Fréttir

Sókn í byggðamálum

Meira

Tíminn sem aldrei týnist

Áskorandi Helga Sigurðardóttir
Meira

Nokkur orð um nærgætni og heilindi Þórarins Tyrfingssonar

Á lífsferli mínum hef ég kynnst mörgum sem hafa verið í meðferð hjá SÁÁ. Sumir þeirra hafa greint mér frá því hvernig fyrrverandi yfirlæknir samtakanna, Þórarinn Tyrfingsson, hefur talað niður til meðferðarþega sinna - þeirra og annarra - með hroka og gikkshætti sem varla getur talist sæmandi manni í þeirri stöðu sem hann gegndi.
Meira

Jólalag dagsins – Kósíheit Par Exelans - Baggalútur

Þar sem einungis 8 dagar eru til jóla og Pottaskefill kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Kósíheit Par Exelans söng Baggalútur við miklar vinsældi fyrir nokkrum árum og hafa þær lítið dvínað. Lagið er, eftir því sem næst verður komist, ættað frá Ástralíu, en kvæðið sömdu þeir Enter og Númi Fannsker í kjölfar velheppnaðs ritlistarnámskeiðs í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Meira

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið frumvarp til fjárlaga

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnunni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana.
Meira

Hérumbil, Húnaþingi - frumsýning í kvöld

Leikflokkurinn á Hvammstanga frumsýnir í kvöld leikritið Hérumbil, Húnaþingi. Hér er um að ræða frumflutning verksins á íslensku en á frummálinu heitir það Almost, Maine og er eftir John Cariani. Hefur það verið sett upp af 70 atvinnuleikfélögum og yfir 2.500 áhugaleikfélögum, flestum bandarískum. Ingunn Snædal þýddi verkið sérstaklega fyrir Leikflokkinn á Hvammstanga og er leikstjóri þess Sigurður Líndal Þórisson sem fékk hugmyndina að uppsetningu verksins eftir að hafa séð það á sviði í Bandaríkjunum. Sigurður leikstýrði einnig sýningu leikdeildar Ungmennafélagsins Grettis á Jesus Christ Superstar sem sýnd var í félagsheimilinu á Hvammstanga um páskana 2016.
Meira

Boðið í jólaskóg

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga býður Húnvetningum og öðrum landsmönnum að koma í „jólaskóginn“ á Gunnfríðarstöðum um helgina. Þar verður hægt að fella sitt eigið jólatré laugardaginn 16. desember og sunnudaginn 17. desember milli kl. 11 – 15. Verð á jólatrjám er 5.000 krónur og eru ýmsar tegundir í boði. Hafa skal samband við Pál Ingþór Kristinsson í síma 865 3959.
Meira

Microbar & Bed skiptir um eigendur

Veitinga- og gististaðurinn Microbar & Bed á Sauðárkróki hefur skipt um eigendur. Það eru þau Sigríður Magnúsdóttir og Árni Birgir Ragnarsson sem ætla að láta gamlan draum rætast og taka að öllum líkindum við rekstrinum í næstu viku. Þá verður nafni staðarins breytt í Grand-Inn Bar and Bed.
Meira

Þarfagreining á fræðsluþörf í Húnaþingi vestra

Síðastliðið vor var gerður samningur milli Húnaþings vestra, Farskólans, mannauðssjóðs Kjalar og Sveitamenntar, sem er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni, um að gerð yrði þarfagreining á fræðsluþörf meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu, ásamt því að gera fræðsluáætlun með hugmyndum um fræðslu til stafsmanna. Frá þessu segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Pálma á Akri minnst við setningu Alþingis

Á þingsetningarfundi Alþingis í gær var Pálma Jónssonar á Akri, fyrrv. alþingismanns og ráðherra, minnst. Það var starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, sem flutti en Pálmi var eini fyrrverandi alþingismaður sem látist hafði síðan Alþingi var síðast á fundum. Eftirfarandi eru minningarorðin sem flutt voru:
Meira