Fréttir

Rjúpu fjölgar á Norðvesturlandi

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.
Meira

MIMRA með tónleika á Blönduósi annað kvöld

MIMRA, verður ásamt hljómsveit sinni á tónleikaferðalagi um landið í sumar og verður m.a. með tónleika á Blönduósi þann 15. júní. MIMRA, eða María Magnúsdóttir söngkona og tónskáld, var valin bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018 á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti 16. maí sl. feykir hafði samband við MIMRU og forvitnaðist um listakona.
Meira

Nýjasta mynd Baltasars sýnd í Króksbíó í kvöld

Króksbíó sýnir í kvöld nýjustu afurð skagfirska kvikmyndabóndans Baltasars Kormáks frá Hofi. Um er að ræða kvikmyndina Adrift sem byggir á sönnum atburðum. Myndin var frumsýnd á dögunum og hefur fengið ágæta dóma og aðsókn en fram kemur í viðtali við leikstjórann í Morgunblaðinu í morgun að konur séu spenntari fyrir myndinni en karlpeningurinn, enda er burðarhlutverk myndarinnar í höndum leikkonunnar Shailene Woodley.
Meira

Harmonikufjör á Laugarbakka um helgina

Harmonikuhátíð fjölskyldunnar verður haldin í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði nú um helgina. Hátíðin hefst á morgun, föstudag 15. júní, og stendur hún fram á sunnudag. Á dagskránni kennir ýmissa grasa, dansleikir, skemmtidagskrá og kaffihlaðborð svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Lið Hattar hafði betur á Vilhjálmsvelli

Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1.
Meira

Pétur Birgis valinn í æfingahóp Íslands í körfunni

Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfingahópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undirbúningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandinn geðþekki.
Meira

Byrðuhlaup UMF Hjalta á 17. júní

Sunnudaginn 17. júní verður keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2018. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Keppt verður er í barnaflokki til og með 13 ára aldurs og í fullorðinsflokki. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.
Meira

Síðustu forvöð að skrá sig á Landsmót á lægra verðinu

Landsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki 12. - 15. júlí og óhætt að segja að um sannkallaða íþróttaveisla sé að ræða. Hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks þannig að allir ættu að geta fundið sér eittvað skemmtilegt að gera. Þátttökugjald er 4.900kr. til 16. júní en þá hækkar það í 6.900kr. Feykir hafði samband við Ómar Braga Stefánsson framkvæmdastjóra mótsins og forvitnaðist örlítið um mótið.
Meira

Fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum lokið

Í gærmorgun kl. 9 lauk fjörutíu ára samfelldum veðurathugunum á Bergstöðum í Skagafirði. Það þykir nokkuð merkilegt að sama fólkið hafi sinnt veðurathugunum í svo langan tíma. Hjónin Sigrún Aadnegard og Viðar Ágústsson hafa sinnt veðurathugunum sjö sinnum á dag allt árið um kring.
Meira

Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir í knattspyrnu verða háðir á Blönduósi um nú um helgina. Á Smábæjarleikjum keppa knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði stúlkna og drengja, frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu. Því má reikna með að það verði líf og fjör á Blönduósi um helgina en búist er við um 400 þátttakendum og um 300 aðstandendum þeirra á leikana. Það er Knattspyrnudeild Hvatar sem stendur fyrir mótinu en þetta er í fimmtánda sinn sem það er haldið. Um 70-80 sjálfboðaliðar verða að störfum á mótinu.
Meira