Fréttir

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Tindastóls – Formaður og varaformaður segja af sér

Í yfirlýsingu sem birt var fyrr í kvöld á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Tindastóls kemur fram að Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar og Guðjón Örn Jóhannsson, varaformaður, hafi sagt sig frá störfum fyrir félagið. Gera þeir það til að axla ábyrgð á mistökum sem þeir hafa gert sem stjórnarmenn í málum tveggja manna sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot en notið stuðnings deildarinnar. Segja þeir vonast til þess að með yfirlýsingunni skapist friður um störf knattspyrnudeildar Tindastóls og félagsins alls.
Meira

Gæðingafimi Meistaradeildar KS nk. miðvikudag

Stjórn Meistaradeildar Norðurlands í hestaíþróttum hefur sett fyrsta mót á nk. miðvikudag en því hafði verið frestað vegna veðurs. fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á miðvikudaginn. Húsið opnar kl 18:00 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót.
Meira

Yfirlýsing frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls

Í forsíðufrétt Stundarinnar stígur fjöldi kvenna fram og segir frá kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir af hendi fyrrverandi starfsmanns og leikmanns knattspyrnudeildar félagsins. Kemur þessi frétt í kjölfar #MeToo umræðunnar þar sem konur í fjölmörgum greinum stigu fram og sögðu frá sinni reynslu af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi, þöggun og lítilsvirðingu. Konur í íþróttum voru þar á meðal og áttu sumar af þeim sögum sem nístu hjartað hvað mest. Þessar frásagnir kvennanna í Stundinni gerðu það einnig.
Meira

Stúlkur segja frá grófum kynferðisafbrotum á Sauðárkróki

Fréttablaðið Stundin greinir frá því að fjöldi stúlkna á Sauðárkróki hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi ungs manns af staðnum og tvær þeirra hafi kært hann fyrir nauðgun. Málin voru látin niður falla þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál stúlknanna er reifað í ítarlegri grein á Stundinni og því lýst hvernig fólk upplifði þöggun og meðvirkni samfélagsins með gerendanum og hvernig kerfið brást þeim í þeirra erfiðu málum.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Blöndu á Blönduósi miðvikudaginn 28. febrúar og hefst hann klukkan 15:00. Dagskrá fundarins hefst með venjulegum aðalfundarstörfum en að þeim loknum verða fluttir fyrirlestrar og í framhaldi af þeim verða pallborðsumræður um málefnin.
Meira

Stólarnir æfa körfu á Hvammstanga í kvöld

Í kvöld mun Dominos-deildar lið Tindastóls í körfubolta heimsækja Hvammstanga og halda þar æfingu á nýja parketinu í íþróttahúsinu. Æfingin fer fram fyrir opnu húsi og eru allir áhugasamir á svæðinu hvattir til að mæta og verða vitni af því hvernig Maltbikarmeistararnir æfa.
Meira

Skráning á Svínavatn 2018

Ísmótið Svínavatn 2018 verður haldið laugardaginn 3. mars. Í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu Neista segir að ísinn sé afbragðs góður og að vel líti út með veður og færi.
Meira

Pétur sýndi góða takta gegn Tékkum

Pétur Rúnar Birgisson, 22 ára leikmaður Tindastóls, lék sína fyrstu landsleiki nú um helgina þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði sterk landslið Finna og Tékka í frábærum og æsispennandi landsleikjum í Laugardalshöllinni. Pétur kom ekkert við sögu í fyrri leiknum gegn Finnum en hann fékk að láta til sín taka í naglbít gegn Tékkum í gær og stóð sig með mikilli prýði.
Meira

Kláraði peysufötin fyrir fimmtugsafmælið

Handavinnukonan Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir á Sauðárkróki sagði frá broti af handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 30. tölublaði Feykis 2017. Hún hefur verið afkastamikil handverkskona, allt frá því hún prjónaði fyrsta skylduverkið sitt í barnaskóla og um fermingu tók hún þá ákvörðun að sauma á sig íslenskan búning fyrir fimmtugt. Hún stóð við það og á sjáum við afraksturinn á einni myndanna sem fylgja.
Meira

Skyrtertan tilvalin fyrir tímanauma bændur

Matgæðingar vikunnar í 7. tölublaði Feykis árið 2016 voru bændurnir Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson á Tannstaðabakka í Hrútafirði sem buðu upp á Tex Mex hakkrétt í aðalrétt og skyrköku í eftirrétt. „Skyrtertan er tilvalin fyrir tímanauma bændur að útbúa og hakkrétturinn slær alltaf í gegn,“ segir Guðrún.
Meira