Fréttir

Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.
Meira

Rósin kemst ekki í Ljósheima

Vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiðina verður Rósin tískuverslun EKKI í Ljósheimum í dag eins og auglýst var í síðasta Sjónhorni.
Meira

Ellefu sóttu um stöðu sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá Húnaþingi vestra en starfið var auglýst laust til umsóknar með fresti til 22. janúar sl. Einn dró umsókn sína til baka. Í starfi sviðsstjóra felst að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita. Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu.
Meira

112-dagurinn í Húnavatnssýslum

Á sunnudaginn kemur, þann 11. febrúar. verður 112 dagurinn haldinn líkt og gert hefur verið undanfarin ár en þann dag efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið.
Meira

Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.
Meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig, segir á vef Vegagerðarinnar, en aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.
Meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira

Kökubasar í dag hjá fótboltastelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls verða með kökubasar í dag, fimmtudag, í anddyri Skagfirðingabúðar kl: 14:30. Samkvæmt heimildum Feykis verða á boðstólum dýrindis kökur, tertur og sitthvað smálegt með kaffinu.
Meira

Höfðingi heimsækir Blönduós

Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi er mikill áhugaljósmyndari og hefur oft á tíðum náð góðum myndum af margvíslegu myndefni. Hann myndaði m.a. haförninn Höfðingja sem fangaður var fyrir skömmu í Miðfirði og þar var erninum svo síðar sleppt eftir skoðun í höfuðborginni. Höfðingi leitaði hinn nýja vin uppi og flaug á Blönduós þar sem Höskuldur náði að fanga hann með myndavélinni.
Meira

Tindastóll - Keflavík í kvöld

Spennan er allsráðandi á toppi Domino´s deildar karla en fjórir leikir fara fram í kvöld. Tindastóll tekur á móti Keflavík, Stjarnan á móti Val, Þór A mætir Njarðvík syðra og Haukar heimsækja Hött á Egilsstöðum. KR og Keflavík mætast á morgun en í gærkvöldi sigraði Þór Þorlákshöfn topplið ÍR með tveggja stiga mun 70 – 68 í Hertz Hellinum í Seljaskóla.
Meira