„Svona fer þetta stundum og við áttum að gera betur,“ segir Helgi Freyr. Stólar taka á móti Stjörnunni í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.03.2018
kl. 09.07
Síðustu sex leikir í Domino´s deild karla í körfubolta fara fram í kvöld áður en úrslitakeppnin sjálf hefst og kemur þá í ljós hvaða lið parast saman í þeirri keppni. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og geta úrslitin haft áhrif á hvaða lið Tindastóll fær sem andstæðing í úrslitakeppninni. Aðrir leikir kvöldsins eru: Höttur – Njarðvík, Keflavík – ÍR, Haukar – Valur, Grindavík - Þór Ak. og Þór Þ. – KR. allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Meira