Fréttir

Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn

Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal í gær en þar fer fram vorsýning kynbótahrossa sem lýkur á morgun 8. júní. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra.
Meira

Bletturinn 60 ára í sumar

Hjónin Sigurður H. Eiríksson og Ingibjörg Pálsdóttir á Hvammstanga eiga 60 ára skógræktarafmæli í ár en árið 1958 gróðursettu þau sín fyrstu tré á grýttu og ómerkilegu túni sem nú er fullt af lífi og þakið hinum ýmsum tegundum trjáa. Í tilefni þess hefur hópfjármögnun verið sett af stað fyrir komandi verkefnum sumarsins og nú þegar tæpur mánuður er til stefnu hafa safnast 25% af áætluðu markmiði.
Meira

Tveir fyrirmyndarkennarar

Tveir kennarar af Norðurlandi vestra hlutu í dag viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf en þeir eru Sara Diljá Hjálmarsdóttir, kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Leikfélagið með aðalfund í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks heldur aðalfund sinn í kvöld klukkan 20 í húsnæði Puffins and friends við Aðalgötu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir sem vilja ganga í félagið.
Meira

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“
Meira

Rabb-a-babb 162: Leó Örn

Nafn: Leó Örn Þorleifsson. Starf / nám: Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs / lögfræðingur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Af erlendum hljómsveitum voru það Pearl Jam, Nirvana, R.E.M og U2 en af íslenskum Ný dönsk, SSSól og Sálin. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er frekar slappur í eldhúsinu en nokkuð liðtækur þegar kemur að því að grilla.
Meira

Vel mætt í körfuboltaskóla Norðurlands vestra

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra var settur á laggirnar fyrir skömmu að tilstuðlan Helga Freys Margeirssonar, hinum margreynda leikmanns Tindastóls. Skólinn er sérstaklega miðaður að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga. Um helgina voru námskeið bæði á Hvammstanga og á Blönduósi og var þátttaka góð. „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel af öllum og eftirspurnin eftir körfuboltanum er klárlega til staðar,“ segir Helgi Freyr.
Meira

Sveitastjórn Skagastrandar mótmælir fækkun starfa við Landsbankann á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur sent frá sér ályktun þar sem fram koma mótmæli vegna niðurskurðar í útibúi Landsbankans og hefur þeim verið komið á framfæri við bankastjóra Landsbankans.
Meira

Skráning hafin í SumarTím

Sveitarfélagið Skagafjörður greinir frá því á heimasíðu sinni að nú er búið að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018 en þar er boðið upp á margvíslega afþreyingu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Meðal margra annarra námskeið sem í boði eru má nefna ýmis íþrótta- og leikjanámskeið, reiðnámskeið, siglingar, myndlist og matreiðslu. Námskeiðin hefjast mánudaginn 11. júní og standa til 10. ágúst en á föstudögum verður „Föstudagsfjör“. SumarTím verður með aðstöðu í Árskóla.
Meira

Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Blöndu

Veiði hófst í Blöndu í morgun. Feykir hafði samband við Höskuld B. Erlingsson sem er við ána. Höskuldur hafði þetta að segja um fyrstu klukkutímanna í Blöndu.
Meira