Þrjár heppnar dregnar út í Jólakrossgáta Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.01.2018
kl. 09.48
Það var ekkert verið að hugsa um kynjahalla né kvóta þegar dregið var úr innsendum lausnum í jólakrossgátu Feykis í gær. Þar fékk kvenfólkið öll verðlaunin þrenn. Kristín Jósefsdóttir Ásbjarnarstöðum Húnaþingi fær eina nótt í tveggja manna herbergi á Puffins Palace Guesthouse á Sauðárkróki. Strigaprent frá Nýprenti kemur í hlut Elinborgar Hilmarsdóttur Hrauni í Sléttuhlíð og bókin Litagleði fer í hendur Fanneyjar Magnúsdóttur Eyvindarstöðum Blöndudal.
Meira