Fréttir

Unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kattarauga

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins segir frá því að undirbúningur sé hafinn hjá Umhverfisstofnun að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga við Kornsá í Vatnsdal sem ætlað er að fjalla um markmið með verndun svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess. Við gerð hennar er lögð mikil áhersla á samráð og samstarf við hagsmunaaðila. Að ósk Umhverfisstofnunar hefur Húnavatnshreppur tilnefnt fulltrúa í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar og var Magnús Rúnar Sigurðsson tilnefndur af hálfu sveitarfélagsins en þar eiga einnig sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, og landeiganda.
Meira

Fjölbreytt dagskrá á árshátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd hélt árshátíð sína þann 30. nóvember síðastliðinn. Helga Gunnarsdóttir, kennari við skólann, sendi okkur meðfylgjandi myndir og fréttir af hátíðinni:
Meira

Hart barist á jólamóti Tindastóls í Júdó

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær og voru keppendur alls 22 frá fjögurra til sautján ára aldri. Jólamótið markar lok haustannar hjá júdódeildinni og er opið öllum iðkendum Tindastóls.
Meira

Vélmennadans - Gísli Þór Ólafsson

Listamaðurinn Gísli Þór Ólafsson á Sauðárkróki hefur glatt skyntaugar fólks á ýmsa vegu í gegnum tíðina. Hefur hann ýmist staðið á leiksviði hjá Leikfélagi Sauðárkróks, plokkað bassann hjá Contalgen Funeral samið lög og gefið út diska og ljóðabækur. Fyrir skömmu leit Vélmennadans dagsins ljós en þar er á ferðinni fyrsta ljóðabók Gísla með nýju efni í sjö ár.
Meira

Jólalag dagsins – Þú & Ég – Í hátíðarskapi

Þar sem einungis 3 dagar eru til jóla og Gluggagægir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Engin jól eru án Helgu Möller og hér syngur hún ásamt Jóhanni Helgasyni Í hátíðarskapi. Eins og allir ættu að vita þá skipa þau hinn ódauðlega dúett Þú & Ég. Til gamans má geta þess að í dag 21. desember eru vetrarsólstöður en þá stendur sólin kyrr, það er hættir að lækka á lofti og daginn fer að lengja á ný.
Meira

Styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði í gær, 19. desember, styrkjum til margvíslegra verkefna á sviði menningar og lista. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrk úr sjóðnum og voru það þeir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sem afhentu styrkina. Auk þeirra sitja í stjórn Menningarsjóðsins þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Bókasafn Húnaþings vestra komið með aðgang að Rafbókasafninu

Bókasafn Húnaþings vestra hefur nú hafið útlán á raf- og hljóðbókum í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Notendur bókasafnsins geta nú nálgast fjölda hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins á ensku, en stefnt er að því að fá meira íslenskt efni inn sem fyrst.
Meira

Eignaðist barn í sjúkrabílnum

Klukkan 6:54 þann 4. desember sl. fá sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki boð um F1 útkall sem er fyrsti forgangur í þeirra kerfi. Fæðing! Þeir Yngvi Yngvason og Sigurbjörn Björnsson eru mættir á sjúkrabílnum stuttu síðar og læknir svo í kjölfarið. Afráðið er að fara upp á HSN á Sauðárkróki í betra umhverfi þar sem legvatnið var ekki farið og tekin yrði ákvörðun þar hvort farið yrði með sjúkrabíl eða flugvél á fæðingadeildina. „Ekki vorum við komnir langt þegar vatnið fór og Sibbi kallar: „Það er að koma!“ sem það og gerði í Hverfisbrekkunni,“ segir Yngvi aðspurður um atburðarásina þennan viðburðaríka morgun.
Meira

Meðhöndlun matvæla í eldhúsinu um jólin

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla er afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Jólalag dagsins – Snjókorn falla - Laddi

Þar sem einungis 4 dagar eru til jóla og Bjúgnakrækir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Laddi hefur skemmt landanum í áratugi með gamanleik og gríni en hefur einnig getið sér góðan orðstír sem söngvari. Hér syngur hann hið ágæta lag Snjókorn falla eftir Shakin' Stevens en höfundur texta er Jónatan Garðarsson.
Meira