Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Tindastóls – Formaður og varaformaður segja af sér
feykir.is
Skagafjörður
26.02.2018
kl. 23.50
Í yfirlýsingu sem birt var fyrr í kvöld á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Tindastóls kemur fram að Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar og Guðjón Örn Jóhannsson, varaformaður, hafi sagt sig frá störfum fyrir félagið. Gera þeir það til að axla ábyrgð á mistökum sem þeir hafa gert sem stjórnarmenn í málum tveggja manna sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot en notið stuðnings deildarinnar. Segja þeir vonast til þess að með yfirlýsingunni skapist friður um störf knattspyrnudeildar Tindastóls og félagsins alls.
Meira