Fréttir

Ný lyfta tekin í notkun í Reiðhöllinni

Undanfarin ár, allt frá árinu 2000, hefur Iðja - dagþjónusta staðið fyrir reiðþjálfun fatlaðs fólks sem farið hefur fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki. Frá upphafi hefur Ingimar Pálsson lagt til hross til þjálfunarinnar og undanfarin ár hefur dóttir hans, Inga Dóra, einnig komið að þjálfuninni sem reiðkennari.
Meira

Gleðilegan 17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.
Meira

Spekingar spjalla í Moskvu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu í dag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmtilega á óvart þó margir hafi reyndar verið furðu bjartsýnir fyrir þessa viðureign við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburðamenn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu.
Meira

Lásu 2500 bækur

Frá 1. mars til 15. maí síðastliðinn stóð yfir lestrarátak á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við skólasöfnin í grunnskólum landsins. Viðtökurnar við lestrarátakinu voru afar góðar og skólar um allt land tóku þátt. Með það að markmiði að allir nemendur gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir hvern hluta.
Meira

Skrifað undir samstarfssamning í Skagafirði

Skrifað var undir samstarfssamning milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf um stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar kjörtímabilið 2018-2022 í gær í Safnahúsi Skagfirðinga. Svo skemmtilega vill til að undirskriftin bar upp á sama dag og Sveitarfélagið Skagafjörður fagnar 20 ára afmæli. Í sáttmála flokkanna eru margar góðar tillögur sem snýr að breyttum vinnubrögðum sem og að unnið verði áfram að góðum málefnum ekki síst í skólamálum.
Meira

Ofnbakaðar ostastangir, einfalt fiskgratín og æðislegur eftirréttur

Matgæðingaþátturinn sem hér fylgir birtist i 23. tbl. Feykis árið 2013: „Við hjónin, Rakel Runólfsdóttir og Kári Bragason, búum á Hvammstanga þar sem ég hef umsjón með framhaldsdeild FNV og Kári rekur eigið fyrirtæki Tvo smiði ehf. ásamt félaga sínum. Við eigum 4 börn, Karen Ástu 15 ára, Dag Smára 14 ára, Aron Óla 10 ára og Ara Karl 3 ára, segir Rakel sem ásamt eiginmanni sínum er matgæðingur vikunnar hjá Feyki.
Meira

Óbreytt gjald á Landsmót UMFÍ

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið ákveðið að hafa þátttökugjald á Landsmót UMFÍ óbreytt en til stóð að það hækki eftir daginn í dag. Gjaldið verður því aðeins 4.900 krónur og veitir aðgang að mikilli íþrótta- og skemmtidagskrá í fjóra daga.
Meira

HM stemning í Höfðaborg

Nú fer að styttast í Leikinn með stóru elli þar sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur sinn stærsta leik fram til þessa, fyrsta leik sinn á lokamóti HM í knattspyrnu og það á móti Argentínu. Spennan er mikil í Moskvu þar sem leikurinn mun fara fram og stemningin ekki síðri hér uppi á Íslandi og langt norður í land. Víða má búast við því að fólk grúbbi sig saman og horfi á leikinn og heyrst hefur af HM stemningu í Höfðaborg á Hofsósi.
Meira

Titleist Footjoy Norðurlandsmótaröðin 2018 - Nýprent Open

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður 17. júní á Sauðárkróki og samkvæmt tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks hentar mótið mjög vel fyrir byrjendur jafnt og lengra komnum.
Meira

Rjúpu fjölgar á Norðvesturlandi

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.
Meira