Fréttir

Hinn sanni jólaandi í Blönduskóla

Það ríkti sannur jólaandi hjá nemendum og starfsfólki Blönduskóla fyrir jólin þegar átta af tíu bekkjum skólans, sem og starfsfólk, tóku sig saman og gáfu peninga til góðra málefna fyrir hátíðirnar. Það voru verkefni SOS-Barnahjálpar, UNICEF og Jólasjóður RKÍ sem fengu að njóta gjafmildi þeirra að þessu sinni.
Meira

Gísli Árna og Árni Stef í Föstudagsþættinum - Myndband

Í Föstudagsþættinum á N4 mættu þeir eðaldrengir Gísli Árnason, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, og Árni Stefánsson, forsprakki Skokkhóps Sauðárkróks, og ræddu við þau Maríu Björk Ingvadóttur og Karl Eskil Pálsson. Tilefnið er sitthvor viðburðurinn hjá þeim Gísla og Árna.
Meira

Kári Marísson fékk samfélagsverðlaun Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta stendur nú yfir og þrír leikir í fullum gangi hverju sinni. Átján lið taka þátt og reyna með sér þangað til úrslit liggja fyrir í dagslok. Við mótssetningu var Kára Maríssyni veitt Samfélagsviðurkenningu Molduxa.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla.
Meira

Harkan sex í jólacrossfitkeppni á Króknum

Crossfit550 á Sauðárkróki stóð fyrir crossfitkeppni sl. fimmtudagskvöld þar sem allir gátu tekið þátt sem eitthvað hafa komið nálægt íþróttinni. Erna Rut Kristjánsdóttir, eigandi stöðvarinnar segir að um lítið og létt jólamót hafi verið að ræða þeim til skemmtunar.
Meira

Áætlað að Drangey fari til veiða um 20. janúar

Drangey, hið nýja skip Fisk Seafood á Sauðárkróki, sigldi frá Akranesi sl. fimmtudagskvöld, þaðan sem Skaginn3X hefur verið að setja nýjan búnað á millidekk og í lest síðustu vikur, og liggur nú við bryggju í Sauðárkrókshöfn. Að sögn Jóns Inga Sigurðssonar, tæknistjóra Fisk Seafood er verkið langt komið, eða þannig að það sem eftir er, er rafvirkjavinna og forritun.
Meira

Jólalag dagsins – Ó, helga nótt – Sverrir Bergmann

Þar sem aðfangadagur jóla er í dag og Kertasníkir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Sverrir Bergmann fer með forsöng í hinu fallega jólalagi Helga Nótt. Með Sverri syngur hinn magnaði karlakór Fjallabræður.
Meira

Fjórir ættliðir í sama kirkjukór

Það gerist líklega ekki á hverjum degi að fjórir ættliðir syngi í sama kórnum en sú er nú raunin í Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd. Nýlega gekk til liðs við kórinn ung stúlka, Sóley Sif Jónsdóttir, sem er aðeins 10 ára gömul. Í kórnum syngja einnig langamma hennar, Guðrún Sigurðardóttir, amma hennar, Hallbjörg Jónsdóttir og föðursystir hennar, Jenný Lind Sigurjónsdóttir.
Meira

Eva Pandora nýr starfsmaður á þróunarsviði Byggðastofnunar

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Íbess

Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn.
Meira