Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.08.2018
kl. 10.25
Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn rétt innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð.
Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn.
Meira