Þórsarar með grobbréttinn á Norðurlandi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.11.2018
kl. 11.43
Kvennalið Tindastóls og Þórs mættust í Síðuskóla á Akureyri í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta og var leikurinn byggður upp sem baráttan um Norðurlandið. Stólastúlkur höfðu unnið báða leiki sína gegn Þórsliðinu á undirbúningstímabilinu en þær urðu að sætta sig við ósigur í gær eftir mikinn baráttuleik. Lokatölur reyndust 72-65 fyrir Þórsstúlkur og þær geta því grobbast á kostnað Stólanna fram að næsta leik í það minnsta.
Meira
