Lista- og menningarráðstefna og námskeið fyrir unglinga í verkefna- og viðburðastjórnun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.03.2018
kl. 10.39
Í lok apríl verður haldin á Blönduósi lista- og menningarráðstefnan Hérna!Núna! og er hún ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Gömlu kirkjunni á Blönduósi, dagana 27. - 28. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Frá þessu er greint á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi.
Meira