Grunsemdir Sigurlaugar eru ekkert minna en hræðilegar
feykir.is
Skagafjörður, Dreifarinn
01.02.2018
kl. 14.26
Sigurlaug Axelsdóttir, kirkjuvörður og rollubóndi, hringdi í Dreifarann á dögunum og sagðist vera orðin verulega áhyggjufull. „Já, ég held að hann Palli minn, maðurinn minn sko, sé alveg að missa það. Hann hefur nú alltaf verið upp eins og fjöður á morgnana þó hann hafi nú kannski ekki verið upp á sitt besta svona eftir jólin. En hann hefur nú yfirleitt náð sér á skrið í kringum þorrablótin, mætt með kúffullt trogið og verið kátur. Núna vildi hann ekki hafa neitt með sér nema súrar gúrkur frá ORA. Ég skil þetta bara ekki.“
Meira