið upp á C1, tölt,100m skeið og pollaflokk. Ný verðlaun voru veitt á mótinu, Hnokkabikarinn, og fylgdi nafnbótin Fákameistari þeim sem þau hlaut.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í kynningarmyndbandi um söfn

Kvikmyndateymið MASH var á ferðinni í Skagafirði fyrir helgina þar sem það var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) en félagið hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn. Myndbandið, sem verður frumsýnt í haust, er annað myndbandið sem FÍSOS lætur gera og er sjálfstætt framhald af myndbandi sem birt var á Safnadeginum, 18. maí síðstliðinn. Yfirskrift myndbandanna er „Komdu á safn!“ Frá þessu er sagt á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Meira

Fjöldi gesta á Sveitasælu um helgina - Myndir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin sl. laugardag í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Fjöldi gesta lagði leið sína um svæðið og kynnti sér hvað Skagfirðingar hefðu upp á að bjóða.
Meira

Kári hirti öll stigin á föstudaginn

Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina.
Meira

Húnaþing vestra fagnar 20 árunum

Sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli á þessu ári. Því verður fagnað með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á dagskrá með ýmsum menningartengdum viðburðum dagana 24.-26. ágúst þar sem lögð er áhersla á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Meðal þesss sem í boði er má nefna harmonikudansleik í Ásbyrgi, nytjamarkað Gæranna, kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga, fótboltaleik og hestamannamót, tónleika, ljóðalestur, brekkustemningu í Kirkjuhvammi, sögugöngu um Borðeyri og margt fleira.
Meira

Pælingin - Áskorendapenninn Magnús Magnússon Húnaþingi vestra

Birta: Afi! Ég var pæla – er í lagi að pæla? Afi: Pæling er aldrei einskisnýt! Pæling heldur heilanum virkilega í gangi. Það hollt og gott að pæla um hið jarðbundna og vanafasta. En það er líka gott hugsa út fyrir það. Hugsa um endanleikann og óendanleikann. Ekki hugsa aðeins um vanaganginn. Hugsun og heili í vanagangi gengur aðeins í hægagangi.
Meira