Fréttir

Þingmenn halda á eigin fjölmiðli

Þingmaðurinn Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er búfræðingur og bóndi á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ásamt því að starfa við búskap gegndi Haraldur formennsku í Bændasamtökunum Ísland í níu ár áður en þingmennskan kallaði. Haraldur segir að áhugi hans á pólitík hafi kviknað árið 1978 við alþingiskosningar sem þá fóru fram en árið 2013 settist hann fyrst á þing. Haraldur er þingmaður Feykis að þessu sinni.
Meira

Dans og nýsköpun í Grunnskólanum austan Vatna

Nemendur Grunnskólans austa Vatna hafa haft í nógu að snúast síðustu dagana en þessa viku hafa nemendur frá öllum starfsstöðvunum þremur verið samankomnir í skólanum á Hofsósi og unnið saman í nýsköpunarvinnu. Inn á milli hafa þeir svo rétt úr sér og skellt sér á dansnámskeið hjá Ingunni danskennara sem kennir þeim vínarkrus og vals og ræl í bland við nýrri spor. Leikskólabörnin á Tröllaborg fengu líka danskennslu og sýndu frábæra takta eins og hinir eldri á danssýningu í Höfðaborg í gær. Við sama tækifæri var foreldrum og öðrum áhugasömum boðið að sjá afrakstur nýsköpunarnámsins hjá krökkunum.
Meira

Sjötíu milljónir í styrki á árinu 2018

Miðvikudaginn 21. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Húnaveri, Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki. Sjötíu styrkir voru veittir til 54 aðila að upphæð tæpar 55,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Níu umsóknir bárust þar sem óskað var eftir 73 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 14,6 millj. kr.
Meira

Ráðið í starf sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sl. þriðjudag var samþykkt að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson, vélstjóra og BSc í véla- og orkutæknifræði, í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá sveitarfélaginu. Lúðvík er einn ellefu umsækjenda um starfið en einn dró umsókn sína til baka.
Meira

Yfirlýsing frá stjórn UMSS

Aðalstjórn Ungmennasambands Skagafjarðar ákvað á fundi sínum 21. febrúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla. Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.
Meira

Mótmæla lágu afurðaverði

Aðalfundur Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldinn á Blönduósi þann 19. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem aðalfundurinn mótmælir harðlega því verði sem SAH-afurðir greiddu fyrir sauðfjárafurðir síðastliðið haust og skorar á fyrirtækið að greiða sambærilegt verð og aðrar afurðastöðvar gera.
Meira

Skagfirðingar meðal þeirra bestu í Þrekmótaröðinni

Þrekmótaröðin 2018 fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Tveir keppendur úr Skagafirði náðu góðum árangri, þau Guðrún Helga Tryggvadóttir Þreksporti og Ægir Björn Gunnsteinsson Crossfit 550.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd verður með opið hús í dag, föstudag 23. febrúar. Þar munu þeir átta listamenn sem hafa dvalið í miðstöðinni þennan mánuðinn sýna verk sín sem eru af ýmsum toga, s.s. málverk, útsaumur, teikningar og ljósmyndir.
Meira

Pétur Rúnar með á móti Finnum í kvöld

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, er í liði Íslands sem mætir Finnum í dag í fyrri leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður hann sýndur beint á RÚV2. Á vef KKÍ segir að von sé á góðri stemmningu á leiknum og miklum stuðningi við íslenska liðið sem er eins gott því 50 finnskir áhorfendur eru komnir til landsins til að styðja við bakið á sínu liði í Höllinni.
Meira

Vegagerðin varar við skemmdum í slitlagi

Vegagerðin vill vekja athygli vegfarenda á því að slitlag er víða illa farið eftir veturinn og þá umhleypinga sem verið hafa undanfarið. Þegar snjóa leysir koma þessar skemmdir í ljós og vinnur Vegagerðin að því að bæta þær eins fljótt og kostur er en vegna þess hve þær eru umfangsmiklar er ekki unnt að lagfæra allt samstundis. Vegfarendur eru því beðnir að aka með gát og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum í slitlagi, hvort heldur sem er í malbiki eða klæðningu.
Meira