Fréttir

Hitastigsmælingar á lönduðum afla

Undanfarið hefur Matvælastofnun sinnt eftirliti með hitastigsmælingum á lönduðum afla. Á tímabilinu frá maí til ágúst 2017 voru teknar hitastigsmælingar á lönduðum afla. Alls voru þetta 140 mælingar sem teknar voru víðs vegar um landið. Um 90% bátanna voru á strandveiðum og tæp 88% mælinga voru af strandveiðibátum.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir uppsögnum við útibú Landsbankans

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði sl. miðvikudag um uppsagnir í útibúi Landsbankans á Hvammstanga. Ráðið mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnenda bankans að fækka stöðugildum í útibúi bankans um helming úr fimm í tvö og hálft, með því að segja upp einu og hálfu stöðugildi auk þess að ráða ekki í 100% stöðugildi sem losnaði um síðustu mánaðamót. Hefur starfsmönnum við útibúið fækkað úr tíu frá árinu 2013.
Meira

Nes listamiðstöð fagnar tíu ára afmæli

Nes listamiðstöð verður tíu ára nú í júní. Til að fagna þeim áfanga hefur Nes boðið fyrrum listamönnum sem dvalið hafa í listamiðstöðinni aftur á Skagaströnd. Listamennirnir eru tíu talsins og munu þeir m.a. bjóða upp á ókeypis vinnustofur, setja upp sýningar og uppsetningu á veggmynd á húsnæði Ness.
Meira

Kári hafði betur í Akraneshöllinni

Tindastólsmenn héldu vestur á Akranes í gær og spiluðu við sprækt lið Kára í 2. deildinni í knattspyrnu í fótboltahöll Skagamanna. Stólunum hefur gengið illa það sem af er sumri og átti enn eftir að næla í stig en lið Kára hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferð. Því miður varð engin breyting á gengi Stólanna því Káramenn unnu leikinn 5-2 þrátt fyrir að hafa verið undir, 0-1, í hálfleik.
Meira

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin blaðamaður hjá Feyki

Lee Ann er fædd árið 1985 og er búsett á Blönduósi ásamt sjö ára syni sínum. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði árið 2012, ML gráðu í lögfræði árið 2014 og diplómu í samningatækni og sáttamiðlun árið 2018 frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Kaldi átti besta bjórinn

Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið sl. laugardag. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn.
Meira

Útskrift úr leikskólanum Ársölum

Stór hópur barna útskrifaðist frá leikskólanum Ársölum miðvikudaginn 30. maí, 42 börn, 20 stúlkur og 22 drengir. Hátíðin hófst á því að útskriftarhópurinn flutti nokkur lög undir stjórn Önnu Jónu leikskólastjóra af mikilli innlifun.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra fær nýja bifreið

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk á dögunum nýja lögreglubifreið og er hún afar kærkomin viðbót við bílaflota embættisins. Bif­reiðin, sem er af gerðinni Volvo V90 Cross Country, skartar nýju út­liti sem svip­ar til merk­inga lög­reglu­bif­reiða víða í Evr­ópu og eiga að auka ör­yggi lög­reglu­manna til muna, að því er segir á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Í land eftir 30 ár á sjó

Hann var sjómaður dáðadrengur en drabbari eins og gengur, segir í þekktu kvæði Ragnars Jóhannessonar og á það vel við vertinn á Grandanum á Sauðárkróki, Árna Birgi Ragnarsson. Hann fór ungur á vertíð, vann bæði í landi og á sjó og sjómennskan varð hans aðalstarf þangað til hann snéri kvæði sínu í kross og gerðist gistihúss- og kráareigandi á Sauðárkróki. Feykir fékk Árna Birgi til að rifja upp sjómannslífið og ástæðu þess að hann ákvað að hætta á sjónum.
Meira

Grálúða og baunasúpa

Þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er Feykir tileinkaður sjómönnum að þessu sinni enda sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land um næstu helgi. Undirritaður hefur minna en ekkert að segja af sinni sjómennsku enda landkrabbi langt aftur í ættir. Þó er hann eigandi að smájullu nú og hefur fært fisk að landi í litlu magni þó.
Meira