Fréttir

Valdimar tekinn til starfa á Blönduósi

Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl.
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Borgin gerir borð fyrir borgina

Nú í byrjun vikunnar samdi Reykjavíkurborg við Trésmiðjuna Borg ehf. á Sauðárkróki um að smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins við Reykjavíkurtjörn. Eins og kunnugt er sérhæfir Borg sig í smíði vandaðra innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki og trésmiðjan sá einmitt um smíði borðsins sem borgarstjórnarfulltrúar hafa hingað til setið við.
Meira

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mánudaginn 20. ágúst, kl. 17:00-18:00 mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu kynna störf sín og svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir.
Meira

Samið um útflutning á 30 þúsund heyrúllum af Mið-Norðurlandi

Nú síðustu vikur hafa heykaup Norðmanna af íslenskum bændum verið talsvert í umræðunni í kjölfar mikilla þurrka í Skandinavíu. Lengi vel leit út fyrir að regluverkið gerði útflutninginn ansi flókinn en á heimasíðu Matvælastofnunar segir að eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Dragnótabátar að veiðum uppi við land

Það var fallegt um að litast á Sauðárkróki í gær þegar þessi mynd var tekin, logn og rjómablíða þó þokan hefði tyllt sér á Þórðarhöfðann og eyjarnar. Það skyggði þó á ánægju margra að sjá að tveir dragnótabátar höfðu gert sig heimakomna rétt upp við landsteinana og má sjá annan þeirra, Hafborgu EA 152 sem er tæplega 300 brúttólesta skip, á myndinni þar sem hún er að veiðum á slóðum sem vinsælar eru hjá sjóstangaveiðmönnum. Hinn báturinn var Onni HU 36 sem er 60 brúttólestir
Meira

Heimsmeistarakeppnin gefur nokkrar krónur í kassann

Það vita flestir að það eru miklir peningar í heimsfótboltanum þó svo að pyngjurnar séu kannski ekki þungar hjá fótboltaklúbbunum hér á Fróni. Íslensku landsliðin í knattspyrnu hafa náð mögnuðum árangri síðustu árin og þátttaka karlalandsliðsin á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar skilar talsverðum tekjum til KSÍ sem hyggst skipta 200 milljónum króna á milli aðildarfélaga sinna.
Meira

Sameiningarviðræður líklega teknar upp á ný á næstunni

Nú hafa tvær af fjórum sveitarstjórnum í Austur-Húnavatnssýslu tilnefnt fulltrúa í sameiningarnefnd sveitarfélaga í sýslunni og eru því líkur á að sameiningarviðræður verði teknar upp að nýju á næstunni en hlé var gert á þeim fyrir sveitarstjórnarkosningar sl. vor. Eru það hreppsnefnd Skagabyggðar og sveitarstjórn Blönduósbæjar en málið hefur ekki verið tekið fyrir hjá sveitarstjórnum hinna tveggja sveitarfélaganna.
Meira

Dino Butorac genginn til liðs við Tindastól í körfunni

Það styttist í að körfuboltalið Tindastóls í Dominos-deildinni hefji æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Eftir að hafa fengið Daneiro Axel Thomas, Brynjar Þór Björnsson og Urald King til liðs við sig var það síðan leitt fyrir Tindastólsmenn að missa Skagfirðinginn Sigtrygg Arnar Björnsson yfir til Grindvíkinga nú í sumar. Stólarnir eru þó ekki að baki dottnir og hafa fundið reynslumikinn Króata, Dino Butorac, til að fylla skarð Arnars og mun hann leika með Stólunum á komandi keppnistímabili.
Meira