Síðasti vinnufundurinn með Blue Sail
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.08.2018
kl. 10.04
Breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail hefur frá síðastliðnu hausti unnið með verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way við uppbyggingu á ferðamannaleiðinni á norðurströnd Íslands. Nú eru síðustu vinnufundir Blue Sail með afþreyingar- og hagsmunaðilum framundan en þeir verða haldnir á Greifanum á Akureyri þann 12. september nk. Fundirnir eru fyrir aðila af öllu svæðinu og með þeim er stefnt að því að sameina alla þá sem aðkomu hafa að Norðurstrandarleiðinni/Arctic Coast Way sem eina heild og vinna þar að sameiginlegum hagsmunum. Frá þessu segir á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira