Fréttir

Lista- og menningarráðstefna og námskeið fyrir unglinga í verkefna- og viðburðastjórnun

Í lok apríl verður haldin á Blönduósi lista- og menningarráðstefnan Hérna!Núna! og er hún ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Gömlu kirkjunni á Blönduósi, dagana 27. - 28. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Frá þessu er greint á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi.
Meira

Í tilefni 98. ársþings UMSS sem haldið var 10. mars síðastliðin

Ágætu Skagfirðingar! Markmið ungmennasambandins er að stuðla að auknu samstarfi aðildarfélaga, vinna að öðrum sameinginlegum hagsmunamálum þeirra og vera málsvari þeirra og tengiliður við UMFÍ og ÍSÍ. Sterk staða og traust til sambandsins skiptir því miklu fyrir allt íþróttalífið í firðinum. Ungmennasamband Skagafjarðar er elsta starfandi ungmennsamband landsins. Hlutverk þess hefur legið svolítið á milli hluta undanfarin ár en síðastlið ár leyfi ég mér að fullyrða að spítt hefur verið allveruleg í.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga í bráðabirgðahúsnæði þar til menningarhús rís á Sauðárkróki

Í kjölfar frétta Feykis, um að setur sem tileinkað verður Sturlungu og Örlygsstaðabardaga verði sett upp í Aðalgötu 21-21a á Sauðárkróki, er ljóst að Byggðasafni Skagfirðinga bíður varanlegur staður annars staðar en þar. Gert var ráð fyrir því í fyrstu að starfsemi þess, sem hefur verið í Minjahúsinu, flyttist þangað. Áætlað er að Byggðasafnið verði staðsett í menningarhúsi á Sauðárkróki.
Meira

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kattarauga i Vatnsdal

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Húnavatnshrepps og landeigenda Kornsár 2 í Vatnsdal hafa undanfarið unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga og hefur hún verið lögð fram til kynningar. Er áætluninni ætlað að vera stefnumótandi skjal og hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Kattarauga og það hvernig verndargildi svæðisins verði best viðhaldið þannig að sem mest sátt ríki um.
Meira

Telja verðmun afurðastöðvanna óásættanlegan

Á almennum félagsfundi í Félagi sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var á Blönduósi þann 25. febrúar síðastliðinn var skorað á stjórn SAH Afurða ehf. að bæta innleggjendum sauðfjárafurða upp þann mikla mun sem var á verði þeirra og annarra afurðastöðva haustið 2017.
Meira

Braut rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast um liðna helgi en alls voru 117 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar og einn aðili var handtekin vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá sinnti lögreglan útkalli vegna umferðarslyss og maður handtekinn eftir að hafa brotið rúðu á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Meira

Höfðaskóli sigurvegari í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Klara Ósk Hjartardóttir, nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd, bar sigur úr býtum í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem haldin var á Skagaströnd í síðustu viku. Þar spreyttu nemendur skólanna fjögurra í Húnavatnssýslum, Grunnskóla Húnaþings vestra, Húnavallaskóla, Blönduskóla og Höfðaskóla, sig í vönduðum upplestri og átti hver skóli þrjá fulltrúa í keppninni.
Meira

Pétur í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Meira

Fór í hjartastopp á fótboltaæfingu

Í síðustu viku var Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, á fótboltaæfingu með félögum sínum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, sem er ekki í frásögu færandi nema að því leyti að hún hné niður og fór í hjartastopp. Var henni veitt fyrsta hjálp sem fólst í hnoði, blæstri og notkun á stuðtæki.
Meira

Söguhéraðið Skagafjörður

Stuttu eftir að ég flutti til Sauðárkróks skrifaði faðir minn bréf til ömmu, í bréfinu stóð; Sigrúnu finnst svo leiðinlegt í sögu, henni finnst hún alls ekkert þurfa að búa yfir þekkingu á því sem búið er og hvað þá mönnum sem eru löngu dauðir. Þetta hefur þó breyst. Kannski var það flutningurinn í Skagafjörðinn sem einmitt breytti þessu áhuga mínum, söguhéraðið Skagafjörður. En hvað er það sem gerir Skagafjörð svo eftirtektaverðan, það er hversu rík sagan er í öllu okkar umhverfi, hér er faglegt lifandi safnastarf og m.a. eigum elsta starfandi Héraðsskjalasafn á landinu.
Meira