Fréttir

Nemendur Höfðaskóla í heimsókn í BioPol

Á heimasíðu BioPol á Skagaströnd segir frá því að undanfarið hafi nemendur Höfðaskóla komið í heimsóknir í tengslum við náttúrufræðikennslu skólans. Undanfarið hafa krakkarnir verið að fræðast um þörunga, jafnt stóra sem smáa, en BioPol er einmitt að fást við nokkrar rannsóknir á því sviði. Krakkarnir skoðuðu ýmsa smáþörunga á rannsóknarstofunni og fengu fræðslu um fæðuvefi og flokkunarfræði.
Meira

Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss

Uppbygging ehf., félag í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, hefur óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Á Húna.is. kemur fram að óskað sé eftir því að gert verði samkomulag við félagið um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur hafna erindinu.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks undirbýr sæluvikuverkefnið

Leikfélag Sauðárkróks hefur boðað til fundar vegna sæluvikuleikrits í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:00 í húsnæði Puffins and fiends á Aðalgötu 26. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í uppsetningu leikrits eru boðnir velkomnir. Það er í mörg horn að líta við uppsetningu leikrita og eru því allar hendur þegnar til að smíða, mála, vinna við hljóð og ljós, finna og föndra leikmuni og búninga, sauma, hvísla, selja miða og margt fleira.
Meira

Opnað fyrir skimunarsögu íslenskra kvenna

Á vefgáttinni Mínar síður á island.is geta konur nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 158: Kristín Þöll

Nafn: Kristín Þöll Þórsdóttir. Árgangur: 1972. Starf / nám: Klæðskeri.Vinn sem verslunarstjóri í Vogue Akureyri og tek að mér sérsaum. Hættulegasta helgarnammið? Malaco hlaup – ég Tryllist! Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hey í harðindum, nema heybabilula she´s my baby.

Meira

Veður að ganga niður eftir mikinn storm

Það hefur verið í ýmsu að snúast hjá björgunarsveitunum í Húnavatnssýslunum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í dag. Á Hvammstanga losnaði klæðning af húsi og rúða gekk inn á einum stað en í báðum tilfellum var um minni háttar aðgerðir að ræða að því er Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga sagði í samtali við Ruv.is í morgun. Einnig fóru menn frá sveitinni upp á Holtavörðuheiði í morgun til aðstoðar tveimur erlendum ferðamönnum sem lent höfðu í vandræðum þar.
Meira

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan

Blowin’ In The Wind með Bob Dylan er tilvalið lag til að hlusta á meðan vindar leika um holt og hæðir. Bob Dylan samdi lagið árið 1962 og gaf það svo út á plötu sinni The Freewheelin' Bob Dylan árið 1963.
Meira

Fyrirhugað að byggja nýjan veg í Refasveit og brú yfir Laxá

Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlum vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda í Refasveit og um Laxá. Í auglýsingunni segir að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur á Norðvesturlandi, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu.
Meira

Hviður yfir 30 m/s

Bálhvasst er víða á landinu þessa stundina og ekkert ferðaveður á Norðurlandi vestra frekar en annars staðar. Vindhraði slagar hátt í 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum og hviður hafa kitlað 40 metrana og jafnvel yfir. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður. Um klukkan 11:20 í morgun mældust 42 m/s á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Miðsitju í Blönduhlíð og 39,2 m/s við Blönduós svo það er ástæða til að fara varlega.
Meira

Samgönguráðherra hyggst beita sér fyrir því að innanlandsflug verði hagstæðari valkosti en nú er

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst beita sér fyrir aðgerðum til að gera innanlandsflug að hagstæðari valkosti en nú er. Tillögur ráðherra munu byggjast á niðurstöðum þeirra starfshópa sem fjallað hafa um efnið og munu þær jafnframt taka mið af heildrænni stefnu um almenningssamgöngur í lofti, á sjó og landi.
Meira