Fréttir

Fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum lokið

Í gærmorgun kl. 9 lauk fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum í Skagafirði. Það þykir nokkuð merkilegt að sama fólkið hafi sinnt veðurathugunum í svo langan tíma. Hjónin Sigrún Aadnegard og Viðar Ágústsson hafa sinnt veðurathugunum sjö sinnum á dag allt árið um kring.
Meira

Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir í knattspyrnu verða háðir á Blönduósi um nú um helgina. Á Smábæjarleikjum keppa knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði stúlkna og drengja, frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu. Því má reikna með að það verði líf og fjör á Blönduósi um helgina en búist er við um 400 þátttakendum og um 300 aðstandendum þeirra á leikana. Það er Knattspyrnudeild Hvatar sem stendur fyrir mótinu en þetta er í fimmtánda sinn sem það er haldið. Um 70-80 sjálfboðaliðar verða að störfum á mótinu.
Meira

Stórmót húnvetnskra hestamanna á laugardaginn

Laugardaginn 16. júní verður stórmót húnvetnskra hestamanna haldið á Blönduósi. Mótið er sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Neista, Þyts og Snarfara og úrtökumót fyrir Landsmótið 2018.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga framleiðir Ísey Skyr í Rússlandi

Í dag fer fram vígsluathöfn í tilefni af upphafi skyrframleiðslu í Rússlandi undir vörumerkinu Ísey Skyr sem er í eigu Mjólkursamsölunnar. Að framleiðslunni stendur rússneska félagið IcePro LLC sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga en að félaginu koma einnig rússneskir fjárfestar, þar á meðal IceCorpo RUS, en í gegnum það félag hefur Kaupfélag Skagfirðinga ásamt hjónunum Sigurjóni Bjarnasyni og Katerinu Gerisimovu rekið rússneskt félag, IceCorpo LLC, sem hefur fengist við sölu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár.
Meira

Fyrsta íslenska kollagenið úr fiskroði sem framleitt er á Íslandi

PROTIS® Kollagen er ný vara frá íslenska sprotafyrirtækinu PROTIS ehf. sem var stofnað árið 2015 og er staðsett Sauðárkróki. PROTIS sérhæfir sig í framleiðslu fæðubótaefna sem innihalda íslensk þorskprótín sem unnin eru úr hráefni sem fellur til við hefðbundna flakavinnslu á íslenskum þorski og stuðlar þannig að bættri nýtingu á þessari mikilvægu náttúruauðlind Íslendinga.
Meira

Hólmar Örn á HM og N4

Sjónvarpsstöðin N4 beinir linsunum að landsliðsmönnum frá landsbyggðunum í nýjum þætti sem hefst fimmtudaginn 14. júní þar sem fjallað verður um þá landsliðsstráka frá landsbyggðunum sem komust í lokahóp HM í Rússlandi. Hólmar Örn Eyjólfsson er þar tengdur við Sauðárkrók enda foreldrarnir báðir þaðan.
Meira

Nýtt skagfirskt héraðsmet

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS vann til bronsverðlauna í hástökki kvenna á Smáþjóðarleikunum sem fram fóru í Liechteinstein þann 9. júní síðastliðinn.
Meira

Ný gata á Blönduósi

Á sveitarstjórnarfundi þann 7. júní sl. samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar nafn á nýja götu.
Meira

Væri til í að gera aðra tilraun til að komast á tónleika með McCartney / RÖGGI VALBERGS

Það er Rögnvaldur S. Valbergsson organisti í Sauðárkrókskirkju sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Röggi er fæddur 1956 og hefur víða komið við í tónlistinni í gegnum tíðina. Um hvert hljóðfærið hans sé segir Röggi: „Það er nú það, ætli ég þykist ekki helst vera orgelleikari , uppáhaldshljóðfæri er náttúrlega Hammond orgelið.“ Spurður um hver helstu afrek hans á tónlistarsviðinu séu segir hann af alþekktu lítillæti: „A, ja nú veit ég ekki, búinn að músisera víða og með mörgum. Kannski best að vera ekkert að gera upp á milli.“
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Kormáks/Hvatar gegn Létti endaði með jafntefli, 2–2. Frábær mæting var á völlinn þrátt fyrir mígandi rigningu. Mikil stemmning var á vellinum og leiddu börn í 8. flokki Hvatar leikmenn inn á völlinn.
Meira