Fréttir

Síðasti vinnufundurinn með Blue Sail

Breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail hefur frá síðastliðnu hausti unnið með verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way við uppbyggingu á ferðamannaleiðinni á norðurströnd Íslands. Nú eru síðustu vinnufundir Blue Sail með afþreyingar- og hagsmunaðilum framundan en þeir verða haldnir á Greifanum á Akureyri þann 12. september nk. Fundirnir eru fyrir aðila af öllu svæðinu og með þeim er stefnt að því að sameina alla þá sem aðkomu hafa að Norðurstrandarleiðinni/Arctic Coast Way sem eina heild og vinna þar að sameiginlegum hagsmunum. Frá þessu segir á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira

Tvær fernur í sigurleik á Egilsstöðum

Tindastóls í 2. deild kvenna skellti sér upp að hlið Augnabliks á toppi deildarinnar með öruggum 0-8 sigri á liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en leikið var Vilhjálmsvelli í dag. Stelpurnar gerðu fjögur mörk í hvorum hálfleik og í þeim báðum skiptu Murielle og Vigdís mörkunum systurlega á milli sín.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Mjólkurhús í nýju hlutverki

Sjálfsagt eru þeir margir Íslendingarnir sem aldrei hafa gefið sér tíma til að staldra við í Húnaþingi, heldur gefa í og bruna eftir hinum tiltölulega beinu og breiðu vegum sýslunnar. Það er þó full ástæða til að gefa sér örlítið tóm og bregða út af vananum því svæðið býður upp á fjölmörg falleg náttúrufyrirbrigði og víða er hægt að leggja lykkju á leið sína án þess að það þurfi að taka svo afskaplega mikið af hinum dýrmæta tíma sem margir eru alltaf í kapphlaupi við. Einn af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi er að aka til tilbreytingar veg nr. 715 um Víðidalinn að austan og virða dalinn fyrir sér frá annarri hlið en venjan er og jafnvel að skreppa fram í hin stórfenglegu Kolugljúfur sé ekki verið að flýta sér of mikið.
Meira

Minnisvarði um Reynistaðarbræður vígður í dag

Í dag, sunnudaginn 26. ágúst klukkan 15, veður á Reynistað í Skagafirði vígður minnisvarði um Reynistaðarbræður þá Einar og Bjarna sem urðu úti á Kili árið 1780.
Meira

Stólarnir nældu í gott stig á Ísafirði

Átjanda umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í dag. Stólarnir fengu það strembna verkefni að heimsækja Vestra á Ísafirði en lærisveinar Bjarna Jóh eru í toppbaráttu deildarinnar, enda með vel skipað lið en þar eru m.a. átta erlendir leikmenn. Þrátt fyrir að spila einum færri megnið af leiknum náðu Stólarnir í dýrmætt stig í fallbaráttunni en lokatölur voru 1-1.
Meira

Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku.
Meira

Möstur reist á skíðasvæði Tindastóls

Undanfarna daga hafa staðið yfir framkvæmdir við skíðasvæðið í Tindastól þar sem verið er að setja upp tíu möstur við nýja lyftu. Með tilkomu hennar mun aðstaðan gjörbreytast og til verða lengstu skíðabrekkur á landinu.
Meira

Landsliðið í júdó æfir á Sauðárkróki

Kvennalandsliðið í júdó ætlar að dvelja saman á Sauðárkróki um helgina og æfa þar undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í íþróttinni, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira

Óskað verður eftir viðræðum um fjölgun opinberra starfa í Skagafirði

„Já ég á von á því að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við ríkisvaldið um að opinberum störfum í Skagafirði verði fjölgað á næstu árum,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon nýr sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjaðar. Sigfús var gestur Karls Eskils Pálssonar í þættinum Landsbyggðum á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Í þættinum var rætt vítt og breitt um málefni sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili.
Meira