Fréttir

Tafir á ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að óviðráðanlegar tafir hafa orðið á uppgjöri á heildarframlagi til sauðfjárbænda vegna ársins 2017 og fyrstu greiðslu beingreiðslna á árinu 2018 miðað við það sem áður hafði verið gefið út.
Meira

Í dag er dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið enda er tilgangur Dags leikskólans að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.
Meira

Ekki teljandi skemmdir í asahláku gærdagsins

Það gerði mikla hláku á landinu í gær með hlýjum vindstrengjum og úrhellisrigningu. Vindstyrkurinn fór upp í 29m/s á Bergstöðum og hviðurnar náðu að feykja hinum ýmsu hlutum um koll. Á Sauðárkróki rann mikið leysingavatn niður klaufirnar á Nöfum og stóðu starfsmenn sveitarfélagsins og verktakar vaktina og náðu að stýra flaumnum með því að grafa rásir og setja möl þar sem þurfti.
Meira

Skipað í byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Á fundi Byggðarráðs Húnaþings vestra mánudaginn 29. janúar kom fram að nú hafa tillögur starfshóps um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra farið til umræðu og umsagnar hjá nemendaráði, skólaráði og fræðsluráði. Ennfremur voru tillögurnar kynntar á vef sveitarfélagsins þar sem íbúum gafst kostur á að gera athugasemdir við þær. Lýstu skólaráð, nemendaráð og fræðsluráð ánægju með tillögurnar og ekki komu fram athugasemdir eftir almenna kynningu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Eyþór Franzson Wechner kosinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju og píanókennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu var kosinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2017 af lesendum Húnahornsins. Í umfjöllun huna.is segir að Eyþór þyki einstaklega hæfileikaríkur organisti og tónlistarflutningur hans hafi vakið aðdáun allra Húnvetninga sem á hann hafi hlustað. Átti hann stóran þátt í sigurgöngu Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps í keppninni um kóra Íslands á síðasta ári.
Meira

Bjarni vill vita hvað þurfi til að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandavélar

Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna tók sæti sem varamaður á Alþingi í síðustu viku og sat ekki aðgerðalaus frekar en fyrri daginn. Lagði hann m.a. fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um varaflugvöll við Sauðárkrók.
Meira

Íslenskt lambakjöt – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Matvælastofnun hefur skráð íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti á grundvelli laga nr. 130 frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Enska útgáfan, Icelandic lamb er einnig skráð. Lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fær vernd samkvæmt lögunum. Þar með er lambið komið í flokk með Parma- skinku, Kampavín, Camembert de Normandie ost og Kalix Löjrom kavíar.
Meira

Gul viðvörun víða á landinu – Færð gæti spillst á fjallvegum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Suðausturland. Aðstæður gætu orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Meira

Ef þú átt kindur þá eru jól oft á ári

Áskorandi Linda Jónsdóttir Árgerði Sæmundarhlíð Þegar ég var að alast upp í Bolungarvík voru kindur ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér. Pabbi var með nokkrar kindur í hesthúsinu og fóru þær frekar mikið í taugarnar á mér, fannst þær vera endalaust jarmandi og hafði ekki nokkurn áhuga á þeim.
Meira

Haukarnir höfðu betur í Hafnarfirði

Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn í gær þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73.
Meira