Leiðbeiningar frá Matvælastofnun um velferð búfjár í göngum og réttum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.08.2018
kl. 13.31
Matvælastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar sem varða velferð fjár og hrossa í göngum og réttum. Þar segir að smalamennskur og fjárleitir séu vandasamt verk þar sem gæta þurfi öryggis en alltaf ætti að hafa velferð fjárins og hrossanna að leiðarljósi. Á vef Matvælastofnunar segir að lengstu fjárleitirnar séu á afréttum Árnesinga og taki um 6-7 daga og þeir sem í lengstu göngurnar fari séu 11 daga á hestbaki. Þær kindur sem smalað sé um lengstan veg geti þurft að leggja að baki 100 km göngu á sex dögum þó sem betur fer sé það fátítt. Því hvíli mikil ábyrgð á þeim sem ætla að koma þessu fé til byggða.
Meira
