Fréttir

Una er talnaglögg kona

„Feykir, góðan daginn...“ „Já, góðan daginn, hvar sagðirðu að þetta væri?“ „Hjá Feyki. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“ „Já, sæll. Ég ætlaði einmitt að hringja í Feyki.“ „Jæja.“ ...
Meira

Rysjótt tíðarfar með umhleypingum - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 6. febrúar, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í febrúarmánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn átta talsins. Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki unnt að birta spá fyrir janúar mánuð, sem var engu að síður gerð og reyndust félagar hafa þar verið sannspáir eins og oft áður.
Meira

Kótilettukvöld framundan

Fyrsta kótilettukvöld ársins hjá Frjálsa kótilettufélaginu í Austur-Húnavatnssýslu er nú framundan en áformað er að það verði haldið í Eyvindarstofu á Blönduósi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Veislustjóri verður Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum og Helga Bryndís Magnúsdóttir og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson mæta með harmonikku og gítar og leiða söng ásamt eldhressum saumaklúbbskonum frá Dalvík. Það ætti því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðri skemmtun þetta kvöld auk fyrirtaks veitinga.
Meira

Kvöldspjall Ferðamálafélags A-Húnavatnssýslu

Ferðamálafélag og ferðamálafulltrúi Austur-Húnavatnssýslu standa fyrir kvöldspjalli um ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu nk. fimmtudagskvöld, 8. febrúar, klukkan 20:00 á Hótel Blöndu.
Meira

Blöndulína felld niður sem varnarlína

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi Blöndulína verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma. Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan.
Meira

Dagur leikskólans í gær - Eldra stig Ársala söng í Skagfirðingabúð

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í gær, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Meira

„Beethoven og Bach eru smám saman að ná tökum á mér“ / HAUKUR ÁSGEIRS

Tón-lystarmaðurinn að þessu sinni er Haukur Ásgeirsson (1953), skráður deildarstjóri hitaveitna hjá RARIK á Norðurlandi, en Haukur hefur búið á Blönduósi til langs tíma. „Ég byrjaði snemma að spila í hljómsveitum. Þær hétu ýmsum nöfnum: Steríó, Spaðar, Ósmenn, Svarta María, Lagsmenn, Demó og einhverjar fleiri. Ég lærði í tónskóla Sigursveins D Kristinssonar hjá Sigursveini og Gunnari Jónssyni. Ég kenndi á gítar og flautu í tónlistarskólanum á Blönduósi en þá var maður varla matvinnungur svo að ég hætti því fljótt og fór að vinna fyrir mér...“
Meira

Tveir Húnvetningar syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Sönghópurinn Fókus flytur eitt af tólf lögum sem hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Í sönghópnum eru tveir Húnvetningar þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal og Sigurjón Örn Böðvarsson sem bjó mörg ár á Blönduósi sem barn. Fókus stígur á stokk í fyrri undanúrslitum sem fram fara í Háskólabíói næsta laugardag.
Meira

Hreint mataræði í Skagafirði – Þúsundasti þátttakandinn

Þann 27. febrúar ætlar Guðrún Bergmann að hefja námskeið um hreint mataræði, námskeið sem leiðir þátttakendur í gegnum 24ra daga hreinsikúr, sem byggist á mataræði, bætiefnum og jákvæðu hugarfari. Tveir sameiginlegir fundir eru fyrirhugaðir að Löngumýri og að auki verða tveir fjarfundir. Í þau tæplega þrjú ár sem Guðrún Bergmann hefur haldið námskeiðin sín hafa þau verið vel sótt. Svo vel að einhver af þeim næstu sextán sem skrá sig á námskeiðið verður þúsundasti þátttakandinn.
Meira

Þóranna setti nýtt skagfirskt met

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í UMSS náði frábærum árangri á Reykjavíkurleikunum 2018 sem háðir voru í Laugardalshöllinni laugardaginn 3. febrúar. Leikarnir eru árlegt boðsmót þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppti auk erlendra gesta frá mörgum löndum. Þrír Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig með sóma.
Meira