Fréttir

Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Hólum

Háskólinn á Hólum brautskráði nemendur sl. föstudag, 8. júní, við hátíðlega athöfn sem fram fór í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnu sniði, flutt voru ávörp og tónlistaratriði sem voru í höndum þeirra Dönu Ýrar Antonsdóttur og Daníels Andra Eggertssonar.
Meira

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.
Meira

Berglind ráðin til Byggðasafnsins

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018 en tveir sóttu um starfið. Frá þessu er greint á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjörður í dag.
Meira

Mótmæla skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi

Í ályktun frá sveitarstjórn Blönduósbæjar er skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi mótmælt harðlega en bankinn stytti opnunartíma útibúsins á dögunum.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt sívinsæla og margrómaða kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn 17. júni kl. 14:00-17:00.
Meira

Hreinsunardagar í Húnaþingi vestra

Þessa dagana standa yfir hreinsunardagar í Húnaþingi vestra og verða starfsmenn sveitarfélagsins á ferðinni dagana 13.-15. júní, frá miðvikudegi til föstudags, og hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Þess er óskað að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.
Meira

A- og N- listi í meirihluta í Húnavatnshreppi og Einar Kristján áfram sveitarstjóri

A-listi og N- listi hafa komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Húnavatnshreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar, þann 10. júní 2018. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Gróttu/KR

Stelpurnar í 2. flokki Tindastóls tóku á móti Gróttu/KR í dag í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þær leika í B-riðli. Veðrið var ákjósanlegt til tuðrusparks, stillt og nokkur regnúði. Þegar yfir lauk hafði María Dögg Jóhannesdóttir skorað tvö mörk og tryggt Stólum 2-0 sigur
Meira

Af Sigurði frá Brún og Hesta-Bjarna - Kristinn Huga skrifar um hesta og menn

Þegar ég vaknaði í morgun mundi ég eftir að ég hefði lofað ritstjóra Feykis að senda honum greinarkorn og fór að velta fyrir mér um hvað það ætti að vera? Mér datt svo sem eitt og annað í hug en ekkert eitt varð ofan á. Fór ég síðan fljótlega upp í hesthús og eftir venjuleg morgunverk tóku útreiðar við. Í einum túrnum mætti ég stórkostlegum reiðmanni. Ég ætla ekkert að verða nákvæmari í frásögninni né persónulegri, hvoru tveggja væri auðvelt en óþarft að sinni. Því þegar ég virti fyrir mér taumtökin svip mannsins og viðbrögð hestsins kom eftirfarandi ljóðahending upp í hugann:
Meira

Fyrsti sigur Tindastóls í höfn

Lið Tindastóls og Vestra frá Ísafirði mættust á Sauðárkróksvelli í dag í ljómandi fótboltaveðri, 15 stiga hita og stilltu. Lið Tindastóls barðist fyrir öllu sínu í dag og uppskáru góðan sigur en það var Fannar Kolbeins sem gerði bæði mörk Stólanna og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Lokatölur 2-0.
Meira