Fréttir

Fuglaskoðarinn - Stefán Sturla Sigurjónsson

Brottflutti Skagfirðingurinn, Stefán Sturla Sigurjónsson, sendi frá sér spennubókina Fuglaskoðarinn fyrir þessi jól. Bókin fjallar um dularfullan dauða ungs manns sem er hugfanginn af fuglum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins. Rannsóknarlögreglukonunnar Lísu og hjálparmanna hennar bíður flókið púsluspil og þau fletta ofan af vafasömum flötum samfélagsins suður með sjó.
Meira

Lífræn framleiðsla á kryddum hjá Vilko

Í haust fékk Vilko ehf. á Blönduósi vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Vottun sem þessi er ekki aðeins vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur einnig viðurkenning á að framleiðsluferli fyrirtækisins sé í góðu lagi.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira

Jólalag dagsins – Haukur Morthens - Jólaklukkur

Þar sem einungis 5 dagar eru til jóla og Skyrgámur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Einn ástsælasti söngvari Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Hér syngur hann hið silkimjúka lag Jólaklukkur.
Meira

Fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2018 samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra fimmtudaginn 14. desember sl. var fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja ásamt áætlun fyrir árin 2019-2020 lögð fram til síðari umræðu og samþykkt. Gerir áætlunin ráð fyrir 12,8 millj. kr. tekjuafgangi. Áætlað er að fráveita, hitaveita og vatnsveita skili rekstarafgangi en önnur B-hluta fyrirtæki séu rekin með halla.
Meira

Kom foreldrum sínum skemmtilega á óvart með Íslandsheimsókn - Myndband

Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen kom foreldrum sínum hressilega á óvart þegar hún birtist á útidyratröppunum heima hjá þeim í Varmahlíð viku fyrir jól. Þau vissu ekki annað en dóttir þeirra yrði í Bretlandi yfir jólin þar sem hún stundar nám í handritaskrifum (e. scriptwriting) frá Bournemouth University. Eins og búast má við urðu viðbrögð foreldranna skemmtileg og allt tekið upp á vídeó.
Meira

Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss

Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Meira

Jólalag dagsins – Sniglabandið - Jólahjól

Þar sem einungis 6 dagar eru til jóla og Hurðaskellir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Besta jólalag allra tíma að margra mati er hið sígilda Jólahjól með Sniglunum og Stefáni Hilmarssyni sem kom út árið 1987. Á Rúv segir reyndar að afstaða fólks til lagsins sé til jafns dregið fram í listum yfir bestu og verstu jólalögin.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira

Jólalag dagsins – Jólin eru að koma - Í svörtum fötum

Þar sem einungis 7 dagar eru til jóla og Askasleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jónsi í svörtum fötum söng af mikilli innlifun Jólin eru að koma á smáskífu sem bar sama nafn og kom út árið 2001. Opnið augun því jólin eru að koma, aðeins vika til stefnu.
Meira