Unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kattarauga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.12.2017
kl. 16.36
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins segir frá því að undirbúningur sé hafinn hjá Umhverfisstofnun að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga við Kornsá í Vatnsdal sem ætlað er að fjalla um markmið með verndun svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess. Við gerð hennar er lögð mikil áhersla á samráð og samstarf við hagsmunaaðila. Að ósk Umhverfisstofnunar hefur Húnavatnshreppur tilnefnt fulltrúa í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar og var Magnús Rúnar Sigurðsson tilnefndur af hálfu sveitarfélagsins en þar eiga einnig sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, og landeiganda.
Meira