Fréttir

Rabb-a-babb 165: Álfhildur

Nafn: Álfhildur Leifsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Kristínar og Leifs frá Keldudal, yngst af sex systkinum og var svo heppin að alast þar upp við bústörf og hestamennsku þar til ég fór suður í háskólanám. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sálfræðingur – en þar sem ég var í mörg ár með sumarskóla fyrir fósturbörn sem voru hjá mömmu og pabba í sveit, þá vissu víst allir í kringum um mig að ég yrði kennari, nema ég. Besta bíómyndin? Notting Hill - því Spike er flottastur.
Meira

Landbúnaðarráðherra boðar til funda með sauðfjárbændum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til funda með sauðfjárbændum á nokkrum stöðum á landinu næstu daga. Með honum í för verða þau Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins og Haraldur Benediktsson, formaður Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.
Meira

Sigfús Ingi nýr sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar nú í morgun var samþykkt samhljóða að ráða Sigfús Inga Sigfússon í starf sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega á tólfta hundrað birkiplöntur til endurheimtar Brimnesskóga vestan við ána Kolku Skagafirði. Þar af voru 380 plöntur í tveggja lítra pottum og um 800 í fimmtán gata bökkum. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“.
Meira

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti, 3-0, á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Miðfjarðará í fjórða sæti

Enn er veiðin fremur treg í húnvetnskum laxveiðám miðað við aflatölur síðustu ára. Á lista Landssambands veiðfélaga frá því um miðja síðustu viku yfir 75 aflahæstu árnar má sjá að Miðfjarðará er í fjórða sætinu yfir landið með 1.707 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 2.173 laxar. Blanda er nú í tíunda sæti en þar hafa veiðst 832 laxar en þeir voru 1.219 fyrir ári síðan.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Hvatt til nýsköpunar í sveitum

Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiðasetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Meira

Fimm fengu styrk úr Húnasjóði

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 31. júlí sl. var tekin fyrir úthlutun úr Húnasjóði. Alls bárust sjö umsóknir um styrk úr sjóðnum að þessu sinni og uppfylltu fimm þeirra skilyrði til úthlutunar.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira