Rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði lokað
feykir.is
Skagafjörður
20.07.2018
kl. 10.03
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði. Starfsfólki verksmiðjunnar var tilkynnt um niðurstöðuna í gær á fundi og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðarmót. Í fréttatilkynningu frá FISK Seafood kemur fram að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður.
Meira