Fréttir

Vel heppnaður opinn dagur hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt að vanda opinn dag á Húnavöku þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Margir litu við og segir á Facebooksíðu Markviss að á annað hundrað manns hafi sótt félagið heim.
Meira

Rúnar Már fyrirliði hjá Grasshoppers

Það fór svo í sumar að Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem tók þátt í HM sem fram fór í Rússlandi. Í fyrravetur var hann lánaður frá Grasshoppers í Sviss til St. Gallen en hagur hans virðist þó hafa vænkast að nýju því nú er kappinn orðinn fyrirliði hjá Grasshoppers samkvæmt frétt á Fótbolti.net.
Meira

Hugsanlegar leiðir til öflunar á heitu vatni fyrir Hjaltadal, Óslandshlíð og Viðvíkursveit skoðaðar

Samkvæmt fimm ára framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna, sem samþykkt var í maí 2014, átti að ráðast í hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit á árunum 2018 og 2019. Þeim hefur hins vegar verið frestað ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum í Hjaltadal en farið var yfir ástæður þess á fyrsta fundi nýrrar veitunefndar Svf. Skagafjarðar þann 5. júlí sl. og kynntar mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.
Meira

Engar lóðir lausar á Sauðárkróki

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði sem haldinn var í gær kom fram að hjá skipulags- og byggingarfulltrúa liggi fyrir umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús í Túnahverfinu á Sauðárkróki. Öllum byggingarhæfum lóðum í hverfinu hafi verið úthlutað og beinir því nefndin því til Byggðarráðs að hefja framkvæmdir við gerð nýrrar götu, Melatúns.
Meira

Hopp og hí í Fljótunum

Næstkomandi sunnudag verður sannkölluð fjölskyldustemning í Fljótunum en þá heldur Ferðaþjónustan á Sólgörðum fjölskyldudag. Margt skemmtilegt verður í boði, m.a. stærðar hoppukastali sem börnin fá aldrei nóg af að leika sér í og vekur alltaf mikla lukku. Einnig gefst tækifæri á að æfa sig í að skjóta af boga og einnig verður boðið upp á bogabolta en hann er blanda af brennibolta og að skjóta af boga. Þar er aldurstakmark 14 ára og kostar 2.000 krónur að taka þátt í honum. Sundlaugin verður opin svo og leikvöllurinn við skólann.
Meira

Meistaramót barna og unglinga GSS 2018

Meistaramót barna og unglinga Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram dagana 2.-4. júlí. Keppt var í þremur flokkum og spiluðu krakkarnir alla dagana, mismargar holur eftir flokkum. Byrjendaflokkur spilaði 3×5 holur á gylltum teigum, 10 ára og yngri spiluðu 3×9 holur á gylltum teigum og 11-13 ára spiluðu 3×9 holur á rauðum teigum.
Meira

Iceprotein rannsakar sáragræðandi eiginleika sæbjúgans

Á vef Fiskifrétta er má finna mjög áhugavert viðtal um rannsóknir Iceprotein á sáragræðandi eignleikum sæbjúgans. Iceprotein er líftæknifyrirtæki á Sauðárkróki sem hefur getið sér gott orð fyrir þróun ýmissa fæðubótarefna sem unnin eru úr hráefni sem fellur til við fiskvinnslu og hefði áður fyrr verið hent sem úrgangur.
Meira

Mikilvægt að styðja bændur til að skapa eigin verðmæti

Matís stóð fyrir fundi í Miðgarði fyrr í þessum mánuði þar sem fjallað var um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Fundurinn var vel sóttur enda mikill áhugi meðal bænda á heimaslátrun og sölu afurða beint frá býli. Meðal framsögumanna á fundinum voru þeir Atli Már Traustason á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Boðið á bæi í Lýtingsstaðahreppi

Á þremur bæjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa bændurnir tekið sig saman og reka undir sama merki ferðaþjónustu þar sem boðið er heim á bæina og er samheiti fyrir staðina þrjá „The Icelandic farm animals“ . Bæirnir sem hér um ræðir eru Sölvanes, Lýtingsstaðir og Stórhóll sem standa með stuttu millibili við veg númer 752, um 20 kílómetra inn af Varmahlíð. Blaðamaður heimsótti konurnar þrjár sem að verkefninu standa, þær Eydísi Magnúsdóttur í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli og forvitnaðist um hvað þær hefðu upp á að bjóða.
Meira

Hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan á tónleikaferðalagi um Norðurland

Það eru hippar enn á ferð, þó fjórða iðnbyltingin sé handan við hornið, segir Skagfirðingurinn Hermann Sæmundsson en hljómsveit hans Sérfræðingar að sunnan ætla að renna þjóðveginn norður og spila gamla og góða tónlist, fyrst á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga miðvikudaginn 25. júlí, en tónleikarnir er liður í hátíðinni Eldur í Húnaþingi.
Meira