Gestakomur aukast í sundlaugar í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
06.03.2018
kl. 09.01
Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið birtar aðsóknartölur í sundlaugar sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sundlaugin á Hofsósi fékk flestar heimsóknir á liðnu ári eða alls um 39.985 manns. Er það örlítil aukning frá árinu áður en þá komu 39.409 í sund á Hofsósi. Litlu færri gestir heimsóttu sundlaugina á Sauðárkróki eða 37.975 manns á seinasta ári sem var fækkun frá árinu 2016 en þá mættu 38.708 manns í sundlaugina.
Meira