Seltirningar skelltu Stólunum á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.07.2018
kl. 20.21
Gróttumenn komu í heimsókn á Krókinn í dag og öttu kappi við lið Tindastóls í 12. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn höfðu gert sér væntingar um að byrja síðari umferðina í deildina á jákvæðan hátt eftir ágæta leiki upp á síðkastið. Gestirnir voru hinsvegar sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og fjögur mörk þeirra í síðari hálfleik var kannski einum of mikið af því vonda en lokatölurnar engu að síður 0-4.
Meira