Hvíti riddarinn lagður að velli í Mosfellsbæ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.07.2018
kl. 09.11
Stelpurnar í Tindastól mættu Hvíta riddaranum á svampblautum velli Tungubakka í Mosfellsbæ sl. miðvikudagskvöld og kræktu sér í þrjú stig. Stólar voru mun betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að skora nema þrjú mörk á móti einu heimamanna. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppnum með 18 stig, þremur fleiri en Augnablik sem á einn leik til góða.
Meira