Fréttir

Gestakomur aukast í sundlaugar í Skagafirði

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið birtar aðsóknartölur í sundlaugar sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sundlaugin á Hofsósi fékk flestar heimsóknir á liðnu ári eða alls um 39.985 manns. Er það örlítil aukning frá árinu áður en þá komu 39.409 í sund á Hofsósi. Litlu færri gestir heimsóttu sundlaugina á Sauðárkróki eða 37.975 manns á seinasta ári sem var fækkun frá árinu 2016 en þá mættu 38.708 manns í sundlaugina.
Meira

Elvar Einarsson ríður á vaðið í slaktaumatöltinu

Ráslistinn fyrir slaktaumatölt í Meistaradeild KS er tilbúinn en mótið verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl 19:00. „Ráslistinn lítur vel út, mikið af sterkum hrossum þar á meðal tvö hross sem voru í úrslitum á síðasta íslandsmóti,“ segir í tilkynningu frá mótsnefnd. Húsið opnar kl 18:00 og að vanda verða seldar veitingar í reiðhöllinni svo fólk er hvatt til að mæta snemma.
Meira

Bændur á Syðri-Hofdölum fengu Landbúnaðarverðlaunin 2018

Á Búnaðarþingi, sem sett var í morgun í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, hlutu bændur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði Landbúnaðarverðlaunin 2018. Verðlaunin eru hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað. Feykir óskar þeim Trausta Kristjánssyni, Ingibjörgu Aadnegard, Klöru Helgadóttur og Atla Má Traustasyni til hamingju með viðurkenninguna.
Meira

Dúndurspenna á toppi Domino´s deildarinnar. Tindastóll sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna

Tveir leikir fara fram í Domino´s deildinni í kvöld og þar með þeir síðustu í 21. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Tindastóll getur með sigri jafnað Hauka sem ekki tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi.
Meira

Vel heppnað Ísmót á Svínavatni

Þokkadís frá Kálfhóli 2 var valin glæsilegasti hestur Ísmótsins á Svínavatni sem fram fór um helgina en hún stóð uppi sem sigurvegari í A-flokki ásamt knapa sínum, Viggó Sigurðssyni. Á heimasíðu mótsins segir að mótið hafi verið vel heppnað enda veður og færi með ágætum og fjöldi áhorfenda.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 3. sæti í 3. deild

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafavogi um helgina og má segja að þar sé um hápunkt skákvertíðarinnar á Íslandi að ræða. Skákmenn koma saman, hitta gamla vini, rifja upp gamla takta og berjast hart til sigurs, eins og segir á heimasíðu Skáksambands Íslands. Skákfélag Sauðárkróks tók þátt og endaði í 3. sæti í 3. deild.
Meira

Nýr sorptroðari í Stekkjarvík

Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw og kemur hann til með að auka afköst..
Meira

Theodórsstofa á Sögusetri íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn.
Meira

Lasanja fyrir öll tilefni og uppáhalds ísinn

„Okkur finnst mjög gaman að fá gesti í mat en skipuleggjum það sjaldnast með löngum fyrirvara og gerum mjög lítið af því að halda veislur eða fín matarboð. Þegar við fáum matargesti er yfirleitt minni hlutinn af þeim fullorðinn og stundum töluvert margir í einu. Þess vegna eldum við mjög oft lasanja.
Meira

Aldrei gefast upp verður Battleline í kvöld

Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar keppa í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk.
Meira