Fréttir

Rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði lokað

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka rækjuvinnslu Fisk Seafood í Grundarfirði. Starfsfólki verksmiðjunnar var tilkynnt um niðurstöðuna í gær á fundi og taka uppsagnirnar gildi um næstu mánaðarmót. Í fréttatilkynningu frá FISK Seafood kemur fram að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður.
Meira

Stólastúlkur á toppnum eftir sigur gegn Völsungi

Það var boðið upp á hörkuleik á gervigrasinu á Króknum í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. deild kvenna. Húsvíkingar hafa oft verið liði Tindastóls til vandræða og með sigri í gær hefðu þær húsvísku náð að komast upp að hlið Tindastóls og Augnabliks á toppi deildarinnar. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu því Stólastúlkurnar voru sterkari og náðu að skora sigurmarkið í blálok leiksins og var það fyllilega verðskuldað.
Meira

Listamiðstöðvar vettvangur háskólanáms á Norðurlandi vestra

Nemendur Virginia Tech háskólans í Bandaríkjunum og Concordia háskóla í Montréal í Kanada, hafa nú í júnímánuði dvalið í listamiðstöðvunum á Blönduósi og á Skagaströnd. Þrettán nemendur eru í hvorum hóp. Kathleen Vaughan, aðstoðarprófessor við Concordia, dvelur með nemendum sínum á Blönduósi og á Skagaströnd dvelja Lesley Duffield og Rachel Lin Weaver, aðstoðarprófessorar við Virginia Tech. Blaðamaður Feykis settist niður með Kathleen og Rachel umsjónarmönnum verkefnanna og ræddi við þær um upphafið, hugsjónina og framtíð verkefnisins.
Meira

Húnavakan hefst í kvöld

Húnavaka verður haldin nú um helgina og er dagskráin hin veglegasta að vanda. Hefst hún strax í kvöld þegar íbúar drífa sig út og skreyta umhverfi sitt kvöld með rauðu skrauti og ísbjörnum. Klukkan 21:00 byrjar svo BlöQuiz í Félagsheimilinu þar sem fólki gefst gott tækifæri á að láta reyna á heilasellurnar.
Meira

Kirkjugarður finnst í Utanverðunesi

Í sumar hefur verið unnið að rannsóknum á vegum Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna í Hegranesi fjórða árið í röð en það er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og fornleifarannsóknastöðvar- innar Fiske Center í UMass Boston. Rannsóknirnar hafa þann tilgang að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins.
Meira

Þátttökuskilyrði fyrir Norðurstrandarleið

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Kvikmyndahátíð í Nesi listamiðstöð

Í dag milli klukkan 17 og 18 verður haldin kvikmyndahátíð í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar verða sýndar stuttmyndir eftir fyrrverandi Nes listamenn og eru Skagstrendingar hvattir til að líta við á leið heim frá vinnu og horfa á myndirnar. Þar má meðal annars sjá nokkur kunnugleg andlit heimamanna og stuttmynd af tilurð skúlptúrs eftir Ólaf Bernódusson sem er nú í Listasafni ríkisins í Osaka í Japan.
Meira

Barnamót USAH á Skagaströnd

Barnamót USAH fór fram á Skagaströnd í gær. Veðrið lék við þátttakendur og áhorfendur en 42 börn tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Barnamót USAH er árlegt mót ætlað börnum átíu ára og yngri.
Meira

Israel Martin og strákarnir spila við Þýskaland í dag

Ísland er með U20 lið í A-deild Evrópumótsins í körfubolta sem fram fer í Chemnitz í Þýskalandi þessa dagana. Engir leikmenn úr liði Tindastóls eru að spila með íslenska liðinu en það er þó ágæt tenging við Stólana því Króksarinn Israel Martin, þjálfari Tindastóls í Dominos-deildinni, þjálfar íslenska liðið.
Meira

Þriðja tölublað ICEVIEW komið út

Þriðja tölublað ICEVIEW er komið út. Tímaritið fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra.
Meira