Fréttir

Konni ráðinn þjálfari yngri flokka sem og í akademíuna

Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglingaakademíu knattspyrnudeildar Tindastóls frá og með morgundeginum, 1. febrúar. Áheimasíðu Tindastóls segir að Konráð, eða Konni eins og hann er kallaður, hafi lokið fyrstu þremur stigunum í menntunarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunarfræðum á næstunni.
Meira

Fjórtán kindur sóttar í Stakkfellið

Á laugardaginn var farinn leiðangur til að sækja fé sem vitað var um í Staðarfjöllum í vestanverðum Skagafirði. Fóru nokkrir menn á sleðum og fundu 14 kindur í norðanverðu Stakkfellinu. Hafa þá 25 kindur verið færðar til byggða frá áramótum úr Vesturfjöllum.
Meira

Árshátíð hjá miðstigi Árskóla

Árleg árshátíð hjá miðstigi Árskóla, þ.e. 5., 6. og 7. bekk verður haldin í dag og á morgun í Bifröst á Sauðárkróki. Að vanda bjóða krakkarnir upp á fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af leik og söng úr ýmsum áttum. Krakkarnir verða með fjórar sýningar og eru þær sem hér segir:
Meira

Leitað að tveimur konum til þátttöku í Evrópuverkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita nú að tveimur konum til þess að taka þátt í Evrópuverkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í dreifðum byggðum að byggja upp hæfni þeirra og færni til að efla fyrirtæki þeirra og víkka út tengslanet þeirra, bæði heima fyrir og í Evrópu. Verður það gert með því að aðlaga að netinu aðferðafræði persónulegra þjálfunarhringja (Enterprise Circles™). Það hefur reynst gagnlegt í því að styðja konur til að efla sjálfstraust og einnig til að gefa þeim hagnýtar aðferðir sem eru nauðsynlegar í rekstri.
Meira

Hvalreki á Garðssandi

Yfir 10 metra langur hvalur liggur á Garðssandinum við Hegranes í Skagafirði þar sem hann sinnir hlutverki veisluborðs fugla af ýmsum tegundum. Jón Sigurjónsson, ábúandi í Garði, telur að um hnúfubak sé að ræða og af sporðblöðkum að dæma, sem mælast þrír metrar, er hann líklega yfir tíu metra langur.
Meira

Refastofninn stendur í stað

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015 en samkvæmt því var fjöldi refa haustið 2015 að lágmarki 7.000 dýr. Niðurstöðurnar styðja eldra mat frá árinu 2014 sem sýndi fram á mikla fækkun í stofninum eftir 2008.
Meira

Fjögur lömb í Laxárdal

Feykir greindi frá því í síðustu viku að tvö hrútlömb hefðu komið í heiminn á Ytri-Hofdölum í Skagafirði á bóndadag og eitt til á Óslandi í Skagafirði degi síðar. Var það hrútur sem fékk að sjálfsögðu nafnið Þorri. Þetta verður að teljast nokkuð snemmbúinn sauðburður en samt sem áður hafa nú borist fregnir af einni á til hér á svæðinu sem skaut þeim báðum ref fyrir rass og bar fjórum lömbum að morgni 13. janúar.
Meira

Krista Sól á skotskónum hjá Stólunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur þátt í Faxaflóamótinu sem fram fer syðra og náði liðið sigri í sínum öðrum leik á mótinu sl. laugardag gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi 3-0. Hin unga og efnilega knattspyrnukona, Krista Sól Nielsen, var aldeilis á skotskónum og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 49. mínútu.
Meira

Flugið – komið til að vera.

„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”. Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira

Blandaðar bardagalistir hjá júdódeild Tindastóls

Síðasta haust ýtti júdódeild Tindastóls úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í jujitsu, kickboxi og boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn.
Meira