feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
15.12.2017
kl. 10.12
Síðastliðið vor var gerður samningur milli Húnaþings vestra, Farskólans, mannauðssjóðs Kjalar og Sveitamenntar, sem er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni, um að gerð yrði þarfagreining á fræðsluþörf meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu, ásamt því að gera fræðsluáætlun með hugmyndum um fræðslu til stafsmanna. Frá þessu segir á vef Húnaþings vestra.
Meira