Fréttir

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð

Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn rétt innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð. Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn.
Meira

Hasarlífsstíll Arnars Úlfs

Eðal Skagfirðingurinn Arnar Freyr Frostason, öðru nafni Arnar Úlfur, sendi í gær frá sér splunkunýja sólóplötu sem ber titilinn Hasarlífsstíll. Á plötunni eru átta lög og fær kappinn til liðs við sig nokkra skínandi gesti sem hjálpa til við rappið. Hægt er að hlýða á verkið á tónlistarveitunni Spotify sem flestir ættu að þekkja.
Meira

Tiernan með fjögur í öruggum sigri á Álftnesingum

Kvennalið Tindastóls hélt áfram frábæru gengi í 2. deild kvenna í gærkvöldi þegar lið Álftaness mætti á gervigrasið á Króknum. Lið Álftnesinga hafði fyrr í sumar borið sigurorð af Stólastúlkum, 2-1, þar sem stelpurnar voru klaufar að tapa en í gærkvöldi sáu gestirnir aldrei til sólar því lið Tindastóls var mun sterkara og sigraði örugglega 4-0 þar sem Murielle Tiernan gerði öll fjögur mörkin.
Meira

Víðismenn höfðu betur í Garðinum

Tindastóll sótti Víðismenn heim í Garðinn í gærkvöldi og var leikið á Nesfisk-vellinum en 15. umferðin í 2. deild karla hófst einmitt í gær. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og það var mikilvægt fyrir Stólana að ná hagstæðum úrslitum. Það hafðist því miður ekki því lokatölur voru 2-0 Garðbúum í hag.
Meira

Mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Menntastefna sú mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.
Meira

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira

Fullveldi í fyrirrúmi á Hólahátíð um helgina

Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal 11. til 12. ágúst. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með tónleikum, hátíðarsamkomum og hátíðarmessu.
Meira

Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008).
Meira

Sveitasæla 2018

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin laugardaginn 18. ágúst í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði.
Meira

U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.
Meira