Nemendur Höfðaskóla í heimsókn í BioPol
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.02.2018
kl. 13.36
Á heimasíðu BioPol á Skagaströnd segir frá því að undanfarið hafi nemendur Höfðaskóla komið í heimsóknir í tengslum við náttúrufræðikennslu skólans. Undanfarið hafa krakkarnir verið að fræðast um þörunga, jafnt stóra sem smáa, en BioPol er einmitt að fást við nokkrar rannsóknir á því sviði. Krakkarnir skoðuðu ýmsa smáþörunga á rannsóknarstofunni og fengu fræðslu um fæðuvefi og flokkunarfræði.
Meira