Fréttir

Elsti haförn landsins handsamaður við Miðfjarðará

Þau eru ýmis verkefnin sem að koma á borð lögreglunnar, segir á Facebooksíðu embættisins á Norðurlandi vestra. Á laugardag fékk lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynningu þess efnis að haförn hefði verið handsamaður við Miðfjarðará en örninn var eitthvað laskaður.
Meira

Almenn ánægja með landsmótið 2016

Laugardaginn 20. janúar sl. stóð hestamannafélagið Skagfirðingur fyrir opnum fundi í Tjarnarbæ, félagsheimili félagsins á Sauðárkróki, þar sem fjallað var um landsmótið 2016 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Drangey í fyrsta prufutúrnum

Eftir prófanir á búnaði millidekks og lestar í Drangey SK 2 sl. föstudag voru kör settar í lestar skipsins og undirbúið fyrir brottför í prufutúr sem lagt var upp í í gær, laugardag.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins

Kristinn Hugason skrifar um hesta og menn :: :: Sögusetur íslenska hetsins (SÍH) var stofnað á Hólum í Hjaltadal árið 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006, stofnaðilar; Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Á árinu 2014 var rekstrarformi SÍH breytt í sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá.
Meira

Þátttaka í samfélagi

Nú í vor fara fram sveitastjórnarkosningar og þá fer að hefjast umræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi.
Meira

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum

Áskorandi Dagný Úlfarsdóttir Ytra-Hóli A-Hún
Meira

Kjúllaréttur, bananabrauð og ostasalat sem slær í gegn

„Það er ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir flóknar uppskriftir eða tímafrekar, við notum yfirleitt bara netið og „googlum“ því sem okkur langar að elda og finnum hentugustu (a.k.a. auðveldustu) uppskriftina og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir í 4. tölublaði Feykis árið 2016, þau Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Meira

Chris Davenport kominn í raðir Stólanna

Eins og kunnugt er hefur samstarfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Brandon Garrett verið hætt og var hann því ekki með í sigurleik liðsins á móti Grindavík í gær. Í hans stað kemur annar Bandaríkjamaður, Chris Davenport að nafni.
Meira

Stólarnir fá hluta lógósöfnunar Feykis

Í tilefni góðrar lógósöfnunar í Feyki, undanfarinna tveggja blaða, þar sem meistaraflokki Tindastóls er óskað til hamingju með Maltbikarinn ákvað Nýprent, sem gefur blaðið út, að láta hluta andvirðisins renna til deildarinnar. Einnig fékk plaggat af bikarmeisturunum, með myndum Hjalta Árna, að fljóta með ásamt upplýsingum um gengi liðsins í keppninni.
Meira

Nemendur frá Listaháskóla Íslands í starfsnámi

Þessa dagana dvelja átta nemendur frá Listaháskólanum í Reykjavík í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi. Er þetta í sjöunda skipti sem nemendahópur frá Listaháskólanum kemur þangað í viku starfsnám með kennurum sínum en sá siður hefur verið við lýði frá árinu 2014. Á vef Þekkingarsetursins á Blönduósi segir að starfsmenn þar hlakki alltaf til heimsóknanna og vonist til að nemendur hafi með sér nýjar hugmyndir og þekkingu þegar þeir halda heim á ný auk ánægju með góða dvöl.
Meira